Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1986, Page 35

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1986, Page 35
FRÆÐSLU MÁL færakosturinn er mjög fjölbreyttur, og svo dæmi sé tekiö, þá á skólinn um 20 garðsláttuvélar. Flokksstjórar: Eins og áöur seg- ir, stjórna þeir hver sínum vinnu- flokki. Reynt hefur veriö aö hafa yfir- byggingu í starfsmannahaldi eins litla og frekast er kostur, og hefur þaö gengið vel, enda sést, aö aö- eins þrír menn stjórna 15 flokks- stjórum og um 140 unglingum. Vinnutími unglinganna er,:eins og áöur segir, 7 klst. á dag. Ekki er tekinn kaffitími, og þessum 35 mín., sem ætlaö er í kaffitíma, er safnaö saman og hætt fyrr á föstu- dögum, þannig að þá er aðeins unnið fram aö hádegi. Verkkennsla í vinnuskólanum er mjög mikil nauðsyn og eins aö kynna unglingum skyldur í sam- bandi viö mætingu og almenna hegöun á vinnustaö. Þessivinnaer fyrstu sporin á vinnumarkaðinum hjá flestum, og því getur hún haft Standsetning lóða og opinna svæða er meðal vinsælli verkelna Vinnuskólans. Greinarhöfundur tók myndina. mjög mótandi áhrif á störf þeirra í framtíðinni. Gott og öflugt félags- starf hefur mikið aö segja og er al- ger forsenda fyrir þvl, aö ungling- unum líki vistin í vinnuskólanum vel. Þeim fjármunum, sem settir eru í félagsstarf, er mjög vel varið, og þeir eru fljótir aö skila sér til baka í bættum vinnuanda og vinnu- brögöum. Aðalfundur PÁLMA Æskulýös- og íþróttafull- trúar ræöa styrkveitingar til félaga Æskulýös- og íþróttafulltrúar sveitarfélaga hafa komið formlega saman einu sinni á ári að minnsta kosti síðustu þrjú árin, þarsem rædd hafa verið ýmis mál, sem snerta störf og stofnanir, sem þessir menn veita forstööu. í fyrra voru á ísafirði stofnuö formleg samtök þessara aðila, og hlutu þau nafnið PÁLMI. Aðalfundur Pálma var í ár haldinn á Akureyri dagana 8.-11. maí sl. Jafnframt þvi aö koma til aðalfundar er ekki síður ætlunin, aö menn dveljist saman, kynnistog beri saman störf sín og annarra og ÆSKULVÐSMÁL læri þannig hver af öörum, og eins að kynna sér, hvernig lífið gengur fyrir sig í því sveitarfélagi, sem aðalfundurinn er haldinn, og loks, hvaö bærinn hefur aö bjóða. Aöalmál fundarins á Akureyri var „Styrkveitingar sveitarstjórna til hinna frjálsu félaga og reglur þar aö lútandi". Eftir miklar umræður komust fundarmenn ekki aö sam- eiginlegri niöurstööu um, hvernig bezt væri aö haga styrkveitingum til frjálsra félagasamtaka, enda er úthlutun þeirra mjög misjöfn á milli sveitarfélaga. Sú hugmynd kom upp á fundinum aö efnatil vinnu- fundar á hausti komanda í sam- vinnu viö æskulýðsráð ríkisins, þar sem reyntyröiaö móta reglur, sem flest sveitarfélög ættu aö geta haft til hliðsjónar við úthlutun styrkja þessara. Þaö mál er nú í athugun. Allur undirbúningur fundarins var i höndum Hermanns Sig- tryggssonar, æskulýðs- og íþrótta- fulltrúa á Akureyri, og konu hans, en þau nutu leiösagnarfráfarandi formanns Pálma, Björns Helga- sonará ísafirði. Þaöerskemmstfrá því að segja, að allar móttökur og undirbúningur þessa Akureyrar- fundar var eins og bezt verður á kosið, og verður erfitt aö bæta þar um betur. Eins voru allar móttökur á vegum Akureyrarbæjar sérstak- lega góöar. í lok fundarins var ákveöiö, aö næsti aöalfundur yrði á Akranesi næsta vor, og var Elías Þór Sig- urðsson, æskulýðsfulltrúi á Akra- nesi, kosinn formaður Pálma, og Hermann Sigtryggsson, æsku- lýös- og íþróttafulltrúi á Akureyri, varaformaöur. Elis Þór Sigurösson, æskulýðsfulltrúi á Akranesi SVEITARSTJÓRNARMÁL 249

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.