Sveitarstjórnarmál - 01.10.1986, Page 38
SAMEINING SVEITARFÉI AGA
Klofningshreppur lagdur til
Fellsstrandarhrepps
íbúatöluna þá, flytjast 3 íbúar til
Skarðshrepps og 20 til Klofnings-
hrepps, sem er eftir sameininguna
með 96 ibúa, en Skarðshreppur
með 52 íbúa.
Klofningshreppur í Dalasýslu
var hinn 1. september sl. lagður til
Fellsstrandarhrepps i sömu sýslu
að undanskildum tveimur jörðum,
Ballará og Melum, sem lagðar
voru til Skarðshrepps. Frá og með
sama tíma féllu niður umboð
þeirra hreppsnefndarmanna, sem
kjörnir voru í hreppsnefnd
Klofningshrepps í kosningunum
14. júní. Hinn 8. nóvember nk.
verða kosnar hreppsnefndir í hin-
um stækkuðu Fellsstrandar- og
Skarðshreppum.
Félagsmálaráðuneytið auglýsti
þessa skiptingu Klofningshrepps
milli tveggja grannhreppa hinn 30.
júlí sl. Var þar ákveðið, að Fells-
strandarhreppur og Skarðshrepp-
ur skyldu taka við eignum og
skuldum, réttindum og skyldum
Klofningshrepps í hlutfalli við
þann fjölda íbúa, sem til þeirra
fluttist. Verði ágreiningur um þau
skipti, skuli úr honum skorið af
þriggja manna gerðardómi. Yrði
hann skipaður einum fulltrúa
hvorrar hreppsnefndar og odda-
manni, sem félagsmálaráðherra
skipar. Skjöl og bókhaldsgögn
Klofningshrepps skyldu afhendast
Fellsstrandarhreppi til varðveizlu.
Hinn 1. desember 1985 voru í
Fellsstrandarhreppi 76 íbúar, í
Klofningshreppi 23 íbúar og í
Skarðshreppi 49 íbúar. Miðað við
Þetta er fyrsta sameining
sveitarfélaga, sem fram fer sam-
kvæmt nýju sveitarstjórnarlögun-
um, sem kveða svo á, að lág-
marksíbúatala sveitarfélags sé 50
íbúar.
,,Þad eru allirsáttir við þetta ísveitinni, að ég bezt veit,"sagði Erna Einarsdóttir,
hreppstjóri i Ktofningshreppi, sem nú hefur verið iagöur niður, istuttu samtali við
Sveitarstjórnarmál, en hún erönnurfrá vinstriámyndinni hérað ofan. Dalablaðiðbirti
myndina affjölskyldu, ,,sem skipti um hrepp án þess að fiytja", eins og aðrar
fjölskyldur i hreppnum. Á myndinni eru, talið frá vinstri, Björgvin Axel Björgvinsson,
Erna Einarsdóttir, hreppstjóri, íris Björg og Barbara Úsk Guðbjartsdætur og aftan við
hana Guðbjartur Aðalsteinn Björgvinsson, bóndiá Sveinsstöðum og hreppsnefnd-
armaður i Klofningshreppi. Ljósm. Ragnar Ingi Aóalsteinsson.
Hrófbergshreppur og
Hólmavíkurhreppur
sameinast
Félagsmálaráðuneytið hefur
gefið út tilkynningu um samein-
ingu Hrófbergshrepps og Hólma-
víkurhrepps í Strandasýslu frá
næstu áramótum. „Hreppsnefnd
Hrófbergshrepps hafði fyrir sitt
leyti samþykktsameininguna þeg-
ar fyrir síðustu hreppsnefndar-
kosningar, og hreppsnefnd
Hólmavíkurhrepps hefur einnig
lýst sig fylgjandi sameiningu
hreppanna", sagði Halldór Hall-
dórsson á Hrófbergi, oddviti Hróf-
bergshrepps, í samtali við tíma-
ritið. „Húnbogi Þorsteinsson,
skrifstofustjóri í félagsmálaráðu-
neytinu, kom á fund hreppsnefnd-
ar okkar fyrir skömmu, þar sem
ýmis framkvæmdaratriði voru
rædd, og ég veit ekki til þess, að
nokkuð geti aftrað því, að úr sam-
einingu hreppanna verði um ára-
mótin", sagði Halldór.
[ Hrófbergshreppi voru hinn 1.
desember sl. 23 ibúar, en í
Hólmavíkurhreppi 428 íbúar. íbúa-
tala hins sameinaða hrepps væri
því 451, miðað við 1. desember
1985.
252 SVEITARSTJÓRNARMÁL