Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1986, Qupperneq 44

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1986, Qupperneq 44
FRETTIR Frá Jökuldalshreppi Stækkun barnaskólans á Skjöldólfsstödum Á hverju ári síðan 1978 hefur verið unnið að stækkun barna- skólahússins á Skjöldólfsstöðum. í smíðum hefur verið íþrótta- og samkomusalur með leiksviði, samtals 136 ferm. að stærð, og tengibygging við gamla skóla- húsið, 91,4 ferm. að stærð. Undir leiksviðinu eru sturtur og búnings- klefar, 30,4 ferm. að stærð, svo alls er aukningin 257 ferm. Ungmennafélag hreppsins lagði drjúgan skerf til þessara fram- kvæmda öll árin. Einnig lagði kvenfélagið nokkuð til. Á árinu 1982 var framlag hreppsins einna mest þessi ár, eða á verðlagi í marz 1985 kr. 699.000,- en snemma á því ári, þ.e. á síðasta ári, var lokaátak við þessa byggingu gert. Framlag hreppsins á því ári nam þá 436.000 krónum. Jaröakaup Á árinu 1984 festi hreppurinn kaup á tveimur eyðijörðum i Jökul- dalsheiði. Þær liggja að Ánavatni og eru m.a. verðmætar vegna veiðihlunninda i því. Verð þeirra var 260.000,- kr. Við vötnin er töluverð stangveiði á sumrin, og kom hreppurinn upp tveimur náð- húsum og skála við þau. Dráttarvél og snjóblásari Síðast á árinu 1983 fjárfesti hreppurinn i 72 ha. dráttarvél og snjóblásara. Vetrarsamgöngur hafa alltaf verið mikið mál fyrir þessa sveit og mikið undir þeim komið, og er þar skólaaksturinn mesta vandamálið. Akstursvega- lengd veturinn 1985-1986 var 594 km á helgi. Hreppurinn hafði á síðasta ári lokið greiðslu tækjanna, sem kostuðu samtals um 800 þús. krónur. Lán vegna þeirra eru 210 þús. kr. Vatnsvirkjun Sumarið 1985 réðst hreppurinn í vatnsvirkjun í Garðá við Skjöldólfs- staði fyrir Skjöldólfsstaðaskála i félagi við ábúendur á Skjöldólfs- stöðum I. Virkjunin tók til starfa um miðjan desembersl. Stöðvarhúsið stendur um 100 m frá skóla- byggingunni. Fallhæð er um 200 metrar. Rafstöðin geturframleitt 80 kW, en ekki þurfti nema 70 kW til þess að fullnægja orkuþörf beggja aðila sl. vetur. Kostnaður við þessa fram- kvæmd var 2.149.000 kr., sem skiptist milli virkjunaraðila á þann hátt, að býlið Skjöldólfsstaðir I greiðir 40%, en hreppurinn 60%. Við bætist kostnaður við raflögn úr stöðvarhúsi í skólann og við breyt- ingar þar, samtals um 180.000 kr. Kostnaðarhlutdeild Jökuldals- hreþps var alls 1.469.000 kr., og fékkst lán úr Lánasjóði kr. 750.000,- til fimm ára, og skipti það sköþum um, að þetta var fram- kvæmanlegt fyrir hreppinn. Orkukaup hreppsins fyrir skól- ann fyrir utan skólastjóraíbúð voru á árinu 1985 230.000 kr., en vextir og afborganir af Lánasjóðsláninu í ár eru 225.000 kr. Nú fær skóla- stjóraíbúðin orku frá virkjuninni. Fræöslumálin Stærsti útgjaldaliður Jökuldals- hrepps eru fræðslumálin og viðhald gamla barnaskólahússins, sem erfráárinu 1946.Áárinu 1985 nam þessi kostnaðarliður 733 þús. krónum, og að auki var rekstrar- kostnaður vegna Brúarássskóla vegna 7. og 8. bekkjargrunnskóla- námsins 130 þús. kr., en á árinu 1980 tók hreppurinn þátt í að byggja í Brúarási heimavistar- skólahús með tveimur öðrum hreppum, Hlíðarhreppi og Tunguhreppi. Lokagreiðslatil þess var á árinu 1985 170 þús. krónur. Útsvarsgjaldendur í Jökuldals- hreppi á árinu 1985 voru 112 að tölu, en íbúatala hreppsins hinn 1. desembersl. 169. Vikingur Gislason Frá Höföahreppi Skagaströnd heiti bærinn Heiti þéttbýlisins i Höfðahreppi við austanverðan Húnaflóa hefur verið nokkuð á reiki. í Símaskrá og víðar er notað nafnið Skagaströnd, en Höfðakaupstaður í gömlum lögum og viðar i skjölum hins opin- bera og í hátíðlegu máli. Samhliða sveitarstjórnarkosn- ingunum 31. maí sl. ákvað hrepps- nefnd Höfðahrepps að leita álits ibúannaáþví, hvaðanafnþeirvildu láta nota um þéttbýlið. Úrslitin urðu ótvíræð. Af 301, sem greiddi at- kvæði um þetta efni, vildu 211 kalla þéttbýlisstaðinn Skagaströnd, 27 vildu halda heitinu Höfðakaup- staður, en 60 vildu halda óbreyttri skipan, þ.e. að hvorttveggjanafnið væri notað eftir hentisemi hversog eins. Þrír seðlar voru ógildir. Hreppsnefnd Höfðahrepps hefur á fundi ákveðið í Ijósi at- kvæðagreiðslunnar, að Skaga- strönd verði aðalnafnið á staðnum, en nafnið Höfðakaupstaður verði þó notað innan sviga á landa- bréfum og á opinberum skjölum. Þykir þvi einsýnt, að natmð Skagaströnd verði héreftir aðal- lega notað um byggðarlagið, en minna má á ákvæði 4. gr. nýsettra sveitarstjórnarlaga varðandi nafn- breytingu sveitarfélaga. 258 SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.