Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1991, Síða 7

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1991, Síða 7
FULLTRÚARÁÐSFUNDIR Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi, og Jóna ósk Guöjónsdóttir, torseti bæjarstjórnar í Hafnartiröi. Jóhanna Siguröardóttir, félagsmálaráöherra, og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaöur sambandsins. auki sveitarfélaganna vegna upptöku viröisauka- skatts dregiö úr þeim ávinningi. Jöfnunarsjóöur sveitarfétaga gegnir nú enn mikil- vægara hlutverki en áður í aöstöðujöfnun milli sveit- arfélaganna varöandi tekjuöflun, aöstöðu til aö veita þjónustu og stofnframkvæmdir. Standa veröur vörö um hlutverk sjóðsins til að jafna aöstööu til búsetu í landinu. Þrátt fyrir nýsett lög um tekjustofna sveitarfélaga, er nú fyrir frumkvæöi ríkisvaldsins sett á stofn nefnd til aö endurskoöa þá löggjöf, einkum meö tilliti til nýrra hugmynda og tillagna um skattlagningu at- vinnulífs. Af þessu tilefni leggur fulltrúaráösfundurinn ríka áherzlu á, aö eftirfarandi atriði verði höfö aö leiðar- Ijósi í starfi nefndarinnar: 1. Tekjur sveitarfélaganna veröi ekki skertar og þeim veröi jafnframt tryggöar auknar tekjur til aö mæta nýjum verkefnum. 2. Sveitarfélögin hafi áfram fullt sjálfræði um nýt- ingu tekjustofna sinna og einstakur atvinnurekstur njóti ekki lögbundinna undanþága. 3. Skattheimta á einstaklinga veröi ekki aukin í staö skattlagningar sveitarfélaga á atvinnulífiö. Fulltrúaráðiö vekur athygli landsmanna á því, aö sveitarfélögin þurfa á næstu árum aö takast á viö ný og mikilvæg verkefni. Kostnaöarauki vegna verkefna á sviöi umhverfismála skiptir milljörðum króna. Einnig er vandséö, aö markmiöum nýsettra laga um leikskóla og grunnskóla veröi náö, nema sveitarfé- lögin fái auknar tekjur. Nauösynlegt er, að tekjur sveitarfélaganna séu í samræmi viö þau verkefni, sem þeim er ætlaö aö sinna, og þýöingarmikiö er, aö ekki sé sífellt veriö að breyta eöa bylta tekjustofnum sveitarfélaga. Slík vinnubrögö skapa öryggisleysi og óvissu í fjárhags- málum sveitarfélaganna og koma í veg fyrir mark- vissa fjármálastjórn þeirra." Reikningar jöfnunarsjóbs birtir Þá var samhljóða samþykkt tillaga, sem Þráinn Jónsson, oddviti Fellahrepps, flutti svohljóðandi: „Fundur fulltrúaráðs Sambands íslenzkra sveitar- félaga, haldinn í Hafnarfirði 5. apríl 1991, beinir þeim tilmælum til stjórnar sambandsins, aö hún beiti sér fyrir því, að reikningar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga veröi birtir árlega og aö í þeim komi fram þau fram- lög, sem hvert sveitarfélag hefur fengiö úr sjóönum. Einnig komi fram, hve há fjárhæð er á hvern íbúa hvers sveitarfélags af: 1. stofnframlagi 2. tekjujöfnunarframlagi 3. þjónustuframlagi 4. sérstökum framlögum Einnig veröi gerö grein fyrir úthlutunarreglum sjóösins og breytingum á þeim miöaö viö sföasta reikningsár. “ 69

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.