Sveitarstjórnarmál - 01.04.1991, Qupperneq 11
ÝMISLEGT
Frekari nýting orkulinda
Markmiöum sínum hyggst ríkis-
stjórnin ná m.a. með því að Ijúka
samningum um álver á Keilisnesi
og áætlun um frekari nýtingu orku-
linda landsins, með uppskurði á
ríkisfjármálum til þess að stöðva
hallarekstur, skuldasöfnun og út-
gjaldaþenslu, með því að lækka
ríkisútgjöld og bjóða út verkefni í
ríkisrekstri.
Fjórhagsstaða byggingasjóð-
anna styrkt
Ríkisstjórnin hyggst treysta
hvort tveggja í senn, sjálfseignar-
stefnu í húsnæðismálum og upp-
byggingu félagslegra íbúða. Hús-
bréfakerfið verður fest í sessi og
jafnvægi komið á á húsbréfamark-
aði með því að draga úr óhóflegri
lánsfjárþörf ríkisins. Fjárhagsstaða
opinberu byggingasjóöanna verð-
ur styrkt. Ennfremur segir, að
húsaleigulög veröi endurskoðuð,
framboð aukið á leiguhúsnæði og
aðstoö veitt til að draga úr hús-
næðiskostnaði leigjenda. Banka-
kerfið veröi nýtt til aö færa þjón-
ustu við íbúðakaupendur nær
þeim í heimabyggð. Fylgt verði
eftir áætlun um bætta húsnæðis-
aðstöðu og þjónustu við aldraða
og fatlaða.
Forræbi eigin móla flutt i
heimabyggð
Svofelldan kafla er að finna um
byggðamál í stefnuyfirlýsingunni:
,,/Weð aögeröum í atvinnu- og
samgöngumálum veröl þjónustu-
og vaxtarsvæöi á landsbyggöinni
styrkt. Dregiö veröur úr miöstýr-
ingu og forræöi eigin mála flutt í
heimabyggö. Unniö veröur aö
sameiningu sveitarfélaga í sam-
starfi viö þau. Lífskjör veröa jöfn-
uð, m.a. meö lækkun húshitunar-
kostnaðar, þar sem hann er
mestur. “
Dregib úr miðstýringu í
skólakerfinu
Dregiö verður úr miöstýringu í
skólakerfinu og áherzla lögð á
starfs- og endurmenntun og öllum
tryggt tækifæri til menntunar við
sitt hæfi til að búa æsku landsins
undir fjölbreytt framtíðarstörf.
Aukið sjólfstæði heilsugæzlu-
stofnana
Þá hyggst ríkisstjórnin styrkja
forvarna- og fræðslustarf í heil-
brigðismálum, sem og varnir gegn
vímuefnum og umferðarslysum.
Hún vinnur að endurskipulagn-
ingu á starfsemi sjúkrahúsa og
lyfjadreifingu og eykur sjálfstæði
SAMLÍMDAR
ÞAK-OG
VEGGEININGAR
FRYSTI- OG KÆLIKLEFAR
EINANGRAÐAR HURÐIR
Viö hjá Yleiningu hf. framleiöum samlímdar
þak- og veggeiningar úr ýmsum efnum, t.d. timbri,
krossviði, steinull, stáli og polyureþani.
Einnig framleiðum við frysti- og kæliklefa ásamt
einangruðum hurðum.
%
M
Yleining
SKRIFSTOFA:
Ármúla 11, 108 Reykjavlk.
,Sími:|(91)|687230. Fax: (91) 687252.
VERKSMIÐJA:
Reykholti, Biskupstungum, 801 Selfoss.
Sími: (98) 68700. Fax: (98) 68701.
73