Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1991, Page 12

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1991, Page 12
ÝMISLEGT heilsugæzlu- og sjúkrastofnana. Hún mun styöja einstaklinga og félög í baráttu gegn landeyðingu og fyrir gróöurvernd, setja lög um eignarhald á orkulindum og al- menningum og um afnotarétt al- mennings. Þátttaka í Evrópusamstarfi Ríkisstjórnin hyggst semja um þátttöku íslendinga I Evrópska efnahagssvæðinu til þess aö tryggja hindrunarlausan aögang sjávarafuröa aö Evrópumörkuðum án þess að gefa eftir forræöi yfir íslenzkri fiskveiðilögsögu í skiptum fyrir aögang aö mörkuðum. Hún vill, aö íslendingar verði á for- dómalausan hátt þátttakendur í hinni miklu umsköpun í átt til frels- is, sem nú setur svip sinn á þróun stjórnmála í Evrópu. Aö öðru leyti leggur hún m.a. áherzlu á þátt- töku íslands í norrænu samstarfi. Á grundvelli stefnuyfirlýsingar- innar, sem hér hefur veriö stiklað á og er í 16 töluliöum, ætlar ríkis- stjórnin aö leggja fyrir Alþingi í haust starfsáætlun, þar sem Itar- leg grein veröur gerö fyrir þeim verkum, sem hún ætlar aö Ijúka á kjörtímabilinu. Bragi Guðbrands- son aðstoðarmaður félagsmálaráðherra Bragi Guö- brandsson, fé- lagsmálastjóri í Kópavogi, hefur veriö ráöinn aö- stoöarmaður Jó- hönnu Sigurðar- dóttur, félags- málaráðherra, en Grétar Guömundsson, sem gegnt hefur starfinu frá 1. nóv. 1989, hverfur til starfa sem starfsmanna- og skrifstofustjóri hjá Húsnæöis- stofnun ríkisins, þar sem hann áöur haföi starfaö. Bragi er fæddur I Reykjavík 23. september 1953, lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1973 og prófi í félags- fræöi frá háskólanum í Kantara- borg í Englandi 1976. Hann hefur verið félagsmálastjóri í Kópavogi frá árinu 1982, en áöur haföi hann kennt viö Menntaskólann í Reykjavík og sem stundakennari viö Háskóla íslands til 1978, er hann varö kennari viö Menntaskól- ann viö Hamrahlíð. Hann hefur starfaö að rannsóknarverkefnum á vegum heilbrigöismála-, iðnaðar- og félagsmálaráöuneytisins og í nefndum, þar á meöal sem ritari í staðarvalsnefnd um iönrekstur, sem fjallaði um staöarval álvers á árunum 1980 til 1982, og frá árinu 1988 í nefndinni, sem samdi frum- varp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga. Bragi er kvæntur Árdísi Ólafs- dóttur, hjúkrunarfræðingi, og eiga þau þrjú börn. , SET FRÁRENNSLISRÖR • Engin veggþynning í múffu og fullkomin þétting með tvöföldum láshring tryggir öruggan frágang. • Jarðvegslagnir PVC 100 mm, 150 mm og nú einnig 200 mm. • Innanhússlagnir Pp 40 mm, 50 mm, 70 mm og 100 mm. • Bjóðum einnig tilheyrandi tengistykki. Eyrarvegi 43, 800 SELFOSS Pósthólf 83, sími 98-22700, Fax: 98-22099. 74

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.