Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1991, Page 16

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1991, Page 16
JAFNRÉTTI blettirnir" hverfa aö því er varðar kaupstaði, þ.e. sveitarstjórnir án kvenna, en þeir eru enn fyrir hendi meöal kauptúnahreppa og annarra hreppa. i bók sinni „Nú er kominn tími til“ talar Dahlerup um svörtu blettina meðal sveitarstjórna, og á hún þá við bæi eöa hreppa, þar sem engar konur eru í sveitarstjórninni.21 Hlutur kvenna hefur aukizt í allt að þrjátíu prósent, en 1986 voru enn nokkrir svartir blettir, þ.e.a.s. nokk- ur bæjarfélög án kvenna. Eftir kosningarnar 1986 voru fjögur bæjarfélög, eða 17,4% bæjarfélaga, án kvenna. Eftir kosningarnar 1990 hurfu svörtu blettirnir meðal kaupstaða, en ekki meðal kauptúnahreppa né hreppa, þar sem 26% kauptúnahreppa og 37% ann- arra hreppa voru án kvenna í hreppsnefndum. Töl- urnar í meðfylgjandi töflum segja til um mismunandi fjölda kvenna í bæjarfélögum, þ.e. hversu margir kvenfulltrúar eru. Reykjavík og Kópavogur skera sig úr, Akureyri fær ekki kjörinn kvenfulltrúa fyrr en árið 1970 eftir langt hlé. Tilgreina má Akranes fyrir þá sérstöðu, að fyrsta konan á þessu tímabili er kjörin 1982. Ólafsjörður fær sinn fyrsta kvenfulltrúa 1978, og margir kauptúna- hreppar og aðrir hreppar fá sína fyrstu kvenfulltrúa í kosningunum 1982, 1986 og 1990. Viö athugun á kaupstööum, þar sem bornir voru fram kvennalistar á árunum 1908 til 1922, þ.e. á Akureyri, á Seyðisfirði og í Reykjavík, kemur í Ijós, að þátttaka kvenna festist ekki i sessi, nema í Reykjavík. Á Akureyri fékk kvennaframboðið eina konu kjörna 1911 og aftur eina konu 1921, og á Seyöisfiröi fékk kvennaframboðið eina konu kjörna 1910. Akureyri og Seyöisfjöröur virðast ekki skera sig úr frá öörum bæjum að því er varðar þátttöku kvenna í bæjarstjórnum. Reykjavík hefur frá þeim tíma, sem framboð kvennalista kom fram árið 1908, haft sérstöðu að því er varðar hlut- deild kvenna, þar sem hlutdeild kvenna hefur verið mun meiri en í öðrum kaupstöðum, oftast milli 10 og 20%, stundum farið neðar en 10% og ofar en 20%. Viö athugun á kaupstöðum kemur i Ijós, að mjög mikill munur er á hlutfalli frambjóðenda og kjörinna fulltrúa. Þegar framboð kvenna er milli 20 og 30%, er fyrst von til, að ein kona verði kjörin. Þegar framboö kvenna er um og yfir 40%, er mögulegt, að tvær til þrjár konur nái kjöri, og eru konur þá tæp 20% kjör- inna fulltrúa. Frá og meö kosningunum 1970 kemur í Ijós, að svipað hlutfall er á framboði kvenna og kvenna í varasætum. Þaö á ekki við um kjörna kven- fulltrúa, þar sem töluvert vantar upp á samræmi milli framboöshlutfalls kvenna og kjörinna kvenfulltrúa. Það viröist vera regla, að framboöshlutur kvenna þarf aö vera mun meiri en hlutur kjörinna kvenna, því að- eins i undantekningartilfellum er hlutur kjörinna kvenna svipaður og framboðshlutfallið. [ bæjarstjórnarkosningunum 1986 jókst hlutur kvenna á framboðslistum töluvert, en einnig fjölgaði kjörnum kvenfulltrúum verulega, þ.e. úr 19,3% 1982 Árið 1986 Alls Fr. Kj. Konur Fr. % Kj. % Vm. % Áriö 1990 Alls Fr. Kj. Konur Fr. % Kj. % Vm. % Reykjavik 180 15 98 (54,4) 6 (40,0) 7 (46,7) Reykjavík 221 15 111 (52,9) 7 (46,6) 8 (53,3) Kópavogur 110 11 45 (40,1) 4 (36,4) 5 (45,5) Kópavogur 110 11 64 (58,2) 4 (36,4) 4 (36,4) Seltjarnarnes 42 7 17 (40,5) 3 (42,8) 4 (57,1) Seltjarnarnes 28 7 11 (39,3) 5 (71,4) 2 (28,6) Garöabær 63 7 25 (39,7) 3 (42,8) 1 (14,3) Garðabær 42 7 18 (42,9) 4 (57,1) 1 (14,3) Hafnarfjöröur 176 11 88 (50,0) 4 (36,4) 5 (45,4) Hafnarfjörður 88 11 41 (46,6) 3 (27,0) 5 (45,4) Mosfellsbær 28 7 13 (46,4) 3 (42,9) 3 (42,9) Grindavlk 56 7 15 (26,8) 0 (0,0) 4 (57,1) Grindavík 88 7 20 (22,7) 1 (14,3) 3 (42,9) Keflavík 108 9 42 (38,9) 2 (22,2) 4 (44,4) Keflavík 72 9 24 (33,3) 4 (44,4) 3 (33,3) Njarövík 74 7 19 (25,7) 0 (0,0) 2 (28,6) Njarðvík 56 7 18 (32,1) 2 (28,6) 3 (42,9) Akranes 82 9 31 (37,8) 2 (22,2) 2 (22,2) Akranes 72 9 33 (45,8) 3 (33,3) 5 (55,6) Borgarnes 70 7 27 (38,6) 2 (28,6) 3 (42,9) Ólafsvík 70 7 25 (35,7) 0 (0,0) 3 (42,9) Ólafsvík 70 7 23 (32,9) 1 (14,3) 1 (14,3) Stykkishólmur 28 7 11 (39,3) 2 (28,6) 3 (42,9) Bolungarvik 70 7 20 (28,6) 1 (14,3) 3 (42,9) Bolungarvík 42 7 17 (40,5) 1 (14,3) 3 (42,9) ísafjöröur 72 9 24 (33,3) 4 (44,4) 2 (22,2) isafjörður 108 9 49 (45,4) 4 (44,4) 1 (11,1) Blönduós 42 7 15 (35,7) 2 (28,6) 1 (14,3) Sauöárkrókur 108 9 36 (33,3) 2 (22,2) 3 (33,3) Sauðárkrókur 46 9 16 (34,8) 3 (33,3) 1 (11.D Siglufjörður 81 9 28 (34,6) 3 (33,3) 3 (33,3) Siglufjöröur 72 9 22 (30,6) 2 (22,2) 2 (22,2) Ólafsfjörður 28 7 10 (35,7) 1 (14,3) 4 (42,9) Ólafsfjöröur 28 7 13 (46,4) 2 (28,6) 5 (71,4) Dalvík 42 7 18 (42,8) 3 (42,9) 3 (42,9) Dalvík 56 7 20 (35,7) 1 (14,3) 1 (14,3) Akureyri 110 11 40 (36,4) 4 (36,4) 5 (45,5) Akureyri 132 11 66 (50,0) 4 (36,4) 5 (45,5) Húsavík 90 9 36 (40,0) 4 (44,4) 2 (22,2) Húsavík 72 9 26 (36,1) 2 (22,2) 4 (44,4) Seyöisfjöröur 87 9 39 (44,8) 3 (33,3) 5 (55,6) Seyðisfjörður 54 9 22 (40,7) 4 (44,4) 4 (44,4) Neskaupstaöur 72 9 32 (44,4) 4 (44,4) 2 (22,2) Neskaupstaður 54 9 22 (40,7) 3 (33,3) 4 (44,4) Egilsstaðir 56 7 21 (37,5) 2 (28,6) 2 (28,6) Eskifjörður 77 7 22 (28,6) 0 (0,0) 4 (57,1) Eskifjörður 77 7 32 (41,6) 1 (14,3) 2 (28,6) Höfn 72 7 14 (19,4) 1 (14,3) 3 (42,9) Vestmannaeyjar 81 9 26 (32,0) 2 (22,2) 3 (33,3) Vestmannaeyjar 81 9 26 (32,0) 1 (11.1) 6 (66,7) Selfoss 108 9 52 (48,1) 3 (33,3) 5 (55,6) Selfoss 108 9 52 (48,1) 3 (33,3) 5 (55,6) Hveragerði 28 7 10 (35,7) 3 (42,9) 2 (28,6) Alls 1987 201 798 (40,1) 58 (28,8) 80 (39,8) Alls 1987 201 798 (40,1) 80 (32,0) 95 (38,0) 78

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.