Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1991, Side 17

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1991, Side 17
JAFNRÉTTI í 28,8% 1986. Hlutfall varakvenna hélzt svipaö á milli kosninganna. [ kosningunum 1990 var svipað hlutfall frambjóöenda, eins og áður sagði, og lítils háttar aukning kjörinna fulltrúa og örlítil fækkun meöal kven- varamanna. Timabilið frá kosningunum 1982 ein- kennist af því, að hlutfall varakvenna stendur í stað og er í kringum 40%. Má segja, að það teljist eðlileg skipting kynjanna, ef miðað er við 40% lágmark og 60% hámark á samsetningu kynja. Kjörnum kvenfull- trúum fjölgar í þá átt aö ná svipuðu hlutfalli og kven- frambjóðendur, en töluvert vantar enn á, að það náist. Þróunin hér á eftir öörum Noröurlöndum Samkvæmt framanrituðu var hlutdeild kvenna í sveitarstjórnum á íslandi árið 1960 aðeins um 1%, fer síöan hægfara vaxandi í 2,4% árið 1970, en vex síöar örar í 13% árið 1982 og f tæp 23% 1990. Annars staðar á Noröurlöndunum var hlutdeild kvenna 6% áriö 1960, vex hægt í 10% árið 1970, en síðan örar í allt að 30% um 1980. Á áratugnum 1980-1990 var hlutdeild kvenna orðin öðrum hvorum megin við 30% annars staðar á Norðurlöndum.31 Þannig hefur þróunin á íslandi verið talsvert á eftir þróuninni annars staðar á Norðurlöndunum. Árið 1990 var hlutur kvenna í stjórnum bæja 32,4%, kauptúnahreppa 26% og annarra hreppa 21%. Konur áttu sæti í stjórnum allra kaupstaða, en 26% hreppsnefnda kauptúnahreppa og 37% annarra hreppa eru án kvenna. Þannig hafa konur náð áber- andi meiri árangri í bæjum en f hreppum. Þótt hlutfall kvenna í sveitarstjórnum hafi vaxið á síðari árum, er Ijóst, að sé miðað við, að „eðlileg skipting milli karla og kvenna sé 40% og 60%, þá er þörf á auknu átaki til þess að auka þátttöku kvenna í stjórnum bæja, kauptúnahreppa og sérstaklega ann- arra hreppa. 1) Konur í sveitastjórnum, Stefanía Traustadóttir. 2) Nú er kominn tími til, Drude Dahlerup. 3) Nú er kominn tími til, Drude Dahlerup og tölur frá Jafnréttisráöi (Greinin er kafli úr BA-ritgerð höfundar.) ÍSLAND í TÖLUM Veiztu . - hve margir fœðast á ári hverju? - hve margir eru utan þjóðkirkjunnar? - hverjar lífslíkurnar eru og úr hverju menn deyja? - hvort atvinnuleysi var meira á Suðurnesjum en á Vestfjörðum sl. áratug? - hvað landinn borðar mörg kíló afkjöti á ári? - hversu mörg dagsverk eru unnin á togaraflotanum á ári? - hve þungt olían vegur í orkunotkun landsmanna? - hversu margir bílar eru á hverja 1000 ístendinga? - hver er nýting gistirýmis ogfrá hvaða löndum gestirnir eru? - hver hefur verið þróun launa, verðlags og tekna? - hversu mikið Islendingar skulda erlendis? - hve miklum hluta þjóðarútgjalda er varið til neyzlu? - hvernig peningum er varið í heilbrigðis- og félagsmálageiranum? - hversu margir eru íframhaldsskólum? - hve kjörsókn í alþingiskosningum hefur verið mikil? Svörin við þessum spurningum og ótal fleiri er að fínna í ritinu Landshagir 1991 Ritið er til sölu í afgreiðslu Hagstofunnar, Skuggasundi 3, sími 91-609860 og 91-609866, bréfasími 91-623312.Verð 2.000 kr. Hagstofa íslands 79

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.