Sveitarstjórnarmál - 01.04.1991, Síða 18
MENNINGARMÁL
Fornleifaskráning
og fornleifavernd
Guðmundur
Ólafsson,
deildarstjóri
fornleifadeildar
Þjóðminjasafns
íslands
Sagt er, aö hver einn bær eigi sína sögu. Því miöur
hafa menn sjaldnast gert sér grein fyrir því, aö sú
saga geti verið eitthvaö annað og meira en þaö, sem
ritað er um bæinn í fornsögunum eða öðrum rituðum
heimildum. Sjaldan er hugað að því, að bæjarhólar,
byggingaleifar og aðrar fornleifar geyma í jörðu e.t.v.
mestu og beztu heimildir um sögu, þróun og mannlíf
hvers einasta býlis í landinu.
Á undanförnum áratugum hefur fjöldi minja horfið
vegna uppblásturs (1. mynd), nýbygginga, vega-
gerðar, jarðabóta og annarra verklegra framkvæmda.
Stórvirkar vélar sópa burt öllu, sem fyrir verður. Þan-
nig getur grunnur aö nýju húsi, sem grafinn er ofan í
fornan bæjarhól, í einu vetfangi afmáð margra alda
byggðasögu býlisins. Minjar, sem þannig fara, eru
að eilífu glataðar, ásamt öllum þeim heimildum, sem
þær höfðu að geyma. Þegar skaðinn er orðinn, verö-
ur ekki sagt til um, hvort þar hafi farið forgörðum
merkilegar minjar. Til skamms tíma hefur verið tekið
fremur lítið tillit til minja- og heimildagildis fornleifa í
sambandi við skipulag og framkvæmdir. Þessu þarf
aö breyta. í jöröu eru varðveittar ómetanlegar menn-
ingarsögulegar heimildir, sem óheimilt er aö hrófla viö
nema meö leyfi fornleifanefndar.
Mikilvæg forsenda fyrir því, að hægt sé að vernda
fornleifar landsins, er aö fá glöggt heildaryfirlit yfir,
hvers konar minjar eru enn til í landinu, hvar þær eru,
gerð þeirra, aldur, minjagildi og fleira. Fornleifaskrán-
ing er skilvirkasta aöferðin til þess aö veita þessar
upplýsingar og koma í veg fyrir óþarfa eyöileggingu á
fornleifum.
Ný þjóðminjalög
Hinn 1. janúar sl. öðluðust gildi ný þjóðminjalög nr.
88/1989. Nokkur ákvæöi hinna nýju laga snerta sér-
staklega sveitarfélögin í landinu. Mikilvægast er, aö
friðunarákvæöi hafa verið aukin verulega, þannig að
allar fornleifar, 100 ára og eldri, eru nú friðhelgar.
Einnig skal vakin athygli á ákvæði 17. gr. laganna
um fornleifaskráningu, en þar segir m.a.: „Skytt er, að
fomteifaskráning fari fram á skipulagsskyldum svæð-
um, áður en gengið er frá skipulagi eða endurskoðun
þess."
Upphaf skipulegrar fornleifaskróningar
Segja má, að skipuleg skráning fornleifa á vegum
Þjóðminjasafnsins hefjist ekki fyrr en árið 1980 í Mos-
fellshreppi. Reyndar hafði verið hafizt handa um að
friðlýsa minjar á fyrri hluta aldarinnar, en þá var að
mestu stuðzt viö ritaöar heimildir og lýsingar kunn-
ugra á stöðunum. Um skráningu í tengslum við
skipuiega vettvangskönnun var sjaldnast að ræða.
Þörfin fyrir fornleifaskráningu hefur fariö vaxandi
með hverju ári, sem liðið hefur, og er nú svo komiö,
að hún er orðin eitt albrýnasta verkefni fornminjavörzl-
unnar.
Tilgangur
1. Megintilgangur fornleifaskráningar er að afla
grunnupplýsinga um staðsetningu, tegund og
fjölda fornleifa á hverju svæði.
2. Sérhver rúst á sér sögu og efnahagslegar forsend-
ur. Heildarskráning fornleifa er nauðsynleg úttekt
á þeim merkilega og lítt kannaða menningararfi,
sem fólginn er í jörðu. Fornleifaskráning er því
mikilvæg heimild um byggöarsögu og getur m.a.
sýnt, hvað dæmigert var fyrir þróun húsagerðar,
búskaparhætti og landnýtingu á viökomandi
svæði eöa hvaö skilur það frá öörum svæðum í
þessum efnum.
1. mynd. Forn bæjarhóll, sem er aö blása upp, þar sem áöur var
býliö Merkihvoll í Landmannahreppi.
80