Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1991, Qupperneq 23

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1991, Qupperneq 23
SKJALAVARZLA Gunnar Björnsson aö störfum á Borgarskjalasafni Reykjavíkur, en hann hefur umsjón meö lesstofu og afgreiöslu safnsins. Reglugerð um bókhald Arið 1982 setti fjármálaráðherra reglugerð um bókhald nr. 417/ 1982. í henni er heill kafli, sem fjallar um geymslutíma skjala, og er í honum að finna helztu regl- urnar, sem Islendingar hafa í sam- bandi við geymslutíma skjala. Þar er um að ræða 12. og 13. gr. í III. kafla. Í12. grein segir: „Bókhaldsskyldum aðila er skylt að geyma allar þær bækur, sem fyrirskipaðar eru í lögum um bók- hald, ásamt fylgiskjölum bók- haldsins og þeim bréfum og sím- skeytum og samritum bréfa og símskeyta er varða atvinnu hans, í 7 ár frá því sfðast er ritað í bæk- urnar og bréfin eða símskeytin móttekin eða send. Sami geymslutími gildir um laus kort, blöð, örfilmur, hjálpargögn, yfirlit, skriflegar lýsingar, afstemm- ingargögn, strimla, staðgreiðslu- sölulista og staðgreiðslusöluyfirlit og önnur bókhaldsgögn, sem fjallað er um f bókhaldslögum og reglugerð þessari. Þegar fylgiskjöl og gögn eru mynduð á örfilmu, sbr. 13. gr. þessarar reglugeróar, er þó nægi- legt að samanlagður geymslutími frumgagna og filmu sé ekki skemmri en 7 ár. Efnahagsbók skal þó ætíð varð- veita í 25 ár. “ í 13. grein er síðan lýst ná- kvæmlega reglum og skilyrðum í sambandi við myndun gagna á örfilmu, svo sem hvenær hún er heimil og hvernig hún skuli fram- kvæmd. Skráning og meðferð persónuupplýsinga Ein lög í viðbót, sem fjalla um meðferð, vörzlu og eyðingu per- sónuupplýsinga, eru lög um skráningu og meðferð persónu- upplýsinga, en þau eru nr. 121 frá 1989. í 1. gr. laganna kemur fram, að lögin taka til hvers konar kerfis- bundinnar skráningar og annarrar meðferðar á persónuupplýsing- um. Þau eiga við hvort sem skrán- ingin er vélræn eða handunnin, og er rétt að vekja athygli á því. Lögin taka til skráningar af hálfu at- vinnurekenda, fyrirtækja, félaga, stofnana og til skráningar á vegum opinberra aðila. í 1. gr. kemur einnig fram, að með kerfisbundinni skráningu upplýsinga sé átt við söfnun og skráningu ákveðinna og afmark- aðra upplýsinga í skipulags- bundna heild. Með persónuupp- lýsingum er átt við upplýsingar, sem varða einkamálefni, fjárhags- málefni eða önnur málefni ein- staklinga, stofnana, fyrirtækja eða annarra lögpersóna, sem sann- gjarnt er og eðlilegt, aö leynt fari. I 4. gr. lagannna er tekið fram, hvaða upplýsingar er óheimilt að skrá. I III. og IV. kafla laganna er fjallað um aðgang að skráðum upplýsingum og um rétt skráðra aðila til þess að fá vitneskju um, hvaða upplýsingar eru skráðar um þá sjálfa. Hér verða lögin hins vegar ekki rakin í heild, heldur einkum tekið út það, sem viðkemur varðveizlu og eyðingu upplýsinga. í 27. gr. laganna segir, að kerf- isbundin söfnun og skráning per- sónuupplýsinga hér á landi til geymslu eða úrvinnslu erlendis sé óheimil, en þó geti tölvunefnd heimilað hana, ef sérstaklega stendur á. í IX. kafla er síöan sérstaklega fjallaö um skráningu upplýsinga og varðveizlu þeirra. Þar kemur fram í 28. gr., að beita skuli virkum ráðstöfunum, sem komi i veg fyrir, að upplýsingar séu misnotaðar eða komist til óviðkomandi manna. Þannig á að afmá upplýsingar, sem vegna aldurs eða af öörum ástæöum hafa glatað gildi sínu miöað við það hlutverk, sem skrá er ætlað að gegna. Skrár, sem sí- fellt eru í notkun, skulu geyma upplýsingar, sem á hverjum tíma eru réttar, en úreltar upplýsingar skal afmá. Hins vegar er tekið fram, að tölvunefnd getur leyft, að afrit eða útskriftir úr skrám verði varðveittar í Þjóðskjalasafni eða öðrum skjalasöfnum með nánari ákveðn- um skilmálum. í 24. gr. er fjallað um meðferð og varðveizlu á gögnum, sem verða til við markaös- og skoðanakannanir, og í 25. gr. segir, að dómsmála- ráðherra geti í reglugerð sett nán- ari ákvæði um vörzlu og meðferð tölvugagna hjá þeim, sem annast tölyuþjónustu fyrir aðra. í X. kafla kemur fram, aö tölvu- nefnd hefur eftirlit meö fram- kvæmd laga þessara og að vegna eftirlitsstarfa sinna hefur tölvu- nefndin og starfslið hennar að- gang án dómsúrskurðar að hús- 85
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.