Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1991, Blaðsíða 26

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1991, Blaðsíða 26
VATNSVEITUR Nýr vatnsmiðlunargeymir á Höfn Sturlaugur Þorsteinsson, bæjarstjóri Hinn 8. febrúar 1991 var nýr vatnsmiölunargeymir vígöur á Höfn í Hornafiröi. Veröur hér á eftir greint lítillega frá sögu vatnsveitu á Höfn og byggingu hins nýja vatnsmiðlunargeymis. Vatnsöflun hefur frá fyrstu tíð verið erfiö á Höfn, og lengi vel var notaö vatn úr brunnum, sem grafnir voru víöa í bæjarstæöinu. Þórhallur Daníelsson, kaupmaö- ur, lét víöa leita að vatni, sem fannst áriö 1911. Þaðan var vatn- inu dælt um leiðslu í geymi á háa- loftinu I kaupmannshúsinu. Sennilega var hér komin fyrsta vatnsdælustöðin og vatnsdreifi- kerfiö á Höfn. í byggðarsögu Hafnar segir m.a.: „Það má segja, að á meðan þorpið var fámennt, væri vatns- þörfinni nokkurn veginn fulinægt með brunnvatninu, en þó ekki betur en svo, að oft þurfti að sækja vatn í tunnum upp í Bergá, um 6 km leið.... Svo þegar fólkinu fjölgaði samfara stórauknum kröf- um um hreinlæti, varð þetta stórt vandamál, sem leysa varð þegar eftir hagkvæmustu leiðum. “ Fyrsta málið á dagskrá fyrsta hreppsnefndarfundar Hafnar- hrepps 17. maí 1946 var vatns- veitumál. Leysa þurfti hin stóru vandamál, sem fyrr er lýst. Kostnaðaráætlanir höföu veriö geröar um vatnsleiðslu frá Grjót- brú, sem er í u.þ.b. 7 km fjarlægö frá bænum, en kostnaöur þótti hins vegar of mikill fyrir lítið sveitarfé- lag. Ákveðiö var að reyna boranir, en byggja samhliöa upp nýtt vatns- dreifikerfi ásamt nýju dæluhúsi og vatnsgeymi, sem reistur var á Fiskhóli. Heildarkostnaður á nú- verandi verölagi var um 18 milljónir króna, sem ekki er lítil upphæö, ekki sízt, þegar tekið er tillit til, að hér voru færri en 400 íbúar. Nýja vatnsveitan tók til starfa 1952, en brunnvatnið þótti ekki gott til brúk- unar. Á árinu 1956 var því tekin ákvöröun um aö leiða vatn ofan úr Grjótbrúarlind í landi Hóla til Hafn- ar. Mikil breyting hlýtur aö hafa orðið á skipan vatnsmála meö þessari nýjung. Tæpum 10 árum síðar, á árinu 1965, var viðbótarvatn tekiö úr Sil- ungakeldum og ný 6“ aðfærsluæð tengd. Þannig óx veitan í takt viö mikla íbúaaukningu og stórauknar kröfur til hreinlætis. Á seinni hluta 8. áratugarins var farið að huga aö enn frekari upp- byggingu veitunnar meö virkjun nýrrar lindar, Hólmslindar, viö Selsmýrarhrygg í Laxárdal. Þar var byggö dælustöð og lögö 12“ plastlögn til Hafnar. Dælustööin í Laxárdal var tekin í notkun áriö 1981. Meö þeirri framkvæmd var bæjarfélaginu tryggt nægjanlegt vatn um langa framtíö og markaði heillaspor í sögu veitunnar. Hólmslindir eru taldar geta gefiö af sér a.m.k. 80 sekúndulítra, en yfirleitt gefa þær af sér um 100 lítra á sekúndu. Neyzlan á Höfn er nú talin vera um 45 sekúndulítrar aö meöaltali. Hámarksnotkun er um 65 l/sek. Vegna mikillar aukningar í vatnsnotkun hefur stundum verið tæpt í vatnsskort á álagstoppum og því vantaö aukna miölun. Nýi vatnsgeymirinn er hannaöur meö það markmið aö geta nýtt vatnslindirnar I Laxárdal aö fullu, þ.e.a.s. aö meöalvatnsneyzlan veröi 80 l/sek. og má samkvæmt því aukast um tæp 80% frá þvl, sem nú er. Þar aö auki er gert ráö fyrir viöbót, 400 m3 öryggisvatni, m.a. til þess að tryggja nægjanlegt Nýi vatnsmiölunargeymirirm á Höfn. 88
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.