Sveitarstjórnarmál - 01.04.1991, Síða 30
STJÓRNSÝSLA
1. mynd. Súluritið sýnir fjölda starfsmanna Rafmagnsveitna rik-
isins annars vegar í Reykjavik (rauöu súlurnar) og hins vegar hjá
rekstrarsvæöunum annars staöar á landinu (grænu súlurnar) i
lok hvers árs á árunum 1986 til 1990 aö báöum árum meötöld-
um. Lengst til hægri er sýnt markmiö Rarik, hvaö varöar fjölda
starfsmanna og skiptingu þeirra milli Reykjavikur og annarra
landshluta.
- Hefur RARIK fært hluta umsvifa sinna út á land upp
á síökastið?
„Rafmagnsveiturnar hafa síðastliðin ár unnið mark-
visst að því að færa verkefni og ábyrgð frá aðalstöðv-
um sínum f Reykjavík til rekstrarsvæðanna á orku-
veitusvæði fyrirtækisins. Um leið hefur starfsfólki
RARIK ( Reykjavík fækkað. (Sjá 1. mynd). Sömuleiðis
hafa Rafmagnsveiturnar unniö að hagræöingu starf-
seminnar, þannig að á sama tíma hefur tekizt að lækka
rekstrargjöld aö raungildi um ca. 12% á sl. fimm árum.
(Sjá 2. mynd). Markmiðiö með þessu er að færa þjón-
ustuna nær viðskiptavinum okkar og sveitarstjórnar-
mönnum, samhliða því að veita sem bezta þjónustu
við sem lægsta verði. Þetta hefur gert Rafmagnsveit-
unum kleift að taka aö fullu þátt í raunlækkun raforku-
verös, þrátt fyrir erfiðan og dýran flutning og dreifingu
rafmagns um landið. Þegar skoðuð er þróun orkuverös
til heimila á síöustu sjö árum, má sjá, aö raforkuverð
RARIK hefur lækkað um allt að 50% að raungildi á
þessum tíma." (Sjá 3. mynd).
- Samt er mikið rætt um lækkun raforkuverös. Er það
raunhæfur möguleiki ( náinni framtið?
„Eins og fram hefur komiö, hefur orðiö mikil raun-
lækkun á raforku á síöustu árum, og munu bæði
Landsvirkjun og dreifiveiturnar reyna að halda þeirri
þróun áfram. Möguleikar dreifiveitnanna til verulegrar
raunlækkunar umfram þá lækkun, sem þegar hefur
orðiö, eru takmarkaðir, enda er raforkuverð á íslandi
meö því allra lægsta, sem um getur í Evrópu. Það, sem
aðallega hefur mætt á viðskiptavinum okkar, er annars
vegar samanburður milli Rafmagnsveitna ríkisins og
Rafmagnsveitu Reykjavíkur og hins vegar jöfnun hús-
hitunarkostnaðar. I fyrra tilvikinu hafa Rafmagnsveitur
ríkisins náð verulegum árangri, en munur á heimilis-
töxtum er nú rúmlega 20%, en 5-15% á iðnaðartöxt-
um, og í sumum tilvikum getur verið um að ræða lægra
verð hjá okkur en hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur.
Varðandi jöfnun húshitunarkostnaöar er það nýjast, að
núverndi ríkisstjórn hefur ákveðið verulega aukningu í
niðurgreiðslum á rafhitun, þannig að markvisst er
10 A6 10A7 1ð AB 10B 9 1090
2. mynd. Breyting á rekstrargjöldum Rarik milli ára frá árinu
1986 til 1990 aö báöum árum meötöldum, miöaö viö láns-
kjaravisitötu.
3. mynd. Breyting á orkuveröi til heimila aö raungildi árin 1984
til 1991 aö báöum árum meötöldum.
92