Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1991, Page 31

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1991, Page 31
STJÓRNSÝSLA stefnt aö jöfnun húshitunarkostnaöar." - Hvernig er uppbyggingu RARIK háttaö? „Aðalskrifstofa fyrirtækisins er í Reykjavík, en rekstr- arsvæöin eru fimm og takmarkast af kjördæmunum. Á Vesturlandi er svæöisskrifstofa í Stykkishólmi, meö útibú í Borgarnesi, í Ólafsvík og í Búöardal. Annaö umdæmi er Noröurland vestra með svæðisskrifstofu á Blönduósi, en útibúum á Hvammstanga, Sauöárkróki og á Siglufirði. Á Noröurlandi eystra er svæðismiðstöð á Akureyri og útibú á Ólafsfirði, Dalvík, Húsavík, Kópaskeri, Raufarhöfn og á Þórshöfn, á Austurlandi er svæðismiöstöö á Egilsstöðum og útibú á Bakkafirði, Vopnafiröi, Borgarfiröi eystra, Seyöisfiröi, Neskaup- stað, Eskifirði, Fáskrúösfirði, Breiðdalsvík, Djúpavogi og á Höfn, og loks er á Suöurlandi svæöismiöstöö á Hvolsvelli og útibú á Kirkjubæjarklaustri, f Vík og á Selfossi. Auk þess heyrir Kjósarveita undir skrifstofuna í Reykjavík." U. Stef. Dreifikerfi Hitaveitu Hafnar selt Sturlaugur Þorsteinsson, bæjarstjóri Á Höfn í Hornafirði er starfrækt fjarvarmaveita, svokölluð R/O- veita, Hitaveita Hafnar, sem hefur verið í eigu bæjarfélagsins og dreift orkunni, en Rafmagnsveitur ríkisins (RARIK) hitað upp vatnið. Þannig hefur veriö tvískiptur rekstur kerfisins. Um sl. áramót var dreifikerfi Hitaveitu Hafnar selt RARIK, og verður greint frá þessum kaupum o.fl. hér á eftir. Sögulegur aðdragandi fjarvarmaveiíunnar Á árinu 1977 var fyrst gerö áætlun um aö reisa kyndistöð á Höfn og nýta orku, sem glataöist í kælivatni og afgasi dísilrafstöðvar RARIK. Ekki er aö undra, þótt slíkar hugmyndir væru skoðaðar, þegar til þess er litiö, aö aöeins einn þriöji hluti olíuorkunnar nýtist til raforkuframleiöslunnar. Meö nýtingu á afgas- og kælivatnsorku var unnt aö nýta um þrjá fjóröu hluta olíuorkunnar í staö þriðjungs. Þaö hlaut því aö vera hagsmuna- mál raforkuframleiöandans aö huga aö fjarvarmaveitu. Þann 4. apríl 1981 var veitan tekin í notkun. Lýsing kerfis RARIK flytur rafmagn á 11 kV spennnu 7 km frá spennistöö aö Hólum. í kyndistöð á Höfn er 6 MW raf- skautsketill og 2,3 MW olíuketill. Dreifikerfið er tvöfalt pípukerfi, framrennslishiti 80°C og bak- rennsli 40°C. Dreifikerfiö hefur veriö lagt um mestallan bæinn, en nokkur hluti bæjarins er kynntur meö raforku og örfá iðnfyrirtæki meö olíu. Tviskiptur rekstur Rekstur flutningslínu frá Hólum og kyndistöövar er í höndum RARIK, en dreifikerfiö var á hinn bóginn rekið af Hitaveitu Hafnar. Ökostur tvískipts reksturs sem þessa felst m.a. í því, hvernig taka á ákvöröun um skiptingu tekn- anna. Ljóst er, aö endanlegur kostnaður neytandans má ekki vera meiri, ef hann væri t.d. meö beina rafhitun. Þannig má segja, að einingarverðið sé fastlagt innan ákveöinna marka. Hvað á orkuframleiðandinn aö fá fyrir sinn snúö? Og hvaö á dreif- ingaraöilinn aö fá? Þrátt fyrir góö samskipti Hita- veitunnar við RARIK, var alltaf ákveðin togstreita um þetta efni, enda erfitt að leggja nákvæmt mat á forsendur. Hitaveitan taldi nauðsynlegt að ná fram lækkun á orkuveröi frá RARIK og fór fram á það, en óskaöi jafnframt eftir því, aö sala dreifikerfisins yröi rædd. Þaö þótti fýsilegur kostur aö láta RARIK um rekstur kerfisins, ekki sízt vegna þess, aö fyrirtækiö hefur þegar á að skipa ágætum vinnu- flokki á Höfn. Starfsmenn RARIK eru sérfræöingarnir í aö dreifa raf- orku. Hvers vegna ekki í formi heits vatns? Bæjarfélagið haföi nokkurt fjár- magn bundið f Hitaveitunni, sem betur er falliö aö verja til annarra nauðsynlegra verkefna. Því var um sameiginlega hagsmuni Raf- magnsveitnanna og bæjarfélags- ins aö ræöa, og gengu samninga- viðræður því eölilega fljótt og vel fyrir sig. Dreifikerfiö var selt fyrir 108,5 millj. kr. Spyrja má, hvort bæjarfélagið sé ekki að gefa eftir vald til aö hafa áhrif á orkuverö bæjarbúa með þessari sölu. Ég tel, aö svo sé ekki í raun. Þegar heildarkerfiö er skoðað, þ.e.a.s. flutningur raforkunnar, upphitun vatnsins og dreifing, sést, aö fyrri tveir liðirnir eru mjög stórir liðir í verömynduninni. Þaö eru þættir, sem Hitaveitan gat ekki haft bein áhrif á. Ekki má heldur gleyma, að stór þáttur í endanlegu orkuveröi til almennings eru niöur- greiöslur iðnaðarráðuneytisins, sem er heldur ekki hægt aö hafa bein áhrif á. Þannig er tiltölulega lítill sveigjanleiki í verömynduninni, þegar upp er staðið. Þegar á heildina er litið, er ég ánægöur meö þessa samninga. Ég er viss um, aö aögeröir sem þessar, þ.e.a.s. aukinn samrekst- ur o.þ.h., veröa, þegar til framtlöar er litiö, heldur til aö lækka orkuverö öllum til hagsbóta. 93

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.