Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1991, Page 34

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1991, Page 34
Jónas Ólafsson, sveitarstjóri, í garöi sínum. Mynd þessa af Þingeyri tók Friörik Löve milli 1870 og 1880. Frá því er sagt, aö Gram, sem var konsúll fyrir Bandarikin, Frakkland og Noreg, hafi haft fjórar fánastangir á húsum s/num og ftaggaö meö fjórum fánum á hátiöisdögum, bandariskum, dönskum, frönskum og norskum. Ovíöa hafa orðið jafn miklar breytingar á einu byggöarlagi á tveimur síðustu áratugum að því er snertir umhverfismál og á Þingeyri við Dýrafjörð. Þar eru allar götur malbikaðar og með steinsteyptum gangstéttum. Á fjörum Dýrafjarðar er hvergi aö sjá svo mikið sem plastbrúsa né pappa- pjötlu, og fagurgrænn trjágróður er aö gera byggðar- lagið aö samfelldum gróðurreit. - Hvernig hafið þiö farið að því aö auka svona mikið gróðurinn á staönum? spurði ég Jónas Ólafsson, sveitarstjóra Þingeyrarhrepps, er við ókum af stað í skoðunarferð um þorpiö. Um leið og hann tekur af stað, svarar hann: „í hreppnum er mikill áhugi á trjárækt og gróðri. Hreppsnefndin lagði sitt af mörkum fyrir einum fimmt- án árum með því að girða þorpiö af og friða það gjör- samlega fyrir ágangi búfjár. Innan þessarar girðingar eru engin skepnuhöld leyfð.“ - Var sauðfé áöur f þorpinu? „Já, í þorpinu voru margir meö skepnur, bæði sauðfé og hesta, en nú hefur þeim verið sköpuð mjög góð aðstaöa utan við þorpið. Er það á hinni gömlu kirkjujörð, Söndum. Hreppurinn á jöröina og úthlutar lóðum bæði þeim, sem eru með sauðfé og hross. Þar hafa hrossaeigendur byggt sér hesthús fyrir sjötíu hesta. Skammt þar frá er skeiðvöllur, og nú eru golf- áhugamenn aö koma sér upp aðstöðu í Meðaldal, þar sem einnig er ágæt aðstaða til útivistar. 96

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.