Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1991, Síða 41

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1991, Síða 41
BÆKUR OG RIT Tólfta fræðslurit sambandsins Nýlega kom út tólfta ritið í röð fræðslurita sambandsins, Fráveitur og sorp. í því eru birt framsöguer- indi, sem flutt voru á ráðstefnu um samnefnt efni, sem haldin var í Borgartúni 6 í Reykjavík 15. og 16. nóvember 1990, en hana héldu sambandið, Hollustuvernd ríkisins og Lagnafélag íslands í samvinnu við Samtök tæknimanna sveitarfé- laga (SATS) og umhverfisráðu- neytið. I ritinu eru birtar undirstöðu- greinar um þá þætti umhverfismál- anna, sem sveitarfélögin hafa með höndum. Fremst eru ágrip af fram- söguerindunum, setningarræða Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, for- manns sambandsins, og ávarp Júlíusar Sólnes, þáv. umhverfis- ráðherra. Ingi U. Magnússon, gatnamálastjóri, og Siguröur Skarphéðinsson, aðstoðargatna- málastjóri í Reykjavík, eiga erindi um ástand og framtíöarlausn frá- veitumála f höfuöborginni, og Þórður Þ. Þorbjarnarson, borgar- verkfræðingur, skrifar um stefnu- mörkun í meðhöndlun sorps og skólps á höfuðborgarsvæðinu. Jó- hann Bergmann, bæjarverkfræð- ingur f Keflavík, á erindi um frá- rennslismál utan höfuðborgar- svæðisins og Jón H. Ásbjörnsson, bæjartæknifræöingur í Mosfells- bæ, framsögu um rotþrær. Þá er erindi Ólafs Péturssonar, forstöðu- manns mengunarvarnadeildar Hollustuverndar ríkisins, um nýju mengunarvarnareglugerðina og kröfur hennar um fráveitur og sorp, og erindi Hilmars Sigurðssonar, verkfræöings hjá Verkfræðistof- unni Hnit hf., um hönnun fráveitu- kerfa með hliðsjón af nýju meng- unarvarnareglugerðinni. Birgir Þórðarson, umhverfisskipulags- fræðingur hjá Hollustuvernd ríkis- ins, ræðir sorphirðu- og endur- vinnslumál, og Pétur K. Maack, prófessor og formaður sorp- og endurvinnslunefndar, gerir grein fyrir tillögum nefndarinnar. Birt eru erindi Einars B. Pálssonar, pró- Fráveitur og sorp Sjmh.ind islcnskrj steilarfélaga 12. rr.oV.luhl IWI fessors, um orðasafn um fráveitur og erindi Kristjáns Ottóssonar, framkvæmdastjóra Lagnafélags íslands, sem kynnti áform um sér- staka lagnadeild á Rannsókna- stofnun byggingariðnaðarins. Þá eru birt framsöguerindi tveggja er- lendra fyrirlesara, en þau voru Lars-Eric Janson, prófessor í Sví- þjóð, sem talaöi um hreinsun skólps og útrásir, og Claudia Jonas frá fyrirtækinu WEDECO í Þýzkalandi, sem talaöi um gerileyðingu skólps með útfjólu- blárri geislun. Loks er birt erindi Sigurbjargar Sæmundsdóttur, deildarsérfræðings f mengunar- vörnum hjá umhverfisráðuneytinu, sem kynnti hlutverk ráöuneytisins á sviði fráveitu- og sorpmála. Aftan við erindin eru birtar niðurstöður umræðuhópa, sem störfuðu á ráð- stefnunni. Þeir voru þrír, og fjallaöi einn þeirra um fráveitur, annar um sorphirðu og sorpeyðingu og sá þriðji um fjármögnun meiriháttar umbóta í sorp- og fráveitumálum. Ritið er 136 bls. að stærö og prentað í A5 broti eins og hin fyrri fræðslurit. Það fæst á skrifstofu sambandsins og kostar 1.000 krónur eintakið. ENDINGARGÓÐAR OG MEÐFÆRILEGAR SORPTUNNUR fyrir heimili og fyrirtæki i i« Þú getur valið úr ýmsum litum, sem til dæmis auðveldar flokkun úrgangs. Viðurkennd þýzk gæðavara! Atlas Borgartúni 24 s: 62 11 55 103

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.