Sveitarstjórnarmál - 01.04.1991, Page 43
HEILBRIGÐISMÁL
Nýja heilbrigðisreglugerðin
nr. 49/1990
og gildistaka bráðabirgðaákvæða hennar
Halldór Runólfsson, deildardýralæknir
Hollustuvernd ríkisins
Hinn 13. ágúst 1985 skipaöi
þáverandi heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra,
Matthías Bjarnason, nefnd til þess
aö endurskoöa heilbrigðisreglu-
gerð nr. 45/1972. í nefndinni áttu
sæti Halldór Runólfsson, deildar-
dýralæknir, Hollustuvernd ríkisins,
sem var formaður nefndarinnar,
Björn Friðfinnsson, þáv. formaður
sambandsins, tilnefndur af stjórn
þess, og Einar Ingi Sigurðsson,
heilbrigðisfulltrúi og framkvæmda-
stjóri Heilbrigðiseftirlits Kópavogs-
svæðis, sem tilnefndur var af Heil-
brigðisfulltrúafélagi Islands. Ritari
nefndarinnar var Kolbrún Haralds-
dóttir, heilbrigðisráðunautur, Holl-
ustuvernd ríkisins.
í upphafi starfs nefndarinnar
lágu fyrir ýmis gögn, svo sem til-
lögur að nýrri heilbrigðisreglugerð
frá Jóni Sigurðssyni, fyrrv. borgar-
lækni, og frumendurskoðun reglu-
gerðarinnar, sem Ingimar Sigurðs-
son, lögfræðingur, hafði gert.
Einnig kallaði nefndin í upphafi
eftir víðtækum upplýsingum frá
innlendum og erlendum aðilum.
Drögin voru send heilbrigðisfull-
trúum og stjórn og sviðum Holl-
ustuverndar rlkisins. Einnig voru
nokkrir kaflar sendir til umsagnar
ýmsum, sem höfðu sérþekkingu á
viðkomandi málum.
Margar gagnlegar umsagnir
bárust, og einnig veitti Þórhallur
Halldórsson, forstöðumaður heil-
brigðiseftirlitssviðs Hollustuvernd-
ar ríkisins, nefndinni mikilvægar
ábendingar við vinnslu draganna.
Starfsmenn rannsóknarstofu Holl-
ustuverndar ríkisins geröu tillögur
um viðmiðunarmörk og fleiri atriði
varðandi neyzluvatn og baðvatn.
Þóroddur Th. Sigurðsson,
vatnsveitustjóri í Reykjavík, lagöi
einnig fram gagnlegar tillögur
varðandi III. kafla reglugerðarinn-
ar, sem fjallar um vatnsveitur,
vatnsból og verndarsvæði þeirra,
brunna og sjó.
Hinn 30. október 1989 sendi
nefndin Guðmundi Bjarnasyni,
þáv. heilbrigðis- og trygginga-
málaráðherra, lokadrög að endur-
skoðaðri heilbrigöisreglugerð,
sem síðan var sett hinn 23. febrúar
1990.
Gildistaka og
bróðabirgðaókvæði
Reglugerðin öðlaðist gildi þegar
við undirskrift að undanteknum
nokkrum greinum, sem teknar eru
fram í lok reglugerðarinnar sem
ákvæði til bráðabirgða, og er rétt
að vekja sérstaka athygli á efni
þessara greina og gildistöku.
1. Ákvæði greina 23.2.1, 23.2.2,
23.2.3 og 23.2.4 öðlast gildi 1.
janúar 1992. Þessar greinar
fjalla um verndarsvæði vatns-
bóla, og gert er ráð fyrir, að
umhverfis öll vatnsból séu skil-
greind brunnsvæöi, grann-
svæði og fjarsvæði til þess að
koma í veg fyrir mengun
neyzluvatns.
2. Ákvæði greinar 35.2.2 skulu
einnig taka gildi 1. janúar 1992.
Þessi grein fjallar um fjölda sal-
erna í almennum veitinga- og
samkomuhúsum, og gefinn var
aðlögunartími fyrir þessa staði
til að uppfylla auknar kröfur á
þessu sviði.
3. Ákvæði greinar 45.2 skal taka
gildi 1. janúar 1993. Greinin
fjallar um, að móttökustöðvar
fyrir sorp skuli vera í a.m.k. 500
metra fjarlægð frá mannabú-
stöðum og matvælafram-
leiöslustöðum, og æskilegt var
talið að veita þeim aðilum, sem
á þyrftu að halda, frest til að
uppfylla þetta skilyrði.
4. Ákvæði greinar 82.16.1 skal
taka gildi 1. janúar 1992. Þetta
ákvæöi gerir kröfur um, að allur
fiskur, sem seldur er í búðum,
skuli hafa verið lifandi blóðgað-
ur og slægður.
5. Ákvæði greinar 82.20 skal taka
gildi 1. janúar 1992 og fjallar
um, að fiskhjallar til þurrkunar
á fiski megi ekki vera nær íbúð-
arhúsum en 500 metra.
6. Ákvæöi greinar 84.13.1 skal
taka gildi 1. janúar 1993. Þessi
grein gerir kröfu til, að hitastig í
vinnslusölum, þar sem fram fer
skuröur, úrbeining og pökkun
á kjöti, skuli ekki vera hærra en
12°C. Þessi krafa hefur verið í
gildi í reglum Evrópubanda-
lagsins um árabil og er talin
nauðsynleg til að auka gæði og
heilnæmi þeirra kjötvara, sem
verið er að vinna.
7. Ákvæði greina 87.3.1 og
87.3.2 taka gildi 1. janúar 1992,
en þau fjalla um flutning viö-
kvæmra matvæla með bifreiö-
um. Eftir gildistöku skal flutn-
ingarými bifreiða vera
gluggalaust og aðskilið frá rými
bifreiðarstjóra og þannig um
105