Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1991, Page 45

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1991, Page 45
HEILBRIGÐISMÁL og sölu allra matvæla og annarra neyzlu- og nauðsynjavara og skiptist í eftirfarandi hluta: a) almenn ákvæði, b) starfsfólk, c) húsakynni, d) tæki og áhöld, e) meðferð matvæla, f) flutning matvæla. Meðal nýmæla má nefna: Gr. 82.4.2, þar sem framleið- endum viðkvæmra matvæla, þar sem um er að ræða kælivörur með minna en þriggja mánaða geymsluþol, er óheimilt að taka við slíkum vörum, nema sérstakar ástæður séu fyrir hendi. Gr. 82.13, 82.14 og 82.15, sem ætlaðar eru til að koma í veg fyrir, að kjöt af heimaslátruðu sé boðið til sölu. Gr. 82.16.1, þar sem aðeins verður heimilt að bjóða neytendum til sölu fisk, sem er slægður og hefur verið lifandi blóðgaður. Gr. 83 um starfsfólk, þar sem settar eru strangari reglur um búnaö og persónulegt hreinlæti. Gr. 84.13.1, þar sem þess verð- ur krafizt, að hitastig í vinnslusöl- um, þar sem fram fer skuröur, úr- beining og pökkun á kjöti, skuli ekki fara yfir 12°C. Gr. 87 um flutninga á matvæl- um, þar sem m.a. er krafizt, aö flutningur á fiski til fiskbúða fari fram í lokuöum bifreiðum. Enn- fremur er gerð krafa um, að við- kvæm matvæli verði ávallt flutt í sér, gluggalausu rými flutningabif- reiðar og kælivörur og frystivörur séu ávallt fluttar þannig, að kæli- keöjan sé órofin. Gr. 91 um aðstöðu í skólum og fleiri slíkum stööum, þar sem tekið er fram, að í skólum skuli vera greiður aðgangur að sérstökum tækjum með drykkjarvatni og góð baðaöstaða skuli vera vegna leik- fimiiðkana. XII. kafli nær nú einnig til sól- baðsstofa. Gr. 92 og 105, um meðferð matar í skólum og heilbrigðis- stofnunum og fleiri slíkum stööum, þar sem m.a. annars er gerð krafa um, að unnið sé að matargerð af þar til hæfu starfsfólki og að nær- ingarþörf matargesta sé fullnægt. Gr. 106 um sýnatökur og við- miðunarmörk vegna sundlaugar- vatns. XX. kafli er nýr og fjallar um af- greiöslustöövar eldsneytis og olíu- geyma, og þar kemur m.a. fram, að heilbrigðisnefnd getur gert kröfu um, að komið verði fyrir tækjabúnaði til þess aö fylgjast með hugsanlegum leka frá geym- um og öðrum búnaði. Gr. 145 um mengun frá kyndi- tækjum og ökutækjum, þar sem fram kemur, að óheimilt er að láta vélar kyrrstæðra ökutækja vera í gangi lengur en 5 mínútur, ef hætta er á, að þær geti valdið mengun í nærliggjandi húsakynn- um, þar sem matvæli eru eða í vistarverum manna. Gr. 149, um hávaða, en þar kemur fram, að heilbrigðisnefnd getur krafizt sérstaks útbúnaöar á veitinga- og skemmtistöðum til þess að fyrirbyggja, að gestir veröi fyrir óþægindum/heyrnarskaða af völdum hávaða, t.d. vegna hljóð- færaleiks. Gr. 157, sem fjallar um, að fyrir reglugerðarbrot, sem rekja má til starfsmanna fyrirtækja, eru ekki aðeins þeir ábyrgir, heldur einnig viðkomandi fyrirtæki, ef telja má, að vanræksla af hálfu stjórnanda þess sé ástæða brotsins. Enn- fremur hefur heilbrigðisnefnd heimild til að birta almenningi nafn þess, sem brotið hefur gróflega ákvæði reglugeröarinnar, aö því undangengnu, að þeim brotlega hafi áður verið tilkynnt um þessi viðurlög. Breytingar vi& reglugerbina Síðan reglugerðin tók gildi, hafa verið gerðar á henni þrjár breyt- ingar. Þar af voru breytingar nr. 285/1990 og nr. 334/1990 felldar inn i sérprentun þá, sem Hollustu- vernd ríkisins og heilbrigöis- og tryggingamálaráðuneytiö gáfu út á árinu 1990 og er til afgreiðslu hjá Hollustuvernd ríkisins. Þriöja breytingin var gerð í janúar 1991 og er nr. 42/1991 og breytti lítils háttar grein 56.3 um íbúðarhús- næði og bætti við nýjum töluliö við grein 82.13, sem fjallar um sölu á eldisfiski og afurðum unnum úr eldisfiski. Atvinnuráðgjafi Starf atvinnuráðgjafa á Vestfjörðum er laust til umsóknar. Starfið felst m.a. í vinnu við ýmis verkefni tengd atvinnuþróun og rekstrarráðgjöf. Aðsetur atvinnuráðgjafans er á skrifstofu Byggðastofnunar á ísafirði. Umsækjendur þurfa að hafa háskólamenntun á tækni- og/eða viðskiptasviði. Umsóknarfrestur er til 9. ágúst 1991, en umsækjendur þurfa helzt að geta hafið störf í septembermánuði. Allar nánari upplýsingar veita: Guðmundur Hermannsson, atvinnuráðgjafi, Byggðastofnun, ísafirði, sími 94-4633, Sigurður Guðmundsson, forstöðumaður Þróunarsviðs, Byggðastofnun, Reykjavík, sími 91-605400. Umsóknir skal senda: ^ Byggðastofnun Þróunarsvið Pósthólf 5410, 125 REYKJAVÍK. 107

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.