Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1991, Síða 50

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1991, Síða 50
SAMGÖNGUMÁL Vegageröin hefur um alllangt skeiö unnið aö rannsóknum á möguleg- um framkvæmdum m.a. í Ólafs- fjaröarmúla, Vestfjöröum og á Austfjörðum. Áhugi Vegagerðar ríkisins á Hvalfjarðargöngum hefur ætíö veriö mikill, og hefur reynsla Vegageröarinnar greinilega nýtzt mjög vel í þeirri umfjöllun, sem þar hefur átt sér staö. Stundum er þaö svo, þegar fjall- aö er um opinber fyrirtæki, aö stutt er í gagnrýni í þeirra garö sökum þvergiröingsháttar, þröngsýni og íhaldssemi. Því fer fjarri, aö Vega- gerö ríkisins tengist framannefnd- um hugtökum, þegar fjallaö er um þátt stofnunarinnar hvaö varöar þau nýju viðhorf, sem lögin um Hvalfjarðargöng staðfestu. Fram- ganga Vegagerðar ríkisins hefur í Hvalfjaröarmálinu verið með þeim hætti, aö þar hefur íslenzk stjórn- sýsla sýnt sínar beztu hliöar. Vegagerð ríkisins hefur á liðnum árum gert nokkrar athuganir á um- ferð og rannsóknir á bergi í Hval- firði, og eru töluverðar upplýsingar fyrir hendi, m.a. skýrsla Vegagerð- arinnar um máliö í heild frá í októ- ber 1990. II. STOFNUN HLUTAFÉLAGS - SAMNINGUR VIÐ RÍKIÐ 1. Spölur hf. Þegar lögin um vegtengingu um utanveröan Hvalfjörö höföu verið samþykkt, fóru fulltrúar Sements- verksmiðju ríkisins, Akraneskaup- staöar og íslenzka járnblendifé- lagsins hf. þess á leit viö samgönguráðherra, aö gengiö yröi til samninga við fulltrúa þessara aöila um undirbúning, fram- kvæmdir og rekstur vegtengingar á grundvelli laganna. Viöræöur hófust í ágúst áriö 1990 og lauk meö gerð samningsdraga í des- ember 1990. Þegar drög að samningi lágu fyrir, var gengizt fyrir stofnun hlutafélags, sem eftir miklar vangaveltur fékk nafnið Spölur hf. Heildarhlutafé var ákveðið 70 millj. kr., sem skiptist þannig: Sementsverksmiðja ríkisins............. 15,1 m.kr. Akraneskaupstaður .... 7,5 m.kr. íslenzka járnblendi- félagiö hf........... 12,6 m.kr. Skilmannahreppur ..... 7,5 m.kr. Borgarnesbær ......... 0,5 m.kr. Krafttak hf........... 2,3 m.kr. ístak hf.............. 1,0m.kr. Grundartangahöfn .... 13,2 m.kr. Kjalarneshreppur...... 0,3 m.kr. Vegagerö ríkisins.... 10,0 m.kr. Hlutafé er annars vegar vinna og gögn, sem hluthafar leggja til fé- lagsins, svo og beinir fjármunir, sem ætlað er aö standa undir kostnaöi viö nauðsynlegar rann- sóknir. Það nýmæli er staöfest með stofnun Spalar hf., aö Vegagerð ríkisins er þátttakandi meö hlutafé, sem nemur þeim kostnaöi, sem lagður hefur veriö í verkefnið á liðnum árum, og er það fagnaðar- efni, að ríkiö taki þannig þátt í þessu verkefni. Samtök sveitarfélaga á Vestur- landi og Samtök sveitarfélaga á höfuöborgarsvæðinu hafa lýst yfir stuöningi viö stofnun Spalar hf., og SSV hefur samþykkt kaup á hluta- fé, en SSH hefur þau mál til skoö- unar. 2. Samningur vi& ríkib Samningur, sem Spölur hf. geröi við samgönguráöuneytiö og fjár- málaráöuneytið á stofnfundi Spalar hf., hefur veriö staðfestur af Al- þingi. Samningurinn tryggir hluta- félaginu forgang til rannsókna, framkvæmda og reksturs á göng- um undir Hvalfjörð í 25 ár, þó þannig, að sá tími getur lengzt eöa stytzt um fimm ár. Innan tímans eru nokkur tímamörk, sem áhrif geta haft á gildistíma samningsins, t.d. að rannsóknum þarf að Ijúka innan þriggja ára, frá því að Alþingi staðfesti samninginn, og að hefja þarf framkvæmdir innan fjögurra ára, frá því rannsóknir liggja fyrir, en alls hefur félagið, frá því rann- sóknum lýkur, sjö ár til þess aö Ijúka framkvæmdum. Um gerö ganga er ekkert kveðið á um í samningnum, enda Ijóst, að á seinni stigum verður tekin ákvöröun þar aö lútandi, en í samningnum er þó gert ráð fyrir, aö norskir staölar gildi um gæöi þess mannvirkis, sem byggt verður. Ríkiö mun annast tengingu ganganna viö þjóövegakerfið, og má segja, aö tvær leiðir komi helzt til greina, svonefnd Hnausa- skersleiö, sem er vestan Tíða- skarös á móts við Innra-Hólm, og svo Kiöafellsleiö i Kjósarhreppi. Vegtengingar við þjóövegakerf- iö eru miskostnaöarsamar, eftir því, hvorum megin Akrafjalls veröur fariö. Dýrast er taliö að fara vestan Akrafjalls, með nýjan þjóðveg og yfir Grunnafjörö og tengjast þjóö- vegi nr. 1 á Fiskilækjarmelum. Því er ekki aö leyna, aö áhugi flestra Vestlendinga beinist að þessari útfærslu. Staöarval ganga og útfærsla á tengingu viö þjóöveg nr. 1 eru á þessu stigi einupgis vangaveltur, þar sem mun ítarlegri rannsóknir þarf til þess aö fastsetja þessa þætti. Samningur sá, sem Spölur hf. hefur gert viö ríkið, er nýjung í vegamálum á íslandi. Þau atriöi, sem þar er kveðið á um, eiga sér hliðstæöur erlendis, t.d. taka veg- tolls, sem standa skal undir fram- kvæmdum og gefa þeim, sem fjár- magna þær, von um eðlilegan arð af fjárfestingunni. Þó er hægt að kalla þá aöferð, sem viðhöfð er hérlendis, að nokkru leyti sér- íslenzka, þar sem sveitarfélög, ríki og fyrirtæki áætla að leggja saman í áhættuframkvæmd af þessu tagi, þ.e. bæði rannsóknir, fram- kvæmdir og rekstur. Nánari út- færsla framkvæmda og reksturs liggur ekki fyrir, en ýmsar leiðir koma til greina. Tilgangur samningsins við ríkið og reyndar stofnun Spalar hf. er i því skyni að flýta framkvæmdum, sem annars yrðu ekki áætlaðar á næstu árum, samhliða því, að um arðsaman rekstur getur verið aö ræða. Þannig kann að vera, að þátttaka einstakra aðila í hlutafé- laginu byggist á misjöfnum for- sendum, þó svo að þessi sjónar- mið, hvort heldur er arðsemissjónarmið eða byggða- 112

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.