Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1991, Blaðsíða 52

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1991, Blaðsíða 52
SAMGÖNGUMÁL IV. VERKEFNI SPALAR HF. Stjórn Spalar hf. á fyrir höndum mikla vinnu, annars vegar undir- búning og rannsóknir, sem taka munu eitt til tvö ár, og hins vegar undirbúning framkvæmda, ef fyrri þátturinn veröur jafn hagstæöur og nú er áætlað. 1. Rannsóknir Ljóst er, að ítarlegar rannsóknir þurfa aö fara fram, áöur en lengra er haldið, og er ákveöiö aö af- marka rannsóknarsvæðið viö ramma, sem er á milli svonefndra Hnausaskers- og Kiöafellsleiöa. Þrennt hefur veriö nefnt sem nauðsynlegir rannsóknarþættir, þ.e. bylgjubrotsmaelingar, kort- lagning og boranir. í boranir verö- ur þó ekki farið að neinu marki fyrr en niöurstaöa hinna tveggja þátt- anna liggur fyrir, og veröur þá reynt að veöja á aðra leiðina um- fram hina. Það hlutafé, sem þegar hefur safnazt í Spöl hf., er ætlað aö standa undir kostnaði við nauð- synlegar rannsóknir, og er þannig um fullkomiö áhættufé að tefla, þar sem framhald málsins ræöst af niöurstöðu rannsóknanna. 2. Undirbúningur framkvæmda Þótt of snemmt sé aö fjalla um, hvernig aö þessum þætti veröi staðiö, þá er Ijóst, aö þegar aö framkvæmdastigi kemur, veröur annaöhvort aö auka hlutafé í Speli hf. eða aö stofna nýtt fyrirtæki, sem myndi annast framkvæmdir, en Spölur hf. yröi þar hluthafi meö þær eignir, sem félagið mun eiga, þ.e. rannsóknarniðurstööur og framkvæmdasamning viö ríkiö. V. HVERJIR ERU HAGSMUNIR SVEITARFÉLAGA AF ÞVÍ, AÐ VEGTENGING KOMI UM UTANVERÐAN HVALFJÖRÐ? 1. Sveitarfélög sunnan Hvalfjar&ar Einn hluthafa í Speli hf. er Kjal- arneshreppur, en að auki hafa Samtök sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu lýst yfir stuðningi viö félagiö og hyggja e.t.v. á beina þátttöku. Hagsmunir höfuöborgar- svæöisins felast fyrst og fremst í því, aö samgöngur frá höfuðborg- arsvæöinu veröa greiðari, sem þýðir tímasparnaö fyrir þá, sem annars aka fyrir Hvalfjörð. Meö greiðari samgöngum aö þessu leyti eru útivistarsvæöi og sumar- bústaðalönd færð nær íbúum höf- uðborgarsvæðisins, auk þess sem aö einhverju leyti má ætla, aö at- vinnusvæöi þessa svæöis muni stækka. Þar er þó væntanlega um óveruleg áhrif að ræöa, sem veröa væntanlega veigameiri norðan Hvalfjaröar. Hvaö varöar Kjalarnes- og Kjós- arhrepp, þá mun þessa hreppa skipta máli, í hvorum hreppi munnar ganganna munu lenda. Væntanlega gæti einhver þjónusta orðiö til á því svæöi, en hagsmunir Kjalarneshrepps eru þó nokkru meiri, þar sem þar í hreppi er litið til þess, að þróun byggðar muni halda áfram með þeim hætti, sem verið hefur, og að samhliða þétt- býli komi aukin þjónusta og at- vinnufyrirtæki. Eftir því sem umferð eykst um Vesturlandsveg, veröa möguleikar í Kjalarneshreppi fleiri, ekki sízt, ef og þegar þróun byggöar viö jaðar höfuðborgar- svæöisins nálgast þetta svæöi. Vegur með sjónum frá Gufunesi upp í Kollafjörö og þar yfir mun vafalaust koma Kjalnesingum til góða. 2. Sveitarfélög norðan Hvalfjarbar 2.1 Akranes - Borgarnes Þegar Hvalfjaröarnefnd nr. 2 var aö störfum, var m.a. leitað til Byggöastofnunar og samstarfs- nefndar sveitarfélaga sunnan Skarðsheiöar, sem vinnur aö svæðisskipulagi fyrir þau sveitar- félög, til þess aö fá álit þessara aöila á áhrifum vegtengingar viö utanverðan Hvalfjörð á byggðar- og atvinnuþróun á svæðinu. Meginniöurstaöa þessara aöila varö, aö byggðarþróun yröi já- kvæö. Hin mikla stytting, sem yrði, myndi bæta skilyrði atvinnurekstr- ar, sem þegar er fyrir hendi, og auðvelda fyrirtækjum aö hefja nýja starfsemi. Þannig töldu báöir aðilar í heildina, aö atvinnurekstri opnuð- ust nýir möguleikar. Fram kom hjá Byggðastofnun, aö áhrif tengingarinnar með þess- um hætti yröi mest á svæöinu næst tengingunni aö Borgarnesi, svo sem áhrif af atvinnu- og skólasókn, en áhrif á atvinnurekstur og þjón- ustusókn íbúanna til Reykjavíkur ná um allt Vesturland auk hluta af Húnaflóasvæðinu. Á liönum árum hefur þó nokkuð veriö gert til þess að koma Akra- nesi á framfæri sem hagkvæmu svæði til atvinnuuppbyggingar. Margir muna eftir sjónvarpsaug- lýsingu þar aö lútandi frá því fyrir nokkrum árum, og þegar umræöan um staðarval álvers stóö sem hæst á síðasta ári, var útbúin skýrsla um svæðið, þar sem helztu kostir þess voru dregnir fram. Fyrirhuguö er frekari útgáfa kynningarefnis um Akranes-Borgarnes- Grundartangasvæöið, og verður sú vinna sífellt mikilvægari, eftir því sem nær dregur, að göng veröi opnuö undir Hvalfjörö. Ætla má, að svæöiö norðan Hvalfjaröar veröi meö tilkomu jarö- ganga vel samkeppnisfært viö svæðiö á og í nágrenni Suður- nesja, en komi til byggingar álvers þar, mun slíkt vafalaust leiöa til uppbyggingar annarra þátta á því svæöi. Meö þéttingu byggöar á höfuöborgarsvæðinu verður í framtiöinni í auknum mæli byggt upp í nágrenni þess svæöis, og því er lykilatriöi, aö góöar samgöngur, fjölbreytt atvinnulíf og gróskumikiö mannlíf fari saman til þess aö draga aö áhugaaðila um fram- kvæmdir og rekstur. Rétt er aö taka hér sérstaklega fram, að göng undir Hvalfjörö veröa til lítils annars en tímasparnaöar, ef ekki kemur til frumkvæöi og framkvæmdavilji heimamanna og áhugi þeirra á aö fá til sín framkvæmdamenn og fyr- irtæki. Fyrir Akranes og svæðiö í næsta nágrenni geta bættar samgöngur skipt miklu máli um fyrirkomulag og uppbyggingu mannvirkja, og 114
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.