Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1991, Side 53

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1991, Side 53
SAMGÖNGUMÁL má geta um uppbyggingu hafnar- mannvirkja. Reikna má með því, að Grundartangahöfn geti í fram- tíðinni, án mikilla breytinga, sinnt ákveðnu hlutverki sem vöruhöfn, en að taka verði tillit til þess við uppbyggingu Akraneshafnar. Akraneshöfn myndi væntanlega áfram veröa fiskihöfn og útskipun- arhöfn á framleiðslu, t.d. sementi og fiskafuröum. Hvað varöar Sem- entsverksmiðju ríkisins, munu göng undir Hvalfjörð hafa þau áhrif, aö ef þau verða ekki of fjarri Akranesi, þá mun verksmiðjan væntanlega færa öll umsvif sín á Akranes. Slíkt mun leiöa til upp- byggingar á mannvirkjum verk- smiöjunnar á Akranesi. 2,2 Vesturland Þó svo aö í nágrenni Akraness og Borgarness verði mest áhrif af tilkomu vegtengingar um utan- verðan Hvalfjörö, þá er Ijóst, að bæði bein og óbein áhrif munu verða á mun stærra svæði. Fyrir atvinnurekstur á Vesturlandi öllu ættu Hvalfjaröargöng að geta orð- ið lyftistöng, og má sem dæmi nefna starfsemi mjólkursamlaga í Borgarnesi og í Búðardal, en þar er um að ræða framleiðslufyrirtæki [ iönaði, sem mjög er undir smá- sjánni um þessar mundir. Bættar samgöngur kunna að leiða til end- urmats og eflingar þessara fyrir- tækja. Þá má nefna, að með Hvalfjarðargöngum er enn hert á úrbótum í samgöngumálum þeirra, sem búa á Snæfellsnesi, svo og þeirra, sem búa á sunnan- verðum Vestfjörðum. Með þeim samgöngubótum, sem þar er aö vænta, munu Hvalfjaröargöng auka verulega á gildi og áhrif þeirra, t.d. Gilsfjarðarbrúar, svo dæmi sé nefnt. Auk Vesturlands munu aðrir landshlutar njóta góðs af Hval- fjarðargöngum, t.d. Vestfirðir og Norðurland, en ávinningur þeirra mun fyrst og fremst felast í tíma- sparnaði, en e.t.v. ekki skila bein- um ávinningi á sviði atvinnulífs, a.m.k. til skamms tíma litið. 3. Lei&a Hvalfjarðargöng til neikvæ&rar þróunar? Þar sem mest hefur verið fjallað um jákvæða þróun, sem Hval- fjarðargöng eiga aö hafa í för með sér, þá verður ekki hjá því komizt að nefna þau áhyggjuefni, sem ýmsir hafa nefnt í þessu sam- bandi. Þegar sveitarstjórnarmenn á Vesturlandi kynntu sér samning þann, sem Spölur hf. gerði viö rík- ið, þá voru nokkur atriði, sem þeir gerðu athugasemdir viö. í fyrsta lagi töldu sveitarstjórnarmenn á Snæfellsnesi, að þar sem Vega- gerðin myndi annast tengingu ganganna við þjóövegakerfið, myndi vegagerð á Snæfellsnesi tefjast sem því næmi. Vissulega eru tengingar við göngin dýrar framkvæmdir, en á hefur verið bent, að nokkur tími er, þar til framkvæmdir við þær hefjast, og ætti að vera unnt að komast vel áleiðis meö framkvæmdir á Snæ- fellsnesi á þeim tíma. Einnig er rétt að benda á, að með framkvæmd- um við Hvalfjarðargöng þá er það ríkissjóöur, sem í raun hagnast mest á framkvæmdinni, en skattar og óbeinar tekjur ríkisins nema allt að milljarði miðað viö þær for- sendur, sem fyrir liggja. Því ætti ríkið að geta lagt aukið fé til vega- gerðar vegna Hvalfjaröarganga, ef áhugi er fyrir hendi. í ööru lagi gerðu sveitarstjórnar- menn í ofanverðum Borgarfirði at- hugasemd við, aö í samningnum segir, að á samningstímabilinu verði ekki um að ræða meiri háttar styttingu á veginum fyrir Hvalfjörð. Ákvæði þetta leiðir í raun af eðli máls, og við það verða menn að sætta sig. í þriðja lagi hefur verið bent á, að gert er ráð fyrir, að þegar göng veröa tekin í notkun, þá mun ríkis- styrkur til ferjureksturs milli Reykjavíkur og Akraness falla nið- ur. í raun mun þá rekstur Akra- borgar leggjast af, en rekstur ferj- unnar hefur þyngzt á liðnum árum 115

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.