Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1991, Síða 55

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1991, Síða 55
ALMENNINGSSAMGÖNGUR ALMENNINGS- VAGNAR BS. Ingimundur Sigurpálsson, bæjarstjóri í Garöabæ, stjórnarformaóur Á aöalfundi Samtaka sveitarfé- laga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) haustið 1988 var skipuö nefnd, sem ætlað var að móta tillögur um samræmingu almenningvagna- kerfis á höfuðborgarsvæðinu. Nefndin gekk frá drögum að nefndaráliti í septembermánuði 1989, og voru þau send til um- sagnar öllum aðalfulltrúum í þeim sveitarstjórnum, sem tilnefnt höfðu í nefndina. Endanleg skýrsla nefndarinnar var síðan gefin út mánuði síðar og efni hennar kynnt á aðalfundi SSH í október 1989. Almenningsvagnanefnd, en svo var nefndin kölluö, kannaði sér- staklega umfang þeirrar þjónustu, sem veitt hefur verið í almenn- ingssamgöngum innan og milli sveitarfélaganna, sem aðild áttu að nefndinni, og aflað var upplýs- inga um kostnað viö þá þjónustu. Þá voru settar fram hugmyndir um nýtt leiðakerfi, gerð var athugun á mismunandi félags- og rekstrar- formum, auk þess sem kannaðir voru samningar sveitarfélaga um samgöngur almenningvagna í Sví- þjóð og Danmörku. Ennfremur voru ræddir ýmsir kostir um ákvörðun fargjalda og áhrif þeirra á notkun almenningsvagna, svo og með hvaða hætti hugsanlegt væri að skipta fargjöldum milli hagsmunaaðila, það er að segja notenda, hluteigandi sveitarfélaga og ríkis. Þá er rétt að geta þess, að rætt var viö forstjóra og stjórnarfor- mann Strætisvagna Reykjavíkur (SVR) svo og borgarstjóra um hugsanlega samvinnu um frekari samræmingu á þjónustu almenn- ingsvagna á höfuöborgarsvæðinu. Þær viðræður voru mjög jákvæðar, og lýstu aðilar yfir áhuga á frekari samvinnu, þegar ákvörðun lægi fyrir um samstarf þeirra sveitarfé- laga, sem aðild áttu að nefndinni. Einnig var rætt við samgönguráð- herra um, á hvern hátt ríkisvaldiö gæti hugsanlega greitt fyrir stofn- un félags um almenningsvagna á höfuöborgarsvæðinu. Var sér- staklega rætt um gildandi reglur um álagningu opinberra gjalda og áhrif þeirra á rekstur almennings- vagna, því augljóslega hlaut þaö að standa mjög ( sveitarstjórnar- mönnum að hefja rekstur fyrirtæk- is, sem fyrirsjáanlega þyrfti að borga með, ef auk almenns rekstrartaps þyrfti jafnframt að greiða sérstök opinber gjöld af rekstrinum. f framhaldi af þessari vinnu nefndarinnar og aö loknum aöal- fundiSSH 1989 var sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu utan Reykjavíkur og Seltjarnarness send fyrirspurn um, hvort þau GISTIHEIJVI iLl Ásgarður stendur á fallegum stað austan Stórólfsvallar- kirkju. Gistiaðstaða er fyrir 25-30 gesti auk tjaldstæða. í næsta nágrenni er sundlaug, golfvöllur, hestaleigur o.fl. Góð aðstaða er fyrir minni veizlur, móttökur, ættar- og starfs- mannamót. Boðin eru 3-7 daga námskeið í hestamennsku og nám- skeið í útskurði og í gerð útihöggmynda. GUESTHOUSE Tel. 98-78367 860 Hvolsvöllur Fax. 98-34467 117

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.