Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1991, Qupperneq 56

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1991, Qupperneq 56
ALMENNINGSSAMGONGUR væru tilbúin til þess að gerast stofnaöilar aö byggöasamlagi um almenningssamgöngur, og var þá gengið út frá því, aö afstaða þeirra byggöi á forsendum nefndarálits- ins um þjónustustig, rekstrarkostn- aö og stofnkostnaö. Jafnframt fylgdi meö tillaga aö stofn- samningi, sem nefndarmenn höföu unniö meö aðstoð Gunnars Eydal, lögfræðings. Öll sveitarfélögin, sem tilnefndu í nefndina, ákváöu að gerast stofnaöilar, og var stofn- samningur undirritaöur þann 2. febrúar 1990. Aöilar aö félaginu eru Bessastaöahreppur, Garða- bær, Hafnarfjaröarbær, Kjalarnes- hreppur, Kópavogsbær og Mos- fellsbær, og hafa þessi sveitarfélög skuldbundiö sig til þess aö leggja samtals fram allt aö 130 millj. kr. til uppbyggingar fé- lagsins auk árlegs rekstrarfram- lags samkvæmt nánari ákvöröun hverju sinni aö fengnum tillögum frá stjórn félagsins. í stofnsamningi byggðasam- lagsins segir um tilgang þess, aö hann sé aö annast almennings- samgöngur fyrir sex sveitarfélög á höfuöborgarsvæðinu, og þar er einnig greint frá leiöum til þess aö ná þeim tilgangi. Stjórn félagsins skipa níu menn og jafnmargir til vara, og er kjörtímabil hennar eitt ár í senn. Stjórninni er heimilt að kjósa þriggja manna fram- kvæmdaráö um skemmri eða lengri tíma og framselja hluta af ákvörðunarvaldi sínu til þess, en sú ákvöröun hefur verið tekin af stjórninni aö nýta ekki þaö heim- ildarákvæöi nú I upphafi, meðan verið er að móta rekstrarfyrirkomu- lag félagsins. Þá er í samþykktum félagsins kveðið á um skipan full- trúaráös, sem í eiga sæti tveir full- túar frá hverju aðildarsveitarfélagi, og ber stjórninni aö kalla það saman einu sinni til tvisar á ári, þar sem gera á grein fyrir fjárhagslegri stööu félagsins og þjónustu þess við einstök sveitarfélög. Veröur það eftirleiðis sá vettvangur, þar sem gerð verður ítarleg grein fyrir starfsemi félagsins. Á fyrstu fundum sínum hefur stjórn félagsins fyrst og fremst rætt um starfsáætlun félagsins og þau verkefni, sem framundan eru. Þá hefur stjórnin fengiö til fundar við sig forstjóra og stjórnarformann SVR, þar sem skipzt var á skoðun- um um mögulegt samstarf, og má segja, að menn hafi verið mjög sammála um mikilvægi þess, aö náiö samstarf veröi tekiö upp milli aöila í þeim tilgangi aö samræma leiöakerfi almenningsvagna á höföuðborgarsvæðinu og gera þaö þar meö mun virkara en nú er. Þá hefur stjórnin ráöiö fram- kvæmdastjóra frá 1. febrúar sl. Um stöðuna bárust 15 umsóknir, og var Örn Karlsson, verkfræöing- ur, ráðinn. Framundan er nú mikil skipu- lagsvinna, sem mjög mun mæða á nýjum framkvæmdastjóra fé- lagsins. Eins er framundan vandasöm ákvörðun stjórnar um fyrirkomulag rekstrar: hvort fariö veröur út í útboð á akstri á öllum leiðum, rekstur eigin vagna eöa sambland af hvoru tveggja í ein- hverri mynd. Hver svo sem niður- staöan veröur í þeim efnum, má fullyrða, aö meö stofnun byggða- samlags um almenningssam- göngur á höfuöborgarsvæöinu og með góöri samvinnu þeirra við SVR muni samgöngur á svæöinu batna mjög verulega, þégar starfsemi fé- lagsins kemst aö fullu í fram- kvæmd um áramót 1992/1993. Örn Karlsson, fram- kvæmdastjóri Al- menningsvagna bs. Örn Karlsson, verkfræðingur, sem ráöinn hefur veriö fram- kvæmdastjóri Al- menningsvagna bs., er fæddur í Kópavogi áriö 1960, og eru foreldrar hans Eygló Hallgrímsdóttir og Karl Benedikts- son, fyrrum handknattleiksþjálfari. Örn iauk stúdentsprófi frá Menntaskóla Kópavogs áriö 1980 og kandídatsprófi I verkfræöi frá Háskóla íslands 1985. Eftir þaö stundaði hann framhaldsnám í viðskiptafræðum í Háskólanum í Connecticut árin 1989 og 1990. Milli þess, aö Örn sótti skóla hér heima og erlendis, starfaöi hann hjá Álafossi hf. sem framleiðslu- stjóri í fatadeild. Eiginkona Arnar er Björg Ólafs- dóttir, og eiga þau eitt barn. Löndunarkrani á bryggju Hjá Hafnarfjaröarhöfn er til sölu löndunarkrani, sem not- aöur hefur veriö á Óseyrarbryggju til löndunar úr smábát- um. Kraninn er boltaöur niöur og er snúiö um lóðréttan ás meö handafli. Rafdrifin vinda er læst viö 500 kg þunga. Hæö undir bómu er 4,1 m og lengd bómu 3,1 m. Nánari upplýsingar stofu, Strandgötu 4, eöa 91-652300. Hafnarfjaröarhöfn á hafnarskrif- sími 91-53444 118
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.