Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1991, Page 57

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1991, Page 57
HAFNAMÁL Byggðasamlög um rekstur og uppbyggingu hafna Á 21. ársfundi Hafnasambands sveitarfélaga, sem haldinn var í veitingahúsinu Glaumbergi í Keflavík 18. og 19. október 1990 í boði hafnanna á Suðurnesjum, var samþykkt að skora á aðildarhafn- irnar aö taka upp umræður um samstarf hafna, þar sem möguleiki er á slíku, t.d. með stofnun byggðasamlags um rekstur og uppbyggingu hafna. Þá var í annarri ályktun skorað á samgönguráðherra að skipa nefnd þingmanna og sveitarstjórnar- manna ásamt hafnamálastjóra til þess að vinna að gerö langtímaá- ætlunar um hafnargerð með svip- uðum hætti og gert er í vegamál- um. í sömu ályktun lagði fundurinn áherzlu á, að gerö verði raunhæf áætlun um hafnargerð, þar sem fjármagn sé tryggt til framkvæmda. Skorað var á alþingismenn að tryggja fjármagn til hafnargerðar í landinu, svo áætlanir hafnarstjórna um nauðsynlegar framkvæmdir nái fram að ganga, og talið var brýnt, að hafnabótasjóði verði tryggt a.m.k. lögbundið framlag til hafn- argerðar samkvæmt ákvæði 31. greinar gildandi hafnalaga, sem er 15% af framlagi til hafnarmann- virkja og lendingarbóta í fjárlögum hvers árs. Á fundinum var hafnað þeirri gjaldtöku fyrir þjónustu hafnanna, sem fjárlagafrumvarpið fyrir árið 1991 gerði ráð fyrir til öflunar fjár til hafnarmála. Talið var eðlilegt, að þeir tekjumöguleikar, sem gildandi tekjustofnar gefa, verði betur nýttir og að ríkiö heimili hafnaryfirvöldum að leggja á eðlileg gjöld til rekstrar og uppbyggingar hafna. Lagt var til við hafnirnar, að gjaldskrár þeirra yröu hækkaðar um 10% frá 1. janúar þessa árs og að aflagjald yrði 1%. Loks var í ályktun samþykkt að leita eftir samstarfi við Siglinga- málastofnun og olíufélögin um út- boð og kaup á mengunarvarna- búnaöi fyrir hafnirnar og Siglingamálastofnun hvött til aö beita sér fyrir því, að ríkissjóður veiti fjármagn til kaupa á slíkum búnaði, óháð öðrum fjárveitingum. Sturla Böðvarsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi, formaður Hafnasam- bandsins, setti fundinn og flutti einangrun varmann Eyravegi 43 - 800 Selfossi nf|| Box 83 - Sími 98-22700 ‘i"' 119

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.