Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1999, Page 46

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1999, Page 46
SKIPULAGSMÁL við opnanlegan glugga 70/55. Talan 70/55 merkir að viðmiðunarkrafa um 55 dB(A) utan við opnanlegan glugga skal vera uppfyllt fyrir a.rn.k. helming íveruherbergja í hverri íbúð. Annars er leyfilegt hljóðstig utan við opnanlega glugga allt að 70 dB(A). Innanhúss er almenna krafan sú í mengunarvarnareglugerðinni að hljóðstig fari ekki yfir 30 dB. I dönsku byggingarreglugerðinni frá 1995 er þetta skilgreint nánar þannig að hljóðstig í „íveruherbergj- um“ íbúða, hótela og dvalarheimila má ekki fara yfir 30 dB. Iveruher- bergi er skilgreint sem stofa og svefnherbergi. Eldhús er t.d. ekki íveruherbergi í framangreindri skil- greiningu. Reiknilíkan viö mat á um- feröarhávaða Við mat á hljóðvist skal nota svo- kallaðar „Samnorrænar reiknireglur fyrir umferðarhávaða“. A vegum Norrræna ráðherraráðsins hefur í mörg ár verið starfandi nefnd sér- fræðinga frá öllum Norðurlöndun- um sem hefur unnið að samræm- ingu og sett fram þær reiknireglur sem nota skal til þess að reikna um- ferðarhávaða. í „samnorræna reiknilíkaninu" fyrir umferðarhávaða er tekið tillit til þátta sem hafa mest áhrif á hljóð- stig. Þeirra helstir eru: 1. Umferðarmagn, bílar á sólar- hring, ÁDU (ársdagsumferð). Umferðarhávaði vex um 3 dB ef umferðarmagn tvöfaldast. 2. Umferðarhraði, km/klst. Um- ferðarhávaði vex með meiri hraða. 3. Hlutfall þungra bíla í heildar- umferðinni. Meiri hávaði er frá þungurn bílum en léttum bílum. 4. Fjarlægð frá umferð til athug- unarstaöar. Við tvöföldun á fjarlægð frá athugunarstað til umferðar lækkar hljóðstig um 3 dB. 5. Hús og mannvirki. íbúðabyggð hefur áhrif á dreifingu hljóðs og skýlir landi Qær umferðinni. 6. Langhalli vegar. Meiri hávaði er frá bílum í brekkum en á flat- lendi. 7. Land og umhverfi. Hæðir og hólar og lögun lands hefur áhrif á útbreiðslu umferðarhávaða. Mjög mikilvægt er því að nota landlíkan við mat á umferðar- hávaða í einstökum punktum þannig að tekið sé tillit til lögun- ar lands og áhrifa þess á út- breiðslu hljóðs. Hljóðmanir og mannvirki hafa til dæmis veruleg áhrif á útbreiðslu hljóðs. 8. Yfirborð lands. Yfírborð lands hefur áhrif á útbreiðslu hljóðs. Yfirborðið er flokkað í mjúkt land eins og gras og skóglendi, eða harða fleti eins og vegi, bíla- stæði og vötn. Meiri dempun er á hljóði sem berst yfir „mjúkt“ land en yfir „hart“ land. Forsendur við útreikninga í „sam- norræna reiknilíkaninu“: 1. Vegyfirborð. Dekkja- og veg- hljóð myndast við að dekkið titr- ar við snertingu við veginn. Loft- dæling við dekk verður þar sem dekkið þrýstir lofti út til hliðar framan á dekkinu, en loft sogast inn undir dekkið að aftanverðu. Hrjúft yfirborð skapar meiri um- ferðarhávaða þar sem titringur verður meiri á dekkinu. Gropið vegyfirborð (drenasfalt) veldur minni umferðarhávaða, þar sem loftdæling er minni. Sveigjanlegt vegyfirborð veldur minni um- ferðarhávaða, þar sem dekkið titrar rninna. í reiknilíkaninu er gert ráð fyrir að yfirborð vegar sé malbik af komastærð 12-16 mm og 1-20 ára gamalt. Annað yfir- borð getur haft áhrif á hljóðstig- ið. Nýtt malbik lækkar hljóðstig um 1-2 dB. Opið gropið malbik (porous asfalt) lækkar hljóðstig um 1-3 dB. Hljóðstig frá steyptu yfirborði er að jafnaði 1-2 dB hærra en frá malbiki, en þó er hægt að búa til steypuyfirborð þar sem hljóðstig er um 1 dB lægra en frá malbiki sem notað er sem viðmiðunaryfirborð. 2. Vindur. Gert er ráð fyrir hægum andvara ffá umferð til athugunar- staðar. Meiri vindur og vindátt hefur áhrif á útbreiðslu hljóðs. I meðvindi berst hljóðið betur en í logni. I mótvindi myndast skuggi þar sem hljóðstig er lægra. Um- ferðarhávaði við hús getur breyst um 5 dB eða meira eftir því hvort það er meðvindur eða mót- vindur. 3. Þurrt vegyfirborð. Gert er ráð fyrir að vegyfirborð sé þurrt. Ekki er gert ráð fyrir blautu veg- yfirborði eða snjó. 4. Nagladekk. Ekki er gert ráð fýrir að bílar séu með nagladekk. Við sama umferðarhraða er hávaði meiri frá bílum sem aka á nagla- dekkjum. Þróuð hafa verið tölvuforrit til að meta umferðarhávaða með framan- greindum reiknireglum. Eitt öflug- asta forritið sem þróað hefur verið á Norðurlöndunum til að reikna um- ferðarhávaða kallast TST0Y og hefur verið þróað í samvinnu rann- sóknastofhunarinnar SINTEF í Nor- egi og norsku vegagerðarinnar. For- ritið byggist á þeim forsendum sem settar eru fram í framangreindu „samnorrænu reiknilíkani“ og reikn- ar í samræmi við þær kröfur sem settar eru fram í mengunarvarna- reglugerðinni. Forritið vinnur með kortagrunn og reiknar hljóðstig að teknu tilliti til umferðar á nálægum vegum og að teknu tilliti til breyti- leika í landslagi. Leiðir til varnar Skipulag hverfa Við skipulag nýrra hverfa er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir hljóðstigi og skipuleggja hverfið með tilliti til þess. Ef íbúðahverfið er nærri umferðargötum fer hljóð- stig á opnu svæði oft yfir þau mörk sem sett eru i mengunarvamareglu- gerð. Með skipulagsvinnunni er möguleiki á að veija opin svæði og 40

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.