Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1999, Qupperneq 51

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1999, Qupperneq 51
RAÐSTEFNUR greina með tilliti til þenslu á sumum landsvæðum og mikillar skulda- söfnunar sumra sveitarfélaga að breyta þessu ákvæði grunnskólalaga og lengja þann tíma sem sveitarfé- lögin hafa til að fullnusta einsetn- ingarákvæðið um tvö eða þrjú ár. Ég er talsmaður þess að flytja verkefni til sveitarfélaganna og tel það mikið byggðamál og betri nýt- ingu á peningum, jafnframt því að þjónusta geti orðið betri vegna ná- lægðar og þekkingar á aðstæðum. Grunnskólayfirfærsluna taldi ráð- herra hafa tekist vel. Þó væri ástæða til að hafa áhyggjur af þróun launa- mála kennara. „Einstök sveitarfélög hafa reynst óþarflega undanlátssöm og rofíð þá samstöðu sem var um störf launanefndarinnar. Osk kenn- ara var að samið yrði við einn aðila. Jöfnunarsjóður greiðir sveitarfélög- um aukakostnað við skólahald sam- kvæmt sanngjömum reglum og nk- ið stendur fyllilega við samninga, en ekkert þýðir að senda jöfnunarsjóði reikning fýrir sértækum launahækk- unum kennara.“ Páll Pétursson ræddi síðan yfír- færslu á málefnum fatlaðra og þá þróun sem orðið hefði í reynslu- sveitarfélögunum við meðferð þessa málaflokks, hann ræddi ný húsnæð- islög sem hann taldi mikið fram- faraspor. Vanda sveitarfélaga vegna of dýrra innlausnaríbúða verði að leysa en það gerist ekki nema á nokkrum ámm, sagði Páll. Ráðherra vék að fleiri nýmælum, s.s. að nýrri jafnréttisáætlun, frum- varpi til jafnréttislaga, að tillögu um mótun opinberrar fjölskyldustefnu og að undirbúningi nýrra barna- verndarlaga. Nýju sveitarstjórnar- lögin kvað hann skapa sveitarfélög- unum betra starfsumhverfí og fjár- málakaflann leiða til styrkari fjár- málastjómar sveitarfélaganna þegar til lengri tíma væri litið. Geir H. Haarde fjármálaráðherra flutti erindi um verkefni og viðhorf til samstarfs ríkis og sveitarfélaga þar sem hann varpaði fram hug- mynd um að formlegt samstarf yrði tekið upp milli ríkis og sveitarfélaga um efnahagsmál. Erindi fjármála- ráðherra er birt aftan við þessa frá- sögn. Sesselja Ámadóttir, deildarstjóri í félagsmálaráðuneytinu, gerði siðan grein fyrir fjármálakafla nýju sveit- arstjórnarlaganna. Hún skrifaði grein um nýju sveitarstjómarlögin í 3. tbl. Sveitarstjómannála 1998 og skýringar með lögunum í Handbók sveitarstjóma númer 23 sem fæst á skrifstofu sambandsins. Gunnar Bjömsson, formaður und- irbúningsnefndar íbúðalánasjóðs, flutti erindi um framkvæmd nýju laganna um húsnæðismál. Var er- indi hans birt sem grein í 4. tbl. Sveitarstjómarmála 1998. Karl Bjömsson, formaður Launa- nefndar sveitarfélaga, flutti erindi er hann nefndi Þróun kjaramála - fjár- mál sveitarfélaga og var erindi hans einnig birt sem grein í 4. tbl. 1998. Að morgni síðari ráðstefnudags- ins flutti Sigfús Jónsson, rekstrar- og stjómunarráðgjafi, Nýsi hf., er- indi er hann nefndi Einkafram- kvæmd - tækifæri fyrir sveitarfé- lög? Þá flutti Marta Hildur Richter, forstöðumaður Héraðsbókasafns Kjósarsýslu í Mosfellsbæ, erindi um tölvuvæðingu almenningsbóka- safna. Um það efni skrifaði hún í 3. tbl. Sveitarstjómarmála á sl. ári. Loks flutti Friðrik Már Baldurs- son, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, er- indi er hann nefndi Efnahagsáætlan- ir fyrir árið 1999 - Forsendur og helstu óvissuþættir við gerð fjár- hagsáætlunar fyrir árið 1999 og þriggja ára áætlunar 1999-2001. Hann kvaðst gera ráð fyrir að um- fang sveitarfélaga í búskap hins op- inbera myndi aukast frá árinu 1996 úr tæplega 23% í tæplega 28% árið 1999. Heildarútgjöld á árinu 1998 væru áætluð 57,1 milljarður króna og tekjur 53,4 milljarðar króna og hallarekstur því um 3,7 milljarðar á árinu 1998. Hann væri áætlaður 3,1 milljarður á árinu 1999. Verðlag væri stöðugt svo og gengi. Efna- hagsstefnan myndi mótast af öflug- um hagvexti og lífskjarabata til langframa. Að framsöguerindum loknum urðu almennar umræður um efni ráðstefnunnar. Ráðstefnuna sótti hátt á fjórða hundrað þátttakenda að meðtöldum fyrirlesumm og boðsgestum. Sunnlendingar við borð. Á myndinni eru, talið frá vinstri, Guðmundur Svavarsson, oddviti Hvolhrepps, Ágúst Ingi Ólafsson, sveitarstjóri Hvolhrepps, Loftur Þorsteins- son, oddviti Hrunamannahrepps, Sveinn Ingvarsson, oddviti Skeiðahrepps, og Árni Erlendsson, oddviti Austur-Landeyjahrepps. Myndirnar frá fjármálaráðstefnunni tók Gunnar G. Vigfússon. 4 5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.