Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1999, Side 63

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1999, Side 63
FRA LAN DSHLUTASAMTOKUNUM gætir ekki annars staðar. Það er því mjög mikilvægt að Fjórðungssamband Vestfirðinga haldi vöku sinni gagn- vart hagsmunum einstakra byggðarlaga jafnt og fjórð- ungsins alls. Það eru e.t.v.nýmæli að slík vöktun sé sett af stað í til- teknum fjórðungi en með tilliti til þess hversu gífurlegra hagsmuna Vestfirðingar hafa að gæta gagnvart öllum breytingum á lögum er snerta sjávarútveg er rétt að halda fúllri vöku gagnvart slíkum breytingum þannig að hægt sé að hafa áhrif í tíma teljist hagsmunir fjóröungs- ins fyrir borð bomir. Sóknardagakerfi smábáta Fjórðungsþing Vestfirðinga 1998 skorar á þingmenn Vestljarða og n'kisstjóm íslands að endurskoða núgild- andi ákvæði fiskveiðistjómunarlaga um sóknardagakerfi smábáta með það að markmiði að koma á stöðugleika í því. Fjórðungsþing ítrekar mikilvægi þess að við breyt- ingar á fiskveiðistjómunarlögum sé haft í huga að þær valdi ekki hættu á byggðarröskun einstakra byggðarlaga eða landsfjórðunga. Þingið ályktar að stefna beri að því að auðlindir í íjöröum og á landgmnni nýtist aðlægum byggðum um- ffam aðrar. Fordæmi slíkrar röðunar er að finna í úthlut- un á veiðileyfum svo sem til veiða á innfjarðarækju, hörpudiski og kúfiski. Minna má á hefðbundna nýtingu á staðbundnum stofnum, s.s. steinbít, humri og e.t.v. staðbundnum þorskstofnum, sem líkur em á að finnist í vestfirskum fjörðum. Stefnumótun fjórðungssambandsins 43. fjórðungsþingið felur stjórninni að vinna að stefnumótun fyrir fjórðungssambandið og skila tillögum í þeim efnum fyrir næsta fjórðungsþing. Einnig felur þingið stjóm FV að fylgjast náið með öllum tillögum Þrír glaðværir oddvitar, Guðmundur B. Magnússon í Kald- rananeshreppi, Björgvin Sigurjónsson í Tálknafjarðarhreppi og Gunnsteinn Gíslason í Árneshreppi. Við borðið sitja, talið frá vinstri, Gunnsteinn Gislason, oddviti Árneshrepps, Valdemar Guðmundsson, bæjarfulltrúi í Bol- ungarvík, og Alda J. Ólafsdóttir, varabæjarfulltrúi í Bolungar- vík. Aftar á myndinni eru, einnig taiið frá vinstri, Eiríkur Finnur Greipsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri FV, og sýslumenn- irnir Ólafur Helgi Kjartansson og Þórólfur Halldórsson. um breytta kjördæmaskipan og heimild til að skipa nefnd í þeim efnum. Alyktuninni fýlgir svofelld greinargerð: Starf landshlutasamtakanna er með mismunandi hætti og tekur mið af því hvaða verkefni sveitarfélögin fela þeim. Ljóst er að skiptar skoðanir eru meðal sveitar- stjómarmanna á Vestfjörðum um hvaða hlutverk þeir telji að fjórðungssambandið eigi að gegna. I fjórðungs- sambandinu felst mikill kraftur og er þar víðtæk reynsla saman komin. Fjórðungssambandið gæti virkað eins og regnhlíf yfir sameiginleg verkefni sveitarfélaganna og orðið þannig umsvifamikill rekstraraðili. Aðrir telja að það eigi að vinna og taka þátt í brautryðjendastarfi eins og stofnun atvinnuþróunarfélagsins, uppbyggingu fjar- náms og stofnun þróunarseturs. Þar sem fyrirsjáanlegt er að flutningur verkefna frá ríki til sveitarfélaga muni halda áfram er nauðsynlegt að unnið sé að því að kanna hvemig slíkum málum er best komið. Fjórðungssam- band Vestfirðinga er samstarfsvettvangur sveitarfélag- anna og kostað af þeim. Því er eðlilegt að sveitarstjómar- menn geri upp við sig með hvaða hætti sveitarfélögin fái sem mest út úr þátttöku í fjórðungssambandinu. Bætt ímynd Vestfjarða 43. fjórðungsþingið felur stjórn að vinna áfram að bættri ímynd Vestfjarða með markvissum hætti í nánu samráði við sveitarstjómir. Til þessa verks fari ákveðið fé af fjárhagsáætlun og verði það notað til kynningar á Vestfjörðum og málefnum Vestfirðinga. Svofelld greinargerð fylgir þessari ályktun: Vestfirðingar hafa á undanfömum ámm farið halloka í almennri þjóðfélagsumræðu. Er nú svo komið að þorri landsmanna hefúr mjög brenglaða mynd af Vestfjörðum 57

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.