Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1999, Page 68

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1999, Page 68
FRÁ LAN DSHLUTASAMTÖKUNUM á málefnum fatlaðra til sveitarfé- laga, gerði grein fyrir áfangaskýrslu nefndarinnar. Soffia Gísladóttir, fé- lagsmálastjóri Þingeyinga, gerði grein fyrir uppbyggingu sameigin- legrar félagsþjónustu í Þingeyjar- sýslum. Málefni fatlaðra á Norðurlandi eystra eru með sérstökum hætti, því þau eru nú í höndum sveitarfélaga á svæðinu, samkvæmt samningi við ríkisvaldið, til ársloka 1999. Akur- eyrarbær annast þjónustu við fatlaða á Eyjafjarðarsvæðinu og Félags- þjónusta Þingeyinga annast þjón- ustu við fatlaða á sínu þjónustu- svæði. Þær Valgerður og Soffía lögðu áherslu á að sú reynsla sem fengist af stjómun sveitarfélaganna á mál- efnum fatlaðra samkvæmt samn- ingnum yrði nýtt sem best við und- irbúning að yfirfærslu málaflokks- ins ffá ríkinu til sveitarfélaganna. Undirbúningur að breyttri kjördæmaskipan og breyttum kosningaiögum Valgerður Sverrisdóttir alþingis- ntaður flutti erindi og gerði grein fyrir störfum nefndar sem unnið hefur að undirbúningi að breyttri kjördæmaskipan og breyttum kosn- ingalögum. Valgerður sagði núver- andi lög gölluð m.a. vegna misvæg- is atkvæða milli kjördæma. Jafn- vægi væri þó í Norðurlandskjör- dæmi eystra, sem hefði um 10% af íbúaijölda landsins og um 10% af þingmannafjölda. Þá kynnti hún nokkrar hugmyndir sem hefðu verið skoðaðar og snerta Norðurland eystra. Ályktun um forvarnir í fíkniefnamálum Aðalfundurinn samþykkti að skipaður yrði samstarfshópur á veg- um samtakanna til þess að samhæfa störf þeirra hópa sem starfa að for- vömum í fíkniefnamálum á starfs- svæðinu og var stjóm Eyþings falið að skipa starfshópinn. Ályktun þessi er í samræmi við samþykkt sem var gerð á ráðstefnu sem haldin var á Húsavík fyrr á ár- inu á vegum átaksins „Island án eit- urlyfja 2002“. Þar var óskað eftir því að Eyþing kæmi á fót starfshópi til þess að kynna sér hvaða hópar væru starfandi að forvörnum á svæðinu og virka sem upplýsinga- og samræmingaraðili fyrir þá. Stjórn Eyþings Stjórn Eyþings var kosin til tveggja ára. Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri Akureyrar, var kosinn formaður. Aðrir aðalmenn í stjóm vom kosnir Kristján Olafsson, bæj- arfulltrúi í Dalvíkurbyggð, Guðný Sverrisdóttir, sveitarstjóri Grýtu- bakkahrepps, Skarphéðinn Sigurðs- son, oddviti Bárðdælahrepps, og Gunnlaugur Júlíusson, sveitarstjóri Raufarhaffiarhrepps. Þá var kosið í fímm manna skóla- ráð Eyþings, sem fer með málefni Skólaþjónustunnar í umboði stjóm- ar samtakanna. Loks voru kosnir fjórir fulltrúar á samráðsfund Landsvirkjunar. Næsti aðalfundur í Grímsey Þorlákur Sigurðsson, oddviti í Grímsey, kvaddi sér hljóðs og bauð til næsta aðalfundar Eyþings I Grímsey á árinu 1999. T 1969-1999 30 ára reynsla h Einangrunargler lj óðeinangrunargler öryggisgler GLERVERKSMIÐJAN SaMVerk ehf, Eyjasandur 2 • 850 Hella Sími 487 5888 • Fax 487 5907 62

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.