Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1999, Qupperneq 4

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1999, Qupperneq 4
FORUSTUGREIN Haustverk Göngur og réttir eru hin sígildu haustverk íbúa sveit- anna. Skipulag búfjársmalana og niðuijöfnun fjallskila eru eitt elsta verkefhi sveitarstjóma í landinu. Smölun sauðíjár og hrossa af víðfeðmum heiðum og torfæm fjalllendi krafðist skipulags, sem eðlilegast var að stað- bundið stjómvald bæri ábyrgð á og enn er þetta verk- efni sveitarstjóma og fjallskilanefnda þeirra. Skipulag sameiginlegra smalana er ennþá víða með fomum hætti, byggt á reynslu kynslóðanna, þótt aðbúnaður manna og hesta í fjallleitum sé nú allur annar en áður var. Mörg sveitarfélög hafa byggt upp góða leitar- mannaskála og hesthús á heiðunum, sem nýtast öðmm ferðamönnum í annan tíma. Trússahestar em að mestu aflagðir og bílar með vistir fylgja leitarmönnum sem hvílast í góðum húsum. í langsóttum og erfiðum fjall- leitum er nú jafnvel notast við vélknúin farartæki þar sem aðstæður gera slíkt mögulegt. Margra sólarhringa Qallleitir em því tæpast sú karlmennskuraun sem áður var þótt illviðri geti vissulega reynt á þolrif leitar- manna. Áður var réttardagurinn stór viðburður í fábreyttu hversdagslifi, þar sem saman vom fléttuð nauðsynleg störf og lífleg skemmtun. Nú er hann krydd í fjöl- breytnina. Þar hverfúr kynslóðabilið og ungir og aldnir ganga að sömu störfúm án tillits til stéttar eða stöðu. Þangað sækja brottfluttir íbúar sveitanna til að hitta gamla kunningja. Þar kynnast böm og unglingar göml- um vinnubrögðum, sem þau taka þátt í með gleði án þess að hirða um efnahagslegan afrakstur i þjóðfélagi peningahyggjunnar. Sauðfjár- og stóðréttir em i raun eina íslenska upp- skemhátíðin sem hægt er að nefna því nafni og bera saman við uppskemhátíðir sem langar hefðir em fyrir í öðmm löndum, þar sem ungir og aldnir gera sér glaðan dag að loknum góðum áfanga. Á tímum stóraukinnar ferðamennsku em þess háttar viðburðir fjölsóttir er- lendis. Uppskemhátíðin íslenska, réttimar, hafa í litlum mæli verið markaðssettar sem slíkar. Með auknum frí- tíma íslendinga og vaxandi fjölda erlendra ferðamanna mætti tvímælalaust gera meira úr þeim viðburði sem réttimar em til beinna hagsbóta fyrir ferðaþjónustuna i landinu. Þannig væri í senn ræktuð skylda við fortiðina, unga fólkið, framtíðina og landbúnaðinn sem atvinnu- veg og jafnframt komið til móts við sívaxandi þörf fólks fyrir fjölbreytta afþreyingu. Um leið væri við- haldið gömlum hefðum sem gætu verið á undanhaldi víða um land, fyrir hugsunarleysi. Undirbúningur að setningu fjárlaga ríkisssjóðs er eitt af hinum hefðbundnu haustverkum ríkisstjómar og Al- þingis. Skin og skúrir hafa skipst á í eftiahags- og at- vinnumálum þjóðarinnar á undanfornum árum. Til fjölda ára var rikissjóður rekinn með halla og atvinnu- leysi var landlægt um tíma. Sveitarfélögin létu ekki sinn hlut eftir liggja við að snúa því ástandi við. Á tímabili greiddu þau sérstakan skatt til að bæta fjár- hagsstöðu ríkissjóðs, svokallaðan lögregluskatt. Siðan vörðu þau árlega miklum fjármunum með ýmsum hætti til að draga úr atvinnuleysi. Nýverið var skattffelsi líf- eyrisiðgjalda lögleitt og auk þess hafa verið gerðar ýmsar aðrar breytingar á skattalöggjöfinni, sem skert hafa tekjur sveitarfélaganna og gera það ffamvegis ár- lega ef ekkert kemur í staðinn. Jafhffamt liggur fyrir að auknar skyldur hafa verið lagðar á sveitarfélögin á sama tíma. Þar má nefha t.d. einsetningu grunnskóla og ffágang holræsa fyrir tiltekinn tima en það em fjárffek- ustu ffamkvæmdir sveitarfélaganna um þessar mundir. Hagur ríkissjóðs hefur vænkast að undanfömu en fjárhagsleg afkoma sveitarfélaganna versnað og þau safnað skuldum, sem ekki getur gengið til lengdar. Sveitarfélögin hafa verið gagnrýnd fyrir hallarekstur og að draga ekki saman umsvif sín þegar verðbólgan fer vaxandi. Sú gagnrýni er óréttmæt. Sveitarfélögin em bundin af lögskyldum um ffamkvæmdir og þjónustu og tekjuöflun þeirra em settar skorður með löggjöf. Eitt brýnasta verkefhi þessa hausts er að leita leiða til að styrkja fjárhag sveitarfélaganna. Þegar fjallað er um tekjuafgang rikisins er jafhffamt nauðsynlegt að hafa i huga hallarekstur sveitarfélaganna. Mikill mismunur á afkomu ríkis og sveitarfélaga sýnir að opinberum tekju- stofhum er misskipt milli ríkis og sveitarfélaga. Tekju- stofnar sveitarfélaganna verða á hveijum tíma að vera í samræmi við lögskyld verkefhi þeirra, að öðrum kosti safna þau skuldum. Það hlýtur að vera sameiginlegt markmið stjómvalda, ríkis og sveitarfélaga, að leita leiða til þess að bæði stjómsýslustigin, ríki og sveitarfé- lög, hafi raunhæfan rekstrargmndvöll og að hvomgt þeirra sé rekið með halla í góðæri. Þórður Skúlason 1 94
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.