Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1999, Blaðsíða 7

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1999, Blaðsíða 7
KYNNING SVEITARFÉ LAGA Grenjaðarstaður var snemma þekktur sem eitt af bestu brauð- um landsins. Ljósm. Jón Karl Snorrason. Hafralækjarskóli. Ljósmyndastofa Péturs, Húsavík. Félagsheimilið Ýdalir. Ljósmyndastofa Péturs, Húsavík. Leikskólinn Barnaborg. Ljósmyndastofa Péturs, Húsavík. Mannlíf og sögustaóir Ekki er mikið sagt frá Aðaldælingum í fomsögum. Áskell goði í Hvammi (Presthvammi) er þeirra þekktast- ur en hann var veginn þegar hann var að reyna að sætta óeirðarseggi. Grenjaðarstaður sem er prestssetur var snemma á öldum þekktur staður enda eitt af bestu brauðum landsins. Þar er nú varðveittur gamall bær frá því urn miðja síðustu öld. Þar er byggðasafn sem er opið yfír sumarmánuðina. Timburkirkja er þar, byggð árið 1865. í Múla bjó Stjömu-Oddi um árið 1100 sem var merk- ur vísindamaður á sinni tíð, þar var prestssetur fram að síðustu aldamótum. í Nesi er kirkja, byggð árið 1903, timburkirkja. í Ár- nesi, sem er nýbýli frá Nesi, bjó Hermóður Guðmunds- son sem þekktastur var sem forustumaður bænda í svo- kallaðri Laxárdeilu sem olli þáttaskilum í allri umræðu um náttúmvemd á íslandi. Á Sandi bjó skáldið Guðmundur Friðjónsson. Á síðari ámm hafa þó líklega málverk Hrings Jóhann- essonar borið hróður dalsins víðast, en hann var með vinnustofu í Haga og myndefni var oftast úr næsta ná- grenni. Hinn 1. desember 1998 vom íbúar sveitarfélagsins 300. Skólar og félagslíf Farskóli var í hreppnum frá því snemma á öldinni. Kennt var þá á ýmsum bæjum eftir því sem húsakynni sem nothæf vom buðust. Árið 1954 var byggt í landi Grenjaðarstaðar skólahús nreð tveimur skólastofum fyrir heimangönguskóla; þá lagðist farskólinn að mestu af. Árið 1964 fannst heitt vatn í landi Hafralækjar. í fram- haldi af því var farið að huga að því að byggja sameigin- lega skóla fyrir Aðaldælahrepp, Reykjahrepp og Tjör- neshrepp. Sá skóli heitir Hafralækjarskóli og þjónar lýrr- töldum hreppum ásamt norðurhluta Ljósavatnshrepps. Skólinn tók til starfa árið 1972; þar em nú tæplega 100 nemendur. 1 97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.