Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1999, Qupperneq 28

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1999, Qupperneq 28
MENNINGARMÁL Menningarráðgjafi á Þróunar- sviði Byggðastofhunar Guðrún Helgadóttir menningarráðgjafi, Þróunarsviði Byggðastofnunar Á haustdögum tók greinarhöfund- ur til starfa sem menningarráðgjafi á Þróunarsviði Byggðastofnunar á Sauðárkróki. Forsaga málsins er sú að sl. sumar tók stjóm Byggðastofn- unar þá ákvörðun að veita fjármagn til eflingar menningarstarfsemi á landsbyggðinni í samræmi við 10. grein þingsályktunar um stefnu í byggðamálum fyrir árin 1999-2001. Menntamálaráðuneytið hafði þá leitað eftir hugmyndum Byggða- stofnunar um aðgerðir og má segja að stjóm stofnunarinnar hafi bmgð- ist skjótt við með tvíþættri ákvörð- un: að ráða starfsmann og að veita atvinnuþróunarfélögunum Qárveit- ingu til að sinna þessum málaflokki. Opinberir aðilar, ríki og sveitarfé- lögin, reka menningarstofnanir og fara með stjómsýslu á sviði menn- ingarmála. Menningarmál í merk- ingunni listir og safnastarf heyra undir menntamálaráðuneytið að því er snertir mál sem varða landið í heild og undir sveitarfélögin og em hjá þeim vistuð ýmist með ffæðslu- málum eða íþrótta- og æskulýðs- málum eða í sérstökum menningar- málanefndum sem fara með mála- flokkinn í hlutaðeigandi sveitarfé- lagi. En hvers vegna er Byggða- stofnun farin að vasast í menningar- málum með ráðningu menningar- ráðgjafa? Hvaða erindi eiga menn- ingarmálin inn í byggðastefhu? Það er þrennt sem kemur fyrst upp við rökstuðning þeirrar áherslu sem menningarmálum er ætluð í nú- verandi byggðastefnu: • Menning er atvinnugrein, og með viðurkenningu á þeirri staðreynd opnast augu okkar fyrir ákveðnum tækifærum til að auka fjölbreytni atvinnulífs á landsbyggðinni. • Menning, tækifæri til að njóta hennar bæði sem neytandi og gerandi er meðal þess sem fólk nefhir helst sem nauðsynlegan þátt í að gera samfélag æski- legt til búsetu. • Menningarminjar og menning- arverðmæti þjóðarinnar er í miklum mæli að finna á lands- byggðinni. Þar standa þau í sínu sögulega samhengi og varðveisla þeirra og kynning er nauðsyn fyrir framtíðina. Til þess að þetta sé hægt þarf að stuðla að meiri starfsemi á þessu sviði alls staðar á land- inu. Verksvið mitt sem menningarráð- gjafí er í grófum dráttum fjórþætt: • Að hafa yfírsýn og veita upp- lýsingar þeim aðilum sem starfa að menningarmálum á landsbyggðinni. • Að veita ráðgjöf, bæði aðilum á landsbyggðinni og þeim aðil- um sem eiga að starfa á land- inu sem heild. • Að stunda og stuðla að rann- sóknum á menningarmálum á landsbyggðinni. • Að stuðla að enn virkari tengslum þeirra sem starfa að menningarmálum, bæði land- rænt og svæðisbundið. Sveitarfélögin og samtök þeirra eru einn mikilvægasti hlekkurinn í keðju þeirra samstarfsaðila sem standa að menningarstarfsemi á landsbyggðinni. Því er það kærkom- ið að fá að kynna þetta nýja starf hér á síðum Sveitarstjórnarmála. Eg sendi einnig erindi til sveitarstjóma til kynningar og jafnframt óska ég eftir samstarfi við menningarfulltrúa sveitarfélaganna. Byggðastofnun mun á næstunni boða til fundar sveitarstjóra á Byggðabrúnni til að kynna samstarf um búsetuþætti, en menningar- og menntamál eru einmitt einn þessara þátta. í næstunni verður í Sveitarstjóm- armálum ítarlegar fjallað um menn- ingarmál, enda verður starfið þá far- ið að mótast nánar. Að lokum hvet ég lesendur til að nýta sér þá þjón- ustu sem Þróunarsvið Byggðastofh- unar veitir undir merkjum menning- arráðgjafar og læt hér fylgja póst- og netfang með óskum um farsælt samstarf að eflingu menningarstarf- semi úti um land. Guðrím Helgadóttir menningarráðgjafi Þróunarsvið Byggðastofnunar Skagfirðingabraut 21 550 Sauðárkrókur netfang: gudrun@bygg.is 2 1 8
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.