Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1999, Síða 35

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1999, Síða 35
VERKASKIPTING RIKIS OG SVEITARFÉ LAGA MÁLEFNI FATLAÐRA Á NORÐURLANDI VESTRA Skipurit sem sýnir skipulag þjónustunnar á Norðurlandi vestra. 1998, voru málefni fatlaðra annað aðalmálefnið sem til umljöllunar var. Fyrir þinginu lá tillaga frá landshlutaneíhd þess efnis að sveit- arfélög á Norðurlandi vestra veldu 3. leiðina þegar af yfírfærslu mál- efna fatlaðra til sveitarfélaganna yrði. Með því móti taldi nefndin hagsmuni þeirra sem þjónustunnar eiga að njóta best tryggða um leið og skilyrði væru sköpuð til hagræð- ingar í rekstri og félagsþjónusta sveitarfélaga efld á þjónustusvæð- unum. Nefndin taldi æskilegast að yfirtaka málaflokkinn um áramótin '98/'99 á grundvelli samningsdraga sem fyrir lágu, með því skilyrði að nægilegir fjánnunir yrðu tryggðir til að veita fötluðum þá þjónustu sem þeim ber samkvæmt lögum. Það vafðist fyrir mönnurn að skil- greina hvað væru „nægilegir fjár- munir“ og ákveðin sveitarfélög lýstu sig andsnúin því að semja um yfirtöku málaflokksins yfirleitt. Niðurstaðan á þinginu varð sú að fela stjóm SSNV að vinna að samn- ingi við félagsmálaráðherra um yfir- töku málefna fatlaðra á gmndvelli 13. gr. laga nr. 59/1992 um málefni fatlaðra. Samningur skyldi byggja á þeim samningsdrögum sem fyrir lágu og landshlutanefnd hafði mælt með. Þingið lagði áherslu á að samið yrði um nægilega fjármuni til að tryggja fötluðum þá þjónustu sem þeim ber samkvæmt lögum. Þingið samþykkti jafnffamt að boð- að yrði til aukaþings innan tveggja mánaða þar sem frekari afstaða yrði tekin til málsins. A gmndvelli þessarar samþykktar hélt samningaþófið áfram og var boðað til aukaþings á Sauðárkróki þann 14. nóvember 1998. Fyrir það þing hafði bæjarstjóm Sigluíjarðar samþykkt eftirfarandi skilyrði fyrir staðfestingu samningsins: 1. Skilgreint verði í samningnum, eða í fylgiskjali tengdu honum, hvaða þjónustuþörf er lögð til grundvallar í upphafi. (Má vera trúnaðarskjal sem vísað er til). 2. í samninginn komi ákvæði þess efnis að þjónustuþörf verði metin af faghópi ársfjórðungslega á gildis- tíma hans með tilliti til hugsanlegrar aukningar. Tryggt verði að aukist þjónustuþörf sannanlega komi til aukin fjárffamlög jafhóðum á samn- ingstímanum. 3. Hverju og einu aðildarsveitarfé- 225

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.