Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1999, Blaðsíða 40

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1999, Blaðsíða 40
FRÆÐSLUMAL Ijóst að hér er um beina þjóðhags- lega nauðsyn að ræða. Framtíö símenntunarmið- stöðva Frá stofnun Miðstöðvar símennt- unar á Suðurnesjum hafa komið fram sambærilegar stofnanir, svo sem Fræðslunet Austurlands og Sí- menntunarmiðstöð Vesturlands, og simenntunarmiðstöðvar á Vestfjörð- um og á Norðurlandi vestra og fleiri eru í burðarliðnum, svo sem á Suð- urlandi, Norðurlandi eystra og í Hafnarfirði (að höfundi er kunnugt). Þessar stofnanir eru að mörgu ólíkar svo sem hvað snertir fjármögnun enda stofnað til þeirra á mismun- andi forsendum. Það sem þær eiga þó allar sameiginlegt er að allar taka þær mið af þeim aðstæðum sem eru á hveijum stað og leitast er við að sameina sem flesta hagsmunaaðila undir sama hatt. Menntamálaráðherra og Alþingi hafa með lögum mótað umgjörð og vísað veginn fyrir þau skref sem taka þarf á næstu árum. Alþingi hef- ur auk þess á síðasta ári lagt nýjum símenntunarmiðstöðvum myndar- legan farareyri. Rekstursframlag af fjár- lögum hins opinbera An þess að hér verði lögð fram bein tillaga að skiptingu kostnaðar milli aðila er hins vegar brýnt að hið opinbera tryggi símenntunarmið- stöðvum framlög á Qárlögum til þess að sinna upplýsinga- og ráð- gjafarskyldu gagnvart almenningi þessa lands. Hið opinbera leggur til fjármagn til framkvæmda, svo sem vega og samgöngukerfis lands- manna óháð því hver það er sem nýtir eða hversu oft einfaldlega vegna þess að það er talið sainfé- lagsleg skylda og þjóðhagsleg nauð- syn. Með nokkrum rétti má einnig færa fyrir því rök að menntun sem æviverk þurfi sitt almenna „leiða- kerfi“ þar sem hver sem er, neyt- endur - einstaklingar, fyrirtæki og stofhanir, geti leitað upplýsinga og ráðgjafar í „frumskógi“ námsfram- boðsins og að sama skapi að hvaða „framleiðandi" námsefhis eða nám- skeiða sem er geti miðlað sínu efni - enda uppfylli sá hinn sami þær gæðakröfhr sem gera verður til slíks efnis. Símenntun - ábyrgð sveit- arfélaga Það er sjálfsagt að æra óstöðugan að minnast á Qárhagslega ábyrgð sveitarfélaga á símenntun þegar stærstur hluti útsvarstekna sumra sveitarfélaga rennur nú þegar til fræðslumála og grunnskólinn fær aukið vægi í sveitarstjómarmálum. Sveitarstjórnarmenn gera sér vel grein fyrir þvi að menntun og fræðsla, sem lengi var talin til „- mjúku málanna", verður ekki tekin úr samhengi við annað, svo sem at- vinnu- og byggðamál. Þetta sést ekki síst á því hversu myndarlega er tekið á þessum málum víða þrátt fyrir þröngan stakk og brýn verkefni. Simenntun er og verður sam- starfsverkefni og það þarf heldur ekki alltaf að koma mikið til þegar margir em um. Samband sveitarfé- laga á Suðurnesjum leggur til um tvær milljónir á ári til Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum til þriggja ára og á Suðumesjum em hátt í 16.000 íbúar. Aðrir eignaraðil- ar leggja fram svipaða upphæð. Það munar vissulega um þegar verkefn- in em mörg, en það er i sjálfu sér ekki fjárhæðin sem slík sem skiptir meginmáli í þessu sambandi heldur sá vilji sem Iiggur að baki og sú staðfesting sem í því felst. Það að sveitarfélög og aðilar vinnumarkað- ar leggi til fjármagn til reksturs si- menntunarmiðstöðva i heimabyggð felur í sér yfirlýsingu um það að um sé að ræða verðugt verkefni og ekki síður vilja til að axla ábyrgð á við- fangsefninu. Fmmkvæðið kemur að heiman og ábyrgðin hvilir þar einnig. Um ábyrgö aöila vinnu- markaöar Einhver myndi vilja spyrja um ábyrgð atvinnulífsins og launþega þegar kemur að simenntun. Vissu- lega er ábyrgð þeirra mikil og það verður að segjast sem er að fyrirtæki á íslandi hafa hingað til varið litlu til símenntunar starfsmanna6’ og standast vart önnur lönd í Evrópu - hvað þá „löndin sem við viljum gjaman bera okkur saman við“. Hitt er svo annað mál að greinarhöfund- ur hefur ekki miklar áhyggjur af því að innan tíðar snúist þetta við. Það er einfaldlega forsenda þess að fyr- irtækin lifi að þau fjárfesti í mennt- un og þjálfún starfsmanna og vax- andi hópur stjómenda fyrirtækja á íslandi áttar sig á þeirri staðreynd eins og dæmin sýna. Að sama skapi leggja samtök launþega meiri áherslu á símenntun sem möguleika umbjóðenda sinna til betri starfa ekki síður en hærri launa í krafti samninga. En það em ekki mörg ár síðan aðilar vinnumarkaðar litu á „námskeið“ sem dulbúna launa- hækkun í samningum og í mörgum tilfellum í raun hreinan óþarfa. 28. ágúst - dagur símenntunar MENNT- samstarfsvettvangur at- vinnulífs og skóla - var formlega stofnuð þann 27. nóvember 1998 en um leið vom Sammennt og Starfs- menntafélagið lögð niður. MENNT er vettvangur fyrir þrihliða samræð- ur aðila vinnumarkaðar og skóla um menntamál og hefúr það að mark- miði samkvæmt lögum félagsins: • að efla inenntun hvers einstakl- ings og stuðla þannig að lifsham- ingju hans • að stuðla að öflugra atvinnulífi þar sem framsýni, þróun og að- lögunarhæfni em sett í öndvegi með menntun við hæfi • að efla samkeppnishæfni og framleiðni fyrirtækja • að efla hæfni starfsmanna og treysta stöðu þeirra á vinnumark- aði • að efla starf skóla og annarra ffæðslustofhana. Tæplega sextíu lögaðilar, skólar, 230
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.