Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1999, Síða 61

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1999, Síða 61
BRUNAVARNIR Standast verö- og gæöa- samanburö viö innflutta slökkvibíla Nýverið tók Almenna vörusalan þátt í útboði á smíði slökkvibíla á vegum Innkaupastofnunar Reykja- víkurborgar, sem annaðist útboðið fyrir hönd Sambands íslenskra sveitarfélaga og Eignarhaldsfélags- ins Brunabótafélags íslands. Sigur- jón segir að þar hafi komið berlega í ljós að MT-slökkvibílamir séu með- al hagstæðustu lausna sem bjóðast fyrir sveitarfélögin. í flokki minni bíla var tilboð Almennu vörusöl- unnar lægst í krónum talið en mats- nefnd í útboðinu ákvað að beina þeim tilmælum til sveitarfélaga er hygðu á kaup á slökkvibílum af þessari stærð, að snúa viðskiptum sínum til einhvers þeirra þriggja að- ila sem lægstir voru í útboðinu. Nefndin gerði ekki upp á milli þriggja lægstu tilboðanna, þrátt fyrir að þau stæðust allar kröfur í útboð- inu. Næst á eftir tilboði Almennu vörusölunnar komu tvö innflutn- ingsfyrirtæki slökkvibíla. „Almenna vörusalan er eina fyrir- tækið hér á landi sem sérhæfir sig í þróun og framleiðslu á slökkvibíl- um og ég er mjög ánægður að sjá að okkur tekst að smíða bíla sem stand- ast fyllilega þær ströngu kröfúr sem kaupendur gera til slökkvibíla hér á landi og að við bjóðum jafnframt vöru á mjög hagstæðu verði í sam- anburði við innflutninginn. Þetta segir mér að hér eru iðnaðarstörf á ferðinni sem hægt er að færa heim til íslands og það er mikils virði. Sveitarfélög úti um land standa flest frammi fyrir harðri baráttu í at- vinnumálum og þess vegna eru öll ný störf vel þegin. Ég hef sett mér það markmið að skapa 3-4 ársstörf í fyrirtækinu og það er ekki svo lítils virði fyrir stað eins og Ólafsfjörð. Ég á það á hinn bóginn undir kaup- endum hvort markmiðið gengur eft- ir en hér er komið að þeirri spum- ingu hvort velja á íslenskt eða ekki. Það er í mínum huga einfalt val.“ -----------\ Reiðhjóla- grindur Framleiði reiðhjólagrindur, hentugar til notkunar við skóla, íþróttamannvirki og hvar sem hjól eru notuð: a) á vegg kr. 1.950 b) á stétt kr. 2.350 • Heitgalvaniserað 12 mm gegnheilt járn í grind. • Heitgalvaniserað 25x25 mm vinkiljárn í undir- stöðu. • Skaðar ekki teinana. • 8 mm göt fyrir festingar. • Sérlega sterkar grindur sem þola mikið álag og henta fyrir allar gerðir nýrri reiðhjóla. • 6 burðarstoðir í hverri einingu tryggja hámarks- styrk og mikla endingu. • Smíðum einnig eftir máli. Hverfisgötu 50, 101 Reykjavík Sími 551 5653 Fax 551 5657 y 25 1

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.