Hermes - 01.05.1970, Page 34

Hermes - 01.05.1970, Page 34
Ljósmyndir: Guðmundur Bogason. I BIFRASTARKAFFI hjá Álfheiði og Sigurði Hreiðar S.l. haust gerðist enn einn fyrrverandi Bifrestingur kennari ó Bifröst og skaut jafnframt öðrum „kollegum" frá Bifröst ref fyrir rass, því hans betri helmingur er líka af Bifrastarkyni. Er hér vitanlega átt við þau hjónin og bekkjarsystkinin frá 1959, Sigurð Hreiðar Hreiðarsson og Álfheiði Guðlaugsdóttur. í NSS ferð að Bifröst í vetur sem leið runnu þeir ritstjórinn og Ijósmyndarinn á kaffilyktina hjá þeim hjcn- um. Styttra varð þó i kaffidrykkjunni en efni stóðu til, því ritstjórinn var brátt kallaður að taflborðinu til að halda uppi heiðri NSS gegn hinum illvinnandi heimamönnum, en hann hefði betur látið það cgert og þegið oftar í kaffibollann. Þau hjónin létu prýðisvel yfir að vera aftur á gömlum slóðum. Álfheiður saknaði að vísu búðarápsins úr höfuðstaðnum og svo vœri ekki hlaupið í leikhús að vild. Sigurður kvað það aftur á móti oft á tíðum vera mikinn kost að vera u.an- bœjarmaður í Reykjavík með M-númer á bílnum, því allt vœri gert fyrir dreifbýlismanninn, sem vœri að flýta sér og vœgar vœri tckið á fávísum sveitamönnum í umferðinni. R. í.

x

Hermes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.