SunnudagsMogginn - 04.12.2011, Blaðsíða 2
2 4. desember 2011
Við mælum með
Miðvikudagur 7. desember
Jólafundur Handarinnar verður
haldinn í Áskirkju kl. 20:30.
Fram koma m.a. Jóhannes
Kristjánsson eftirherma, Jón
Kalman Stefánsson, sem les úr
nýútkominni bók sinni, hljóm-
sveitin Upplyfting og Sölvi
Sveinsson, sem les úr bók sinni.
Mannræktarviðurkenningar
veittar, fjöldasöngur, kaffi og
piparkökur. Aðgangur ókeypis.
Morgunblaðið/Kristinn
Jólafundi Handarinnar
6 Spörfugl Stalíns er sestur
Dóttir Stalíns lést í Wisconsin í Bandaríkjunum á dögunum úr rist-
ilkrabbameini, 85 ára, í sárri fátækt að því er sagt er.
24 Af ferðalagi og einni listasögu
Fyrir skömmu var Bragi Ásgeirsson í skoðunarferðalagi í Evrópu,
áfangastaðirnir: París, Berlín, Dresden og Kaupmannahöfn.
28 Börnin eru framtíðin
„Ég skynjaði sársauka þessa fólks og mitt er að segja frá honum,“
segir Halldóra Geirharðsdóttir sem fór til Haítí og Úganda.
31 Í faðmi fortíðar
Í tilefni af 150 ára fæðingarafmæli Hann-
esar Hafstein, skálds og fyrsta ráðherra
þjóðarinnar, verður opið hús í dag í Hann-
esarholti, Grundarstíg 10, húsinu þar sem
Hannes bjó síðustu æviárin.
34 Reynsla „gaml-
ingja“ er dýrmæt
Hjálparsveit skáta í Reykjavík reynir markvisst að fá gamla félaga til
starfa á ný. Reynslan sýnir að marga langar að koma aftur.
36 Eldað á aðventunni
Uppskriftabókin Góður matur – gott líf inniheldur uppskriftir í takt við
hverja árstíð fyrir sig.
Lesbók
42 „Þetta var hlémegin í tilverunni“
„Ég vildi halda þessum heimi sem ég þekkti og ólst upp við til haga,
því hann er hluti af sjálfum mér,“ segir Hannes Pétursson.
47 Jólahefðirnar lifna …
Í Þjóðminjasafninu eins og öðrum söfnum á landinu er vert að njóta
aðventunnar og huga að íslenskum jólahefðum og þjóðsögum.
Efnisyfirlit
Forsíðumyndina tók Einar Falur Ingólfsson
Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudagsmoggans:
Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson,Börkur Gunnarsson, Helgi Snær Sigurðsson, Inga Rún Sigurðardóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir,
Kristín Heiða Kristinsdóttir, María Ólafsdóttir, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir, Silja Björk Huldudóttir, Skapti Hallgrímsson.
26
30
Augnablikið
Óhjákvæmilegt er annað en klemma aft-ur augun, ríghalda í lærið á næstamanni og biðja guð um að hjálpa sér.Kalt vatn rann á milli skinns og hör-
unds strax í röðinni og um leið og ég sest í stólalyft-
una flækjast skíðin í járnpípunum sem þau eiga að
hvíla á. Alla leið upp er ég nær dauða en lífi af
hræðslu. Sem Eyrarpúki hef ég að mestu haldið mig
á jafnsléttu þessi fyrstu ár ævinnar og Hlíðarfjall að-
eins verið eitt af tignarlegum einkennismerkjum
Akureyrarbæjar í fjarska. Ekki öruggur staður til
að vera á, eins og segir í auglýsingunni. En hjá
skíðaferð með bekknum varð ekki komist.
Mér verður hugsað til Tómasar Guðmundssonar.
Hann orti reyndar um fjallgöngu, en hefði skíða-
lyftan verið komin til Íslands hefði hún hugsanlega
verið nefnd í kvæðinu skemmtilega.
Velta eftir urð og grjóti
aftur á bak og niðr’ í móti.
Hér eru urð og grjót ekki sjáanleg á þessum árs-
tíma en Tómas leitar samt á hugann. Þessi hluti
fremur en lýsingin á því þegar hetjan kleif fjallið.
Vanlíðanin eykst eftir því sem ofar dregur. Hvað
ef lyftan stöðvast? Mér fannst ekki hvasst niðri en
nú er eins og stóllinn rykkist til í vestannæðingi.
Þegar ég opna annað augað til hálfs og mæni til
himins, skjálfandi á beinunum, sé ég að stóllinn
virðist ekki rammlega festur. Skyldi hann geta
dottið af? Ég vil ekki bera beinin í snjóskafli.
Mér er ljóst að þegar fólk horfir til Hlíðarfjalls,
jafnvel um leið og það heyrir af snjó, að ekki sé talað
um ef leiðin liggur í brekkurnar, dettur því yfirleitt
frekar Helena og hljómsveit Ingimars Eydal í hug en
Tómas. Sönglar gjarnan ósjálfrátt texta Ástu Sig-
urðardóttur sem sveitin flutti eftirminnilega endur
fyrir löngu: Á skíðum skemmti ég mér trallallala
lallalalala lallalalala …
Annar hluti lagsins á reyndar betur við mig:
Og svo hröð var mín för
að þar áfram sem ör,
ég þaut nú með bros á vör,
en síðan hoppsa bomm.
Spurning að vísu með brosið en ég var lengi vel
betri í þessu hoppsa bomm, sem ég geri ráð fyrir að
sé að fljúga á hausinn, en að liðast mjúklega niður
fannhvítar brekkur.
Nú nálgast endastöðin. Ég þori ekki fyrir mitt litla
líf að lyfta öryggisgrindinni. Sessunauturinn, sem
er rútíneraður í þeim fræðum, sviptir henni upp, og
á hárréttu augnabliki þarf ég, eftir nokkrar sek-
úndur, að renna mér af pallinum. Annars gín opinn
dauðinn við mér.
Skapti, af stað! Af stað! kallar lyftuvörðurinn en
ég fer hvergi. Svo er eins og hann rykki í mig.
„Vaknaðu! Vaknaðu!“ segi ég. „Við erum að fara í
fjallið!“ Þetta er þá eiginkonan.
Ég skelf, rennsveittur, undir sænginni.
Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
Skíðamaður í Hlíðarfjalli. Tekið skal fram að myndin er ekki af greinarhöfundi enda hélt hann á myndavélinni...
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Hoppsa bomm!
Úkraínski hópurinn FEMEN, sem sérhæfir sig í að mótmæla ber að
ofan, hefur miklar áhyggjur af því að vændi muni blossa upp sem
aldrei fyrr í tilefni af Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu, sem
fram fer í landinu næsta sumar. Dregið var í riðla á EM í Kænugarði í
gær og létu FEMEN-konur sig ekki vanta með kröfuspjöldin.
Veröldin
Reuters
Mótmæla fyrir dráttinn
5. desember
Aðfaranótt 5.
desember efnir
Óperukórinn í
Reykjavík til
minningartónleika á dán-
arstundu Mozarts. Flutt verður
Sálumessa Mozarts á dán-
arstundu hans og þeirra ís-
lensku tónlistarmanna sem lát-
ist hafa frá tónleikunum á sama
tíma 2010 minnst.
5. og 6. des.
Opið hús í
glerblást-
ursverkstæð-
inu á Kjal-
arnesi frá 10 til
15 báða dagana.
Gestablásararnir Ida W. Knud-
sen frá Danmörku og Laura K.
Puska frá Finnlandi munu,
ásamt Ólöfu og Sigrúnu Ein-
arsdætrum, sýna glerblástur.