SunnudagsMogginn - 04.12.2011, Blaðsíða 12
12 4. desember 2011
Miðvikudagur
Golli. Kjartan Þor-
björnsson
hefur verið að mis-
skilja þetta allt sam-
an. Hélt alltaf að
þetta héti Google+ en skilst nú
að þetta sé meira Google†
Steinþór Helgi Arn-
steinsson
Hinar meintu frost-
hörkur í morgun
voru algjört antíklí-
max …
Bragi Valdimar
Skúlason
leit líka stórkostlega
út þegar hann kom
fram á almannafæri
í fyrsta skipti eftir skilnað Demi
Moore.
Föstudagur
Elva Dögg Melsteð
er með „Stingum
af“ Mugisons á heil-
anum frá því í gær,
þetta lag mun alltaf
ylja mér sérstaklega um hjarta-
rætur eftir samsönginn á því í
gær. Og þessi texti … æði:
„hoppum út í bláinn, kveðjum
stress og skjáinn“ – já, er það
ekki bara?
Fésbók
vikunnar flett
Það þótti saga til næsta
bæjar þegar Canon setti á
markað fyrstu Rebel-vélina
fyrir rétt rúmum átta árum,
enda var þar komin fyrsta
stafræna speglavélin á
skaplegu verði, en vestan
hafs var hún fyrsta slík vél
sem kostaði innan við
1.000 dali.
Vélin sem sagt er frá hér
til hliðar kallast Canon Re-
bel T3i / EOS 600D, en svo
mikil þróun hefur orðið í
myndavélatækni á þessum
átta árum að segja má að
hún eigi það eitt sameig-
inlegt með fyrsta Rebelnum
að vera myndavél.
Fyrsta Rebel-vélin, Canon
EOS 300D, var með 6,3
milljóna díla myndflögu
(3.072 × 2.048 díla). Ljós-
næmið var ISO 100-1600,
hún var með sjö fók-
uspunkta og gat tekið 2,5
ramma á sekúndu. Hún var
gerð fyrir CompactFlash-
minniskort, en þau máttu
ekki vera stærri en 8 GB.
600D-vélin er uppfærsla á EOS 550D
sem kom á markað vorið 2010. Hún
er með sömu myndflögu og skilar
18,7 milljóna díla mynd, 5.184 ×
3.456 díla. Hún getur tekið 3,7
ramma á sekúndu. Ljósnæmið er ISO
100-6400 og hægt að pressa í ISO
12.800. Helstu framfarir í vélinni eru
varðandi vídeótökur.
Hægt er að taka upp HD-vídeó
á vélinni, 1080 díla 24, 25 og
30 ramma á sekúndu, en 650
og 60 ramma í 720 díla upp-
lausn. Líka er hægt að skipta
í VGA-upplausn, ef vill. Það
er nýbreytni og reyndar frá-
bær viðbót að hlutföllin á
skjánum á vélinni eru þau
sömu og á myndflögunni.
Fyrir vikið er myndin á
skjánum á bakinu umtals-
vert stærri en á eldri gerðinni,
en skjárinn er líka stærri.
Munur á vélum atvinnumanna og amatöra
felst oftar en ekki í því hve mikla stjórn
maður hefur á vélinni – hvað vélin ræður
miklu með lýsingu, skerpu og tilheyrandi.
Í þessari vél er hægt að stilla allan fjand-
ann og hægt að velja ýmis snið, til að
mynda andlitsmynd, landslagsmynd,
einlita o.s.frv., en líka hægt að stilla á
sjálfvirkni sem mér sýndist
vinna mjög vel.
Allar Canon-linsur passa
við vélina, þar með taldar
linsur með hristivörn, svonefndar
IS-linsur. Ólíkt flestum framleiðendum öðrum er Ca-
non með hristivörnina í linsunum, en ekki í mynda-
vélarhúsinu, sem fyrirtækið segir betri högun, en ég
treysti mér ekki til að skera úr um það.
Ekki bara fyrir amatöra
Þegar ekki er nóg að hafa myndavél í símanum eða vasanum er rétt að feta
sig upp í almennilegar vélar, frekar en að taka stóra stökkið strax. Canon EOS
600D er ekki atvinnuvél, en hún er ekki bara vél fyrir amatöra.
Græjur
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
Canon EOS 300D Rebel
Fyrsta staf-
ræna spegla-
vélin á skap-
legu verði