SunnudagsMogginn - 04.12.2011, Blaðsíða 32
32 4. desember 2011
Lækjargata 8, Reykjavík
1873 Veturinn 1873-74 býr Hannes hjá
hálfsystur sinni, Þórunni, sem er gift
Jónasi Jónassen lækni. Þennan vetur
stundar hann nám til undirbúnings
inntökuprófs við Lærða skólann.
3
Langaloft
1874-1880 Hannes Hafstein
stundar nám við Lærða skólann
í Reykjavík og dvelur þar á
heimavist skólans, Langalofti.
4
8
9
Ingólfsh
1904 Þega
ráðherra Ís
Þau búa fy
strætis og
Reykjavíku
13
18
17
Kirkjustræti 8B, Rvk
1914 Hannes flytur úr Ráðherra-
bústaðnum, nú ekkjumaður, og
tekur á leigu íbúð í Kirkjustræti 8b
þar sem hann býr ásamt fjölskyldu
sinni í rúmt ár.
Tjarnargata 33, Rvk
1909 Bygging Tjarnargötu 33 hefst
1909 eftir uppdráttum Rögnvaldar
Ólafssonar. Þangað flytja Hannes
og Ragnheiður síðla árs 1909.
16
Ráðherrabústaðurinn,
Tjarnargötu 32, Rvk
1907 Hannes fær nánast gefins
húsið Sólbakka við Önundarfjörð
(Flateyri) frá vini sínum Hans
Ellefsen norskum hvalveiðiforstjóra
og 1906 er það tekið niður og
flutt til Reykjavíkur. Þar er húsið
endurbyggt eftir teikningum/for-
skrift Rögnvaldar Ólafssonar á
Melkotstúni við Tjörnina-Tjarn-
argata 32 og eftir það kallað
Ráðherrabústaðurinn. Hannes og
Ragnheiður flytja inn í húsið 26.
mars 1907 en síðar er það selt
íslenska ríkinu 26. apríl 1909 og
þau hjónin flytja út. Árið 1912 flytja
þau aftur í Ráðherrabústaðinn.
14
11
10
Húsin
hans Hannesar
inu en beðið er eftir niðurstöðu úr nýju
deiliskipulagi fyrir reitinn. „Fyrr fáum
við ekki rekstrarleyfi,“ segir Ragnheiður.
Hún leggur áherslu á að ekki standi til
að húsið verði safn um Hannes Hafstein
en hann sé eigi að síður tilefnið. Sjálf er
Ragnheiður kennari og doktor í mennt-
unarfræðum og hefur oft orðið þess
áskynja að marga Íslendinga, einkum
yngra fólk, vanti tengingu við fortíðina.
„Það skiptir máli að tengjast fortíð-
inni, þannig skiljum við betur að við er-
um heppnari en flestar þjóðir – í lang-
flestu tilliti. Von okkar er sú að þetta hús
komi til með að hýsa margvíslega starf-
semi sem hjálpar okkur að tengja við
stöðu okkar í tíma og rúmi. Við Íslend-
ingar höfum farið heldur geyst inn í
framtíðina og við þurfum tíma til að
staldra við.“
Hannes Hafstein tók við ráðherraemb-
ætti 1904 og Ragnheiði og Arnóri þykir
það góður tímapunktur við að miða.
„Árið 1904 var Ísland að breytast úr
sveitasamfélagi í borgarsamfélag, flestar
stofnanir sem bera samfélagið uppi í dag
urðu til um það leyti. Okkur langar að
beina sjónum að þessum tíma, ekki emb-
ættistökunni sem slíkri heldur inn-
takinu. Hvernig var andinn í samfélaginu
við upphaf tuttugustu aldarinnar?
Hlutverk okkar eigendanna er að
skapa umgjörðina. Síðan taka aðrir við.
Eigum við ekki að segja að við séum rek-
in áfram af nostalgíu eftir baðstofunni,
þar sem fólk lifði og starfaði saman.“
Að anda að sér sögunni
Á fyrstu hæð hússins er áformað að hafa
kaffihús. „Lykilhugsunin er að opna
húsið almenningi og leyfa honum að
njóta þess – og anda að sér sögunni. Fólk
er upp til hópa ekki eins vel að sér í sögu
upphafs borgarsamfélagsins og torfhúsa-
sögunni,“ segir Ragnheiður og bætir við
að gestir geti alveg eins reiknað með að fá
vel valda gullmola frá Hannesi Hafstein
með kaffinu. „Hann talar enn til okkar!“
Á efri hæðunum tveimur á að vera að-
staða fyrir lista- og fræðimenn og til
fundahalds. „Við höfum ekki útfært
þetta í þaula en gætum til dæmis hugsað
okkur að skapa aðstöðu fyrir eldra fólk
sem veit svo margt og man svo margt en
vantar farveg til að beina þekkingunni í.
Nú hefur það kannski lokið sinni starfs-
ævi, hefur tíma en ef til vill enga aðstöðu.
Draumurinn er að búa til vef sem spunn-
inn yrði af samspili fræða og almennings.
Við erum sannfærð um að margt áhuga-
vert gæti komið út úr þessu.“
Kominn er vísir að vef sem eini starfs-
maður Hannesarholts til þessa setti upp,
Margrét Gunnarsdóttir, upplýsinga- og
bókasafnsfræðingur. Á www.hannes-
arholt.is getur fólk skráð sig sem hollvini
stofnunarinnar, án skuldbindinga um
fjárútlát. „Margrét tíndi m.a.saman
fróðleiksmola um sögur húsanna í kring,
sem hún fann í birtum heimildum á
vefnum www.timarit.is. Þarna skapast
t.d.tækifæri fyrir samstarf, og fólk getur
boðið fram upplýsingar og fróðleik sem
það býr yfir og gæti ratað á vefinn.“
Ragnheiður segir einnig koma til álita
að bjóða erlendum fræði- og listamönn-
um að nýta sér aðstöðu í húsinu til lengri
eða skemmri tíma og búa á meðan í lítilli
íbúð sem 1904 á í næsta húsi á Grund-
arstíg. „Í stað þess að þiggja laun myndi
þeim bjóðast að búa endurgjaldslaust í
miðborg Reykjavíkur í tiltekinn tíma.
Viðkomandi myndi svo deila list sinni
eða fræðum með gestum Hannesarholts
með því að halda fyrirlestur, listræna
uppákomu eða námskeið.“
Hún segir þessa hugmynd í anda
Hannesar Hafstein. Hann hafi ekki viljað
klippa á sambandið við Dani og aðrar
þjóðir þótt Ísland öðlaðist aukin réttindi
og síðar fullveldi, því hann mat mikils
menningarlega næringu að utan.
Kjallari hússins bíður eftir nýju deili-
skipulagi en við hann vilja eigendurnir
byggja lítinn sal, þar sem hægt yrði að
halda fyrirlestra, stofutónleika, nem-
endatónleika og aðrar minni háttar
uppákomur.
Ragnheiður tekur fram að salurinn
verði hljóðeinangraður og tónleikahald
komi til með að fara fram á kristilegum
tímum. „Það ætti enginn að þurfa að hafa
ama af þessari starfsemi enda er hugs-
unin að hún verði til uppbyggingar en
ekki truflunar í hverfinu.“
Uppspretta góðrar orku
Arnór og Ragnheiður eru opin fyrir alls-
konar verkefnum sem tengjast Hannesi
Hafstein með einum eða öðrum hætti.
Þannig fengu þau fyrr á þessu ári, í tilefni
af 200 ára fæðingarafmæli Jóns Sigurðs-
sonar forseta, Tryggva M. Baldvinsson
tónskáld til að semja lag við minning-
arljóð Hannesar um Jón. „Þetta ljóð,
„Þagnið dægurþras og rígur“, er fullt af
jákvæðum tilfinningum sem virðist engu
líkara en sé búið að banna á Íslandi í nú-
tímanum: virðingu, aðdáun, og þakk-
læti. Þess vegna er svo gott fyrir okkur að
rifja það upp, og það bíður okkar uppi í
hillu í öðru hverju húsi. Á þennan hátt er
Hannes og verður uppspretta góðrar
orku sem er einmitt það sem okkur
vantar nú á tímum, andlega uppbygg-
ingu sem við sækjum í þjóðararfinn.“
Hún hefur líka áhuga á að efna til sam-
starfs við skólana í landinu. „Við vitum
af eigin raun að krökkum þykja gamlir,
dauðir karlar upp til hópa ofboðslega
fjarlægir og óspennandi. Þegar ég var tíu
ára hefði ég aldrei trúað því að ég ætti
síðar eftir að eltast við dauðan karl úr
sögubókum. Svona kemur lífið manni
stöðugt á óvart með það hvert það leiðir
mann,“ segir Ragnheiður hlæjandi. „Hér
Í þessu rými á fyrstu hæð hússins á Grundarstíg 10 er fyrirhugað að opna kaffihús. Bílastæði eru af skornum skammti við Hannesarholt og er fólki bent á bílahús í grenndinni.
’
Hún segir kaupin hafa verið
hálfgerða tilviljun. „Við höfð-
um verið í afmæli lessystur
minnar í öðru gömlu húsi, gamla
húsmæðraskólanum á Sólvall-
argötu, og heillast af því. Svo inn-
blásin vorum við að þegar auglýst
var opið hús hérna á Grundarstíg 10
haustið 2007, ákváðum við að líta
við fyrir forvitnissakir.“