SunnudagsMogginn - 04.12.2011, Blaðsíða 34

SunnudagsMogginn - 04.12.2011, Blaðsíða 34
34 4. desember 2011 Eitt sinn í hjálparsveit skáta, ávallt með hugannvið hjálparsveit skáta! Arngrímur Blöndahl ogAndrjes Guðmundsson gengu í Hjálparsveitskáta í Reykjavík (HSSR) fyrir margt löngu og fara nú fyrir átaki til að fá gamla félaga aftur til starfa. Þeir segja viðhorf fólks hafa breyst á síðustu árum að því leyti að fleiri séu tilbúnir að leggja sitt af mörkum en áð- ur í sjálfboðaliðastarfi eins og þessu, samhliða því að fólk virðist hafa meiri tíma og vera betur á sig komið. Jafnan er talað um Slysavarnafélagið Landsbjörgu nú til dags, þegar björgunaraðgerðir eru í gangi. Áður fyrr voru félagasamtökin á þessum vettvangi þrenn; Lands- samband hjálparsveita skáta, Landssamband flugbjörg- unarsveita og Slysavarnafélag Íslands. Landsbjörg, landssamband björgunarsveita, var stofnuð 1991 þegar tvenn þau fyrrnefndu sameinuðust, og við samruna Slysavarnafélags Íslands og Landsbjargar árið 1999 var tekið upp núverandi nafn. Þá urðu til ein stærstu samtök sjálfboðaliða á landinu, með um 18 þús- und starfandi félögum. Landsbjörg eru regnhlífarsamtök en sveitir eins og HSSR starfa sjálfstætt eftir sem áður. Hver eining fjár- magnar sig t.d. að miklu leyti sjálf. Markmiðið með átaki HSSR er að auka slagkraft sveit- arinnar í aðgerðum og ekki síður að auðvelda mönnum, sem hafa af einhverjum ástæðum hætt, að koma til starfa aftur. Arngrímur og Andrjes segja nefnilega algengt að brennandi áhugi sé fyrir hendi, en margir taki samt ekki af skarið. „Fólk er oft á fullu í starfi sveitarinnar um og upp úr tvítugu en dregur sig svo í hlé vegna náms, er jafnvel að stofna fjölskyldu eða hefur ekki tíma aflögu vegna mik- illar vinnu,“ segir Arngrímur við Sunnudagsmoggann. Fólk hugsar gjarnan, segja þeir félagar: Skyldi nokkur þekkja mig? Er ég ekki orðinn of gamall? Það sem ég kunni er kannski rykfallið og úrelt. Reyndin sé hins vegar allt önnur og þeir segja eldri fé- laga í raun fjárfestingu sem synd sé að fari forgörðum, sérstaklega í ljósi þess að marga langi til koma aftur, enda þjálfunin sem þeir hafi hlotið í löngu og ströngu prógrammi í byrjun tengt þá órjúfanlegum böndum við HSSR og starfsemina sem þar fer fram. „Við bjuggum til dæmis báðir erlendis í nokkur ár og misstum öll tengsl við sveitina þann tíma,“ segir And- rjes. „Eftir að við komum aftur heim tókum við virkan þátt í starfi sveitarinnar. Ég var til dæmis formaður í fjögur ár og Arngrímur var líka lengi í stjórn.“ Arngrímur og Andrjes leggja áherslu á að ekki fari allir félagar á fjöll til leitar og þeir sem vilji snúa aftur geri það algjörlega á eigin forsendum. Þeim sem kjósa sé hins vegar boðið upp á upprifjun í fyrstu hjálp, leitartækni og fjarskiptum. Ekki sé gert ráð fyrir að allir félagar geti brugðist við útkalli með litlum eða engum fyrirvara; „sumir geta komið eftir vinnu og viðkomandi kemur þá inn í að- gerðir miðað við þekkingu og styrkleika, til dæmis til leitar á svæðum þar sem ekki er krafist sérþekkingar, til að hafa umsjón með tilteknum búnaði, aðstoða í stjórn- stöð og fleira, allt eftir því hvað hentar hverjum og ein- um.“ Verkefnin eru ærin. „Þegar sveitin er kölluð út þarf að sinna mörgu hér í bækistöðinni; auk þeirra sem stjórna og eru á vettvangi þarf fólk til þess að taka til búnað, út- vega bíla, sjá um mat og síðan þegar aðgerðum er lokið þarf að taka á móti búnaðinum, þrífa og ganga frá. Þá er betra að þeir sem koma dauðþreyttir úr leiðangri geti farið heim og hvílt sig en aðrir óþreyttir taki við. Verk- efnin eru sem sagt endalaus!“ Þá er ótalin vinna við flugeldasölu og aðra fjáröflun. Ástæða er til að halda því til haga, segja þeir, að mjög öflugt starf hefur verið meðal „gamlingja“ í sveitinni „en við höfum samt viljað bæta við, því nóg er að gera. Við vorum fengnir til að halda utan um átakið og svo átti að sjá til hvert umfangið yrði,“ segir Andrjes. Þeir Arngrímur eru bjartsýnir á að verkefnið gangi vel. Þegar sé komin viljayfirlýsing frá um þrjátíu manns, sem lítið eða ekkert hafi starfað undanfarin ár en vilji mjög gjarnan koma aftur. „Við tökum þeim öllum fagn- andi!“ segir Arngrímur. Þeir leggja áherslu á að með „eldri félögum“ sé ekki endilega átt við fólk sem komið er á eða yfir miðjan ald- ur. „Við hvetjum líka þá sem enn eru ungir til að koma; 25 ára einstaklinga eða þar um bil, sem voru ef til vill á fullu í sveitinni um og upp úr tvítugu, en drógu sig í hlé af einhverjum ástæðum,“ segir Arngrímur. Útkallshópur „gamlingjanna“ er kallaður Þriðja bylgjan. Virkasti kjarni sveitarinnar er oft kallaður út í tveimur áföngum, undanfarar og sérhæfðir leitarhópar, en í þriðju bylgjunni eru þeir sem eru reiðubúnir í útkall þegar þörf er á mannskap umfram þá sem eru mættir fyrstir í aðgerðir. Þeir sem tilheyra þriðju bylgjunni eru þá á útkallslista og fá sms strax eða þegar þörf er á meiri mannskap og gefa þá upp hvort og hvenær þeir geta mætt. Í HSSR hafa lengi verið starfandi hópar eldri félaga, bæði karla og kvenna, gjarnan á aldrinum 40 til 60 ára, með brennandi útivistaráhuga og alltaf tilbúnir að láta gott af sér leið, segja Arngrímur og Andrjes. Með hlið- sjón af því hefur sveitin horft til þess hóps sem ekki er starfandi en væri til í að koma inn að nýju og taka þátt í félagsstarfinu og aðgerðum þegar mest á reynir. Þeir félagar gengu í hjálparsveit skáta um miðjan átt- unda áratuginn. „Ég átti skyldmenni hér í sveitinni, en það var samt fyrst og fremst vegna brennandi áhuga á fjallamennsku og ferðalögum sem ég fór í sveitina,“ seg- ir Arngrímur. Þeir hafa átt góðar stundir við leik og störf í sveitinni. „Menn eru ekki hér eingöngu af þeirri hugsjón að þá langi svo mikið til að bjarga fólki, en það spillir ekki og verður ríkt í manni að geta hjálpað til þegar á þarf að halda. Þegar leitað var að sænskum ferðamanni á dögunum hafði ég ekki farið lengi í útkall og fann hve virkilega gott það var að geta gert gagn. Ég fór á Sólheimajökul og við það hækkaði meðalaldurinn verulega!“ Arngrímur segir nokkra „eldri“ félaga hjálparsveit- arinnar enn mjög virka í útivist og fjallaklifri, sér til gamans. „Við erum til dæmis með tvo Everest-fara og reynslan er dýrmæt; í leitinni á Sólheimajökli voru að- stæður mjög erfiðar, þá reyndist tiltölulega afmarkaður hópur hæfur til þess að leita á jöklinum og mér fannst ánægjulegt að nokkuð stór hluti þess hóps voru „gaml- ir“, virkir björgunarsveitarmenn. Sá hópur nýttist mjög vel við erfiðar aðstæður, þótt yngri félagar stæðu að sjálfsögðu einnig vaktina með miklum sóma.“ Alls tóku 87 félagar í HSSR þátt í umræddri leit. Í Kleine Scheidegg í Sviss 1977. Í baksýn fjallið Eiger, sem hópurinn kleif daginn eftir. Frá vinstri til Pétur Ásbjörnsson, Andrjes Guðmundsson, Arngrímur Blöndahl, Sigurður Thor- oddsen og Birgir Jóhannesson. Allir eru þessir menn, nema Sigurður, starfandi og á útkallsskrá í Hjálparsveit skáta í Reykjavík í dag, auk Jóns Baldurssonar, sem tók myndina. Reynsla „gamlingja“ er dýrmæt Hjálparsveit skáta í Reykjavík reynir markvisst að fá gamla félaga til starfa á ný. Reynslan sýnir að marga langar að koma aftur en þeir taka ekki af skarið. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is ’ Menn eru ekki hér eingöngu af þeirri hugsjón að þá langi svo mikið til að bjarga fólki, en það spillir ekki og verður ríkt í manni að geta hjálpað til þegar á þarf að halda. Arngrímur Blöndahl, til vinstri, og Andrje s Guðmundsson, fé- lagar í Hjálparsveit skáta í Reykjavík. Félagar í Landsbjörgu leita að sænskum ferðamanni um miðjan síðasta mánuð. Hann fannst látinn á Sólheimajökli. Morgunblaðið/Ernir

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.