SunnudagsMogginn - 04.12.2011, Blaðsíða 16

SunnudagsMogginn - 04.12.2011, Blaðsíða 16
16 4. desember 2011 Það gefur tóninn fyrir frásögnEinars Fals Ingólfssonar í ferða-bókinni Án vegabréfs að á for-síðunni eru pílagrímar, sem ferðast hafa langan veg til að baða sig í Ganges-fljótinu á Indlandi. Á vissan hátt hefur Einar Falur farið pílagrímsför um heiminn í leit að upplif- unum með dagbók og myndavél í far- teskinu. „Á kápunni eru gamlir menn á Kumbh Mela-trúarhátíðinni á Ind- landi, en þangað hafði ég stefnt í tíu ár og mér auðn- aðist að vera viðstaddur 24. janúar árið 2001. Það var fjölmennasta samkoma allra tíma samkvæmt Heims- metabók Guinness, helgasti dagur hindúa í 144 ár, ótrú- leg upplifun og vægast sagt sérkennilegt ferðalag.“ – Þú virðist hafa vaðið út í ána? „Strangtrúaðir hindúar trúa að ekkert sé betra fyrir sál og líkama en að baða sig og drekka vatnið í móður Ganges, en ég hef lesið skýrslu SÞ um að þetta sé einn mesti drullupollur á jarðríki. Mér er því frekar illa við að fá á mig skvettu úr fljótinu – hvað þá meira, enda er rennt út í Ganges dauðum dýrum, börnum sem látast og heilögum mönnum. Gammarnir rífa líkin í sig á áreyrum. En Indland er engu líkt, nema kannski Færeyjum.“ – Færeyjar er auðvitað það fyrsta sem manni dettur í hug! „Þetta eru mín eftirlætislönd,“ segir Einar Falur og brosir. „Þetta litríka mannlíf í Færeyjum er svo heillandi, óviðjafnanleg gestrisnin í stórbrotnu umhverfi, rétt eins og Indland er hrífandi fyrir sinn hatt. En Indverjum fjölgar um eina færeyska þjóð á tveimur dögum og íslenska þjóð á sjö dögum þannig að stærðarhlutföllin eru ólík.“ – Þú heldur dagbækur á ferðalögum! „Ég fer alltaf til að taka myndir, enda er ég fyrst og fremst ljósmyndari. En á ferðalögum held ég ítarlegar dagbækur, skrái uppákomur, samtöl, brot af hinu og þessu, sögu og mannfræði.“ – Kom ljósmyndabók aldrei til greina? „Það var hugmyndin í upphafi. En þegar ég fór að blaða í dagbókum hafði ég svo gaman af því, að ég fór að skrifa. Enda kallast það á við ferðasagnahöfunda sem ég held mikið upp á. Ég hef lengi safnað ferðabókum, formi sem er mjög lifandi erlendis og var vinsælt á Íslandi á sjötta og sjöunda áratugnum – þá skrif- uðu höfundar á borð við Kjartan Ólafsson og Vilberg Júlíusson stórfínar ferðasög- ur.“ – Myndirnar eru svarthvítar? „Já, þar liggur minn bakgrunnur – mín persónulega mannlífsljósmyndun er svarthvít. Í svarthvítu nær maður að stöðva flæði tímans, einangra ramma og draga hann fram. Svarthvíta myndin er oft dramatískari en litmyndin og í svona frásögn, þar sem myndirnar segja líka sína sögu, er það oft áhrifameira. Í öðrum verkefnum vinn ég síðan með litmyndir, hvert verk- efni kallar á sinn miðil, rétt eins og frásögn er stundum í fyrstu og stundum þriðju persónu.“ – Myndirnar eru ekki uppstilltar og það er eft- irtektarvert hversu and- rúmsloftið er afslappað. „Þetta er mitt ferðalag um lífið. Það er ekki í minni náttúru sem ljósmyndara að ráðskast með fólk. Ég læt sem minnst fyrir mér fara og vil frekar vera fluga á vegg. Það hefur alltaf verið mín nálgun og ég held að það megi sjá það bæði í myndum og texta.“ – Oft eruð þið tvö á ferðalagi, þú og konan þín Ingibjörg Jóhannsdóttir. Mað- ur getur ekki annað en dáðst að því, að hún láti hafa sig út í að ferðast til Bólivíu til að fara inn í fjall! „Hún var einn dag með mér í fjallinu, svo gerði hún það sem henni finnst skemmtilegast, að ganga á fjall – á meðan ég var í fjalli. Bæði fórum við í okkar fjall- göngu í hátt í 4.500 hæð. En oftast nær hef ég verið einn í þessum ferðum, eins góðir og skemmtilegir og ferðafélagar geta verið, þá er athyglisgáfan aldrei bet- ur vakandi en þegar maður ferðast einn.“ – Spanna ferðalögin langt tímabil? „Tuttugu ár. Elsta sagan er frá Fær- eyjum árið 1991. Ég stundaði það í mörg ár að yfirgefa Ísland í skammdeginu og vera janúarmánuð í burtu. Þá undirbjó ég mig vel og hélt á fjarlægar slóðir með það að markmiði að kynna mér valda staði og segja sögu.“ Hann bætir við: „Og svo er náttúrlega annað, þegar allt kemur til alls eru mennirnir í raun alls staðar eins, hvort sem það eru bláfátækir indverskir pílagrímar, hvalfangarar í Færeyjum, námumenn í Bólivíu eða flug- menn á norðurpólnum. Þetta er allt sama fólkið.“ Ferðalag mitt um lífið 30 milljónir pílagríma böðuðu sig í Ganges- fljótinu á Indlandi fyrir áratug. Þeim hefur nú skolað á fjörur Íslendinga með jólabókaflóðinu. Í ferðabókinni Án vegabréfs þvælist Einar Falur Ingólfsson um ólíka staði á borð við týndu Inka- borgina Machu Picchu, Fjallið ríka, norðurpól- inn, Paradísareyjar – að ógleymdum Færeyjum. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Einar Falur Ingólfsson Brakandi hátalarar vekja okkurlöngu fyrir birtingu. Inn umþunna tjaldveggina óma köll tilguðanna Krishna og Rama, aft- ur og aftur, þau færast nær og dofna áður en hljóðin magnast enn og röddunum virðist fjölga. Í búðunum við hliðina eru liðsmenn Hare Krishna-hreyfingarinnar og þeir höfðu kynt undir draumunum þessa stuttu nótt. En köllin eiga vel við. Þetta er dagur guðanna, dagur trúaðra í þessum mannmarga heimi; þetta er bað- dagurinn mikli. Ég vakna klæddur, er fljótur út í nótt- ina sem senn verður að degi, og fyrir ut- an bárujárnsveggi Kumbh Village blasir við mér ótrúleg sjón. Himinninn er enn svartur en öflugar perur lýsa upp tjald- borgina, og á strætum hennar og torgum er alls staðar fólk. Hvert sem litið er. Það er nístandi kalt og sums staðar uppi á staurum girðinganna sitja karlar og kon- ur, með teppi vafin þétt að sér; þar er ör- lítið hlýrra en á sandinum. Þar sitja þó flestir, hrúgur úr teppum og fötum, það glittir í opin augu hér og hvar í vafning- unum. Sumir reykja, aðrir pískra eitt- hvað, en yfir mannfjöldanum er einhver furðuleg kyrrð, spennuþrungin en ham- ingjurík kyrrð – um loftið óma brakandi raddir þeirra sem söngla í kallkerfunum á staurunum guðunum til dýrðar: Hare Krishna, Hare Rama … Þegar fyrsta skíman fikrar sig upp á himininn kemst veruleg hreyfing á mannfjöldann, þetta fjórða fljót við San- gam. Ég berst með straumnum og upplifi spennuna, gleðina. „Þetta er dagurinn sem við höfum beðið eftir, lengi, lengi,“ segir lágvaxin og brosandi kona sem togar í ermi mína, hún er með stóran rauðan bindi-blett á milli augnanna. Í nútímanum er bindi oftast skreyti á konum en þegar Indverj- ar eru við trúarlega athöfn af einhverju tagi, þá fá allir þennan blett á hinn helga Þreyttir en hamingjusamir pílagrímar komnir á áfangastað; á áreyrunum við Ganges. Jarðlitir og ryk. Baðdagurinn Kumbh Mela-hátíðin við borgina Allahabad á Indlandi 24. janúar árið 2001 var fjölmennasta samkoma allra tíma. Einar Falur Ingólfsson var meðal 30 milljóna gesta, eins og lesa má í þessum kafla úr bókinni Án vegabréfs – Ferðasögur.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.