SunnudagsMogginn - 04.12.2011, Blaðsíða 6

SunnudagsMogginn - 04.12.2011, Blaðsíða 6
6 4. desember 2011 Svetlana Stalína er sögð hafa verið mjög hænd að föður sínum allt fram á unglingsár. Hann hafi verið blíður og fært henni gjafir enda dóttirin í miklu uppá- haldi. Að vinnudegi loknum er Stalín sagður gjarnan hafa komið heim, aðstoðað Svetlönu við heimanám- ið og síðan snætt kvöldverð með henni og vinum hennar. Móðir Svetlönu ku hins vegar ekki hafa sýnt dótt- ur sinni mikla væntumþykju. Nadezhda Sergeevna Alliluiyeva var veik á geði, líklega með geð- hvarfasýki, hjónaband þeirra Stalíns einkenndist af átökum og þau munu oft hafa rifist. Það var eftir slíkt rifrildi í veislu sem Nadezhda fannst látin með byssu sér við hlið. Svetlönu var sagt að móðir hennar hefði látist vegna botnlangabólgu og það var ekki fyrr en tíu ár- um síðar að stúlkan komst að því með hvaða hætti andlát móður hennar bar að. Svetlana fann þá enskt fréttarit á heimilinu, þar sem greint var frá sjálfsvígi eiginkonu Stalíns. Svetlana sagði í viðtali síðar að eftir þetta hefði hún ekki getað treyst föður sínum eða hlýtt skipunum hans. Í sjaldgæfu viðtali við Wisconsin State Journal í fyrra var Lana spurð um það hvort Stalín hefði raun- verulega þótt vænt um hana, og svaraði því játandi, því hún hefðist líkst móðurömmu sinni. Báðar voru rauðhærðar og freknóttar. Um föður sinn sagði Lana Peters, áður Svetlana Stalína, að hann hefði verið fjarlægur og sjúklega tortrygginn. „Hann var mjög grimmur. Mjög vondur,“ sagði hún í áðurnefndu viðtali. „Hann var mjög grimmur. Mjög vondur“ Lana Peters á síðasta ári heima í Wisconsin. Stúlkunafnið Svetlana komst í tísku íSovétríkjunum fljótlega eftir að að-alritari kommúnistaflokksins, harð-stjórinn Jósef Stalín, valdi einkadóttur sinni það árið 1926. Nú er Svetlana þessi öll; litli spörfuglinn eins og faðir hennar kallaði dóttur sína. Hún lést í Wisconsin í Bandaríkj- unum á dögunum úr ristilkrabbameini, 85 ára, í sárri fátækt að því sagt er. Líf Svetlönu var miklum breytingum háð. Þrátt fyrir flutninga og nafnabreytingar sagði hún í viðtali fyrir nokkrum árum, að sér hefði aldrei tekist að losna úr skugga föður síns. Stalin, Alliluyeva og Peters Svetlana var yngsta barn Stalíns. Móðir henn- ar lést þegar Svetlana var aðeins sex ára; var sögð hafa skotið sig þótt sögusagnir hafi lengi verið á kreiki um að eiginmaðurinn hafi skip- að fyrir um dauða hennar. Ekkert skal þó full- yrt. Sautján ára varð Svetlana ástfangin af rit- höfundi og kvikmyndagerðarmanni af gyð- ingaættum, Alexei Kapler sem var 22 árum eldri. Föður Lenu leist þó ekki betur á unnust- ann en svo að hann var sendur til Síberíu í vinnubúðir og lést þar. Skírnarnafnið notaði Svetlana allt þar til faðir hennar andaðist 1953, en tók þá upp eft- irnafn móður sinnar, Alliluyeva. Svetlana varð svo Lana árið 1970 og þá tók hún upp fjöl- skyldunafnið Peters, þegar hún gekk að eiga bandarískan arkitekt, William Wesley Peters. Þau áttu saman eina dóttur, hjónabandið ent- ist reyndar einungis í þrjú ár en Lena gegndi samt nafninu til æviloka. Áður en Svetlana giftist Peters átti hún tvö hjónabönd að baki. Fyrst giftist hún samnem- anda sínum við Moskvuháskóla, Grigori Morozow árið 1945 og eignuðust þau soninn Iosif (Jósef) en skildu tveimur árum síðar. Tveimur árum eftir skilnaðinn giftist Svetl- ana Júrí, syni Andrei Zhdanov, sem var hægri hönd Stalíns, en því hjónabandi lauk fljótlega. Bar þó ávöxt, dótturina Jekaterinu. Eftir lát föður síns var Svetlana svipt þeim margvíslegu lífsins gæðum sem fylgdu því að vera dóttir foringjans og sneri sér að kennslu í Moskvu. Hún starfaði einnig sem túlkur. Snemma á sjöunda áratugnum felldu þau hugi saman, Svetlana og Brajesh Singh, indverskur kommúnisti sem kom til starfa í Moskvu. Stjórnvöld meinuðu þeim að gifast en eftir að Singh lést úr alvarlegum veikindum árið 1967 var henni samt sem áður heimilað að flytja ösku eiginmannsins til fæðingarlands hans. Sagt er að sovéskum stjórnvöldum hafi verið það þvert um geð að hleypa henni úr landi. Enda fór svo að Svetlana komst undan sov- éskum fylgdarmönnum sínum, skaut upp kollinum í sendiráði Bandaríkjanna í Nýju- Dehli og var veitt pólitískt hæli vestanhafs. Þetta olli miklu fjaðrafoki, eins og nærri má geta, í miðju kalda stríðinu. Svetlana for- dæmdi þáverandi stjórnvöld í Sovétríkjunum, en einnig verk föður síns, við komuna til Bandaríkjanna. Þetta sama ár kom út fyrra bindi æviminn- inga hennar; Tuttugu bréf til vinar og 1969 sendi hún frá sér aðra bók, Aðeins eitt ár, þar sem hún fjallaði um flóttann úr austrinu. Því var haldið fram að Svetlana hefði þénað um 2,5 milljónir bandaríkjadala á bókunum. Ári eftir að seinni bókin kom út giftist hún Peters og eignaðist þriðja barnið, Olgu. Á flakki Eftir því sem árin liðu harðnaði á dalnum hjá Lönu Peters. Hún var síleitandi, en virtist aldrei finna hamingjuna. Auðævin gufuðu upp. Hún flutti um tíma til Sviss og Englands en sneri til Rússlands á ný haustið 1984. Sætt- ist við þarlend stjórnvöld og gagnrýndi Vest- urlönd harkalega. Ekki liðu þó nema þrjú ár þar til hún var flutt til Bandaríkjanna á ný og hafði enn skipt um skoðun. Frá þeim tíma var hún lítið í sviðsljósinu, en hermt er að hún um tíma búið í Sviss, um tíma haldið til á dvalarheimili fyrir fólk með geðræn vandamál á Englandi og síðustu árin hafst við í gömlu, lélegu húsi í Wisconsin. Sonur Lönu Peters, Jósef, lést árið 2008 en dæturnar tvær lifa móður sína.  Heimildir: AFP, New York Times og Daily Telegraph. Spörfugl Stalíns er sestur Fjaðrafok er Svetlana flúði í kalda stríðinu Fræg mynd. Einkadóttirin Svetlana Stalína ellefu ára gömul í fangi föður síns, sovéska harðstjórans grimma, Josefs Stalín. Vikuspegill Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Svetlana Stalína fæddist í Moskvu 28. febrúar 1926. Móðir hennar, Nadezhda Sergeevna Alliluyeva, var síðari eiginkona Stalíns. „Enginn ræð- ur eigin örlögum,“ sagði Svetlana, þá Lana Peters, í viðtali fyrir nokkrum árum. Bætti því svo við að hún hefði samt gjarn- an viljað að móðir hennar hefði frekar gifst venjulegum tré- smið en leiðtoga Sov- étríkjanna … Bara ef …, sagði Lana Unglingaspennusagan H.D. Bókaforlagið Völur gefur út æsispennandi unglingabók: H.D. Þetta er spennusaga fyrir unglinga á aldrinum 13-18 ára en unglingar á öllum aldri virðast hafa gaman að henni einnig. Söguþráður: Ziggi er 22 ára líffræðinemi í ástarsorg. Til að hressa hann við gefur mamma hans honum miða á sólarströnd í Tyrklandi. Þar kynnist hann forkunnarfríðri ungri stúlku sem leiðir hann í æsispennandi ævintýri. Ævintýrið fylgir honum síðan heim til Íslands og virðist ekki ætla að sleppa á honum takinu. Höfundur skrifar undir skáldanafninu Alvad. Margt í bókinni styðst við sannar heimildir, þess vegna kýs höfundur að nota dulnefni. Þetta er hentug bók til að grípa með í ferðalagið, sumarbústaðinn eða í jólafríið. Hún er í kilju og er sögusviðið Ísland nútímans með æsispennandi þræði og ferðalögum.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.