SunnudagsMogginn - 04.12.2011, Blaðsíða 20

SunnudagsMogginn - 04.12.2011, Blaðsíða 20
20 4. desember 2011 verði að komast að því að siðareglur hafi verið brotnar því annars er hún óbeint að dæma fyrri siðanefnd fyrir óheilindi og þóknast kvörturum innan HÍ. Við höfum því þumalskrúfurnar á henni …líka.“ Viðhorf háskólakennara til málsins er annað enda skrifar Ástráður Eysteinsson, forseti hugvísindasviðs, í bréfi til Bjarna Randvers hinn 8. júní 2010: „Þú hefur gert prýðilega grein fyrir kennslu þinni og samhengi málsins. En fari svo ólíklega að siðanefnd komist að þeirri niðurstöðu að svona megi ekki kenna, þá breytist þetta mál og mun ekki lengur snúast um þig í reynd, heldur okkur öll sem sinnum kennslu í túlkunarvísindum á há- skólastigi.“ Eineltið verður opinbert Um haustið 2010 fær Bjarni óvænt í hendur útprentun af samræðum fé- lagsmanna á innri vef Vantrúar þar sem það fæst staðfest að ekki aðeins hefur verið um skipulagða herferð af hálfu Vantrúar að ræða heldur einnig að fulltrúar siðanefndarinnar og fólk í stjórnsýslu háskólans hafa verið í nánum samskiptum við félagsmenn Vantrúar um að koma höggi á hann. Sem dæmi virðist af skrifum Reynis Harðarsonar á innri vef Vantrúar sem hann hafi verið í stöðugu sambandi við Þórð, sem hafi lekið í þá upplýsingum um framgang málsins og um afstöðu hinna nefnd- armannanna. Enginn nefndarmannanna vill kannast við að hafa lekið upplýs- ingum. Þegar Þórði er bent á að á innri vef Vantrúar komi meira að segja fram að hann hafi áframsent trúnaðarbréf til Reynis svarar hann því til að það hafi þá verið fyrir mistök. En hann bætir við: „Ég þekki enga aðra leið til að ná sáttum en að ná trúnaði fólks og trúnaði fólks nær maður með einkasamtölum við það. Eina viðleitnin mín í þessu máli var að sætta málsaðila.“ Auk þessa kemur í ljós að deildarstjóri á vísindasviði í HÍ, Baldvin Zarioh, er fé- lagi í Vantrú, og lekur hann upplýsingum af framgangi málsins nokkrum sinnum inn á innri vef þeirra. Á þessum tímapunkti ræður Bjarni sér lögfræðing, Ragnar Aðalsteinsson hæsta- réttarlögmann, sem gerir alvarlegar at- hugasemdir við málsmeðferðina. Hann krefst einnig fundargerða siðanefnd- arinnar og fær sumar sendar til sín seint en aðrar alls ekki. Þrátt fyrir þetta sendir siðanefndin úr- skurð frá sér 11. mars í ár, 2011, þar sem nefndarmenn hafna því að víkja vegna vanhæfis og vísa frá þeim gögnum sem sýna vanhæfi þeirra. Ragnar Að- alsteinsson segir úrskurð siðanefnd- arinnar vera fyrir neðan allar hellur og kærir hann til háskólaráðs. Til að koma í veg fyrir að vanhæfis- krafan verði tekin fyrir í háskólaráði býður HÍ Vantrú 750.000 króna útgáfu- samning. Umræðurnar fara fram leynt en eru gerðar með vitund og vilja stjórn- sýslu HÍ og Ingvars Sigurgeirssonar, for- manns siðanefndarinnar. Þegar þetta kemur í ljós skrifa 40 háskólakennarar háskólaráði bréf þar sem þeir lýsa yfir stuðningi við Bjarna og gagnrýna harð- lega málsmeðferðina alla og fara fram á að sjálfstæð nefnd verði skipuð til að rannsaka málið í heild sinni. Enginn kennari fær að skrifa undir yfirlýsinguna án þess að kynna sér ítarlega þau gögn sem lágu fyrir í málinu. Þeir eru á einu máli um að Bjarni hafi ekki gerst brot- legur við siðareglur HÍ. Háskólaráð setur á laggirnar rann- sóknarnefnd til að skoða störf siðanefnd- ar HÍ. Rannsóknarnefndin Niðurstaða rannsóknarnefndarinnar er sú að siðanefnd HÍ hafi sniðgengið eigin starfsreglur sem tilgreindar eru í siða- reglum háskólans. Samskipti einstakra nefndarmanna við málsaðila utan form- legra funda hafi dregið úr gagnsæi og séu til þess fallin að veikja traust annarra málsaðila til nefndarmanna. Þá er fundið að því að siðanefndin hafi ekki virt and- mælarétt hins kærða og tilraunir til sátta hafi verið gerðar án þess að hafa samráð við hann. Stjórnsýsla HÍ er einnig gagn- rýnd enda starfaði lögfræðingur HÍ fyrir siðanefndina og má segja að hann hafi starfað gegn hagsmunum starfsmanns skólans, það er Bjarna. En þótt niðurstaða rannsóknarnefnd- arinnar sé áfellisdómur yfir siðanefnd- inni og sigur fyrir Bjarna er erfitt að sjá að sá skaði sem búið er að valda honum verði bættur. Vantrúarfélagar hafa ítrekað sakað hann um óheiðarleika og afbrot á borð við innbrot og þjófnað og kallað hann ónöfnum eins og andskotans hálfviti, hlandspekingur, BRandari og kaunfúll barmabrundull. Vantrúarfélagar leggja mikið upp úr eigin sáttfýsi sem snýst um sættir við HÍ í formi sakfellingar yfir Bjarna. Hvorki þeir né háskólayfirvöld virðast ætla að gera neitt með það að brotið hafi verið á réttindum hans og hann standi núna uppi með 1,3 milljóna króna lögfræðikostnað sem hefur verið honum nauðsynlegur til að verja rétt sinn. Þegar Bjarni sendir háskólaráði bréf til að spyrja hvort honum verði ekki bættur í það minnsta fjárhagskostnaður- inn sem af þessu hlaust svarar rektor því til að svo verði ekki og skrifar í bréfi sínu frá 18. október 2011: „Almennt er sá kostnaður sem til er stofnað við meðferð mála fyrir siðanefnd ekki á ábyrgð há- skólans.“ Bjarni Randver hefur nánast ekkert tjáð sig opinberlega frá því að Vantrú lagði kæru á hann fram en hefur mátt búa við mjög mikil og meiðandi skrif vantrúarfélaga. Morgunblaðið/Sigurgeir S. Vantrú þekkja líklega flestir semgagnrýnin samtök á kristnatrú, samtök sem hafa gert vel íþví að halda boðskap merkra höfunda einsog Richards Dawkins og Níelsar Dungal á lofti. Margir minnast líka stórskemmtilegs gjörnings sem þeir stóðu fyrir þegar félagsmaður þeirra klæddist búningi Svarthöfða úr stjörnustríðs- myndunum og kom sér fyrir á milli prest- anna við setningu prestastefnu. En þótt þetta atvik hafi verið fyndið særði það líka marga trúaða menn sem líta á stundina sem heilaga. En þegar samtökin Vantrú eru skoðuð þá reynist fleira búa að baki en það sem blasir við flestum. Eftir að hafa farið í gegnum 600 síður af samræðum þeirra af innri vef félagsins sem ekki voru ætlaðar til birtingar en hátt í 200 manns hafa að- gang að, kemur í ljós hvernig þeir hafa skipulagt baráttu gegn einum einstaklingi í umræðuþræði sem helgaður er honum einum. Í krafti sannfæringar sinnar um réttmæti eigin málstaðar ræða margir þeirra um hvernig best sé að draga úr trú- verðugleika Bjarna sem fræðimanns og skipuleggja úthugsaðar þrýstiaðgerðir. Heilagt stríð Þannig skrifar sálfræðingurinn Reynir Harðarson á innri vef Vantrúar 12. febrúar árið 2010: „Kæru félagar. Klukkan 15:00 í dag lýstum við yfir heilögu stríði á hendur Bjarna Randveri og guðfræði í Háskóla Ís- lands.“ Reynir bætir síðan við: „Við mun- um berjast á vefnum, í blöðum, með bréf- um og jafnvel í fjölmiðlum þar til fullur sigur er unninn.“ Svo tala þeir margoft um hvernig þeir skuli haga baráttu sinni gegn honum og öðrum sem verða á vegi þeirra. Í eitt skiptið er stungið upp á því að hefja líka einelti gegn Stefáni Einari Stefánssyni viðskiptasiðfræðingi án þess að hann tengist þessu máli nokkurn skapaðan hlut. Reynir skrifar strax: „Go for it. Megum ekki skilja svona plebba út- undan í einelti okkar.“ Þegar síðan gögnin af innri vef Vantrúar leka út og öllum verður ljóst hvað þeim fór á milli þá bregðast þeir við með því að fullyrða að ekki hafi verið um neitt skipu- lagt einelti að ræða. Reynir Harðarson segir í bréfi til Siðanefndar HÍ 4. janúar 2011: „Ég hafna því alfarið að um einelti af okkar hálfu sé að ræða, hvað þá heilagt stríð … Þetta er hreinn þvættingur og meiðyrði.“ Valgarður Guðjónsson sem er penni á eyjan.is skrifar á síðu sína þar: „Ég veit ekki nein dæmi um skipulagt einelti, les innra spjallið nánast und- antekningarlaust – og ef eitthvert skipu- legt einelti væri í gangi þá væri ég ekki lengur í Vantrú.“ Hvers vegna þessi félagsskapur hagar sér svona er erfitt að segja til um en þó má kannski staldra við orð eins þeirra á innri vefnum sem segir að félagsskapur Vantrúar sé byggður á Overton- glugganum. Um leið og hann er búinn að skrifa þetta sussar einn af forystumönn- um Vantrúar á hann og segir að hans skoðun sé að Overton-glugginn virki best ef fólk viti ekki af því að það sé verið að notast við hann og því skuli ekki ræða hann. Overton-glugginn Þetta hugtak stafar frá athugunum sem hinn bandaríski Joseph Overton gerði á pólitík og pólitískri umræðu. Hans kenn- ing var að pólitíkusar, óháð því hvað þeim finnst í raun og veru, þori ekki að styðja málefni eða stefnur nema þau sem rúmast innan þess sem telst eðlilegt hjá almenningi og flokkast ekki undir öfgar. Hans kenning var að hópar eða „think- tanks“ gætu aftur á móti fært þennan ramma eða þennan glugga til, þannig að það sem telst ekki innan hans í dag teljist innan hans á morgun. Það er síðan gert með því að hafa áhrif á umræðuna og færa hana til. Það skýrir kannski óbilgirni sumra þeirra sem tjá sig í umræðunni að þeir nálgast hana ekki opnum huga, heldur hafa þeir að markmiði að færa umræðuna til. Þá væntanlega til þess að ná því sem þeir segja markmið sitt á vef- síðu félagsins: „… að vinna gegn boðun hindurvitna í samfélaginu.“ Kristin trú er væntanlega það hindurvitni sem er áhrifamest í íslensku samfélagi að mati Vantrúar, enda er tal Vantrúarfélaga mjög herfræðilegt og taktískt á innri vefnum. Lýsing Óla Gneista Sóleyjarsonar, fyrr- verandi formanns Vantrúar, á samtali sem hann átti við mann utan fé- lagsskaparins sem segist ekki skilja hvers vegna þeir skrifa svona harkalega er at- hyglisverð í þessu ljósi en þar segir Óli Gneisti: „Það skilur enginn taktík okk- ar.“ Svakalegt orðbragð Á vefsíðum Vantrúarfélaga má sjá að þeir hafa staðið að útgáfu á mörgum góðum verkum og þar má líka sjá fullt af rökleg- um og skemmtilegum greinum, en í bland eru greinar og bloggfærslur sem eru svo óvægnar og orðfærið svo svaka- legt að fáir geta fellt sig við það. Nefna má sem dæmi um orðalagið eft- Félagið Vantrú Svarthöfðagjörningur félaga úr Vantrú er með fyndnustu uppá- komum þeirra.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.