SunnudagsMogginn - 04.12.2011, Blaðsíða 26

SunnudagsMogginn - 04.12.2011, Blaðsíða 26
Hrói höttur var frumsýndur áfimmtudaginn í leikhúsinuRoyal Shakespeare Company íLondon í leikstjórn Gísla Arn- ar Garðarssonar. Sýningin hefur fengið ótrúlega góða dóma en tímaritið What’s on stage gefur henni fimm stjörnur af fimm mögulegum, The Telegraph gefur henni fjórar stjörnur eins og The Guardian gerir. Gísli Örn er ekki eini Íslendingurinn sem er í þessari uppfærslu því Ólafur Darri Ólafsson leikur stórt hlutverk í verkinu, Selma Björnsdóttir er aðstoðarleikstjóri, Börkur Jónsson annast leikmyndina, Björn Helgason er ljósahönnuður og Högni Egilsson sér um tónlistina. Gísli Örn var á Íslandi í vikunni þótt komið væri nálægt frumsýningu, þar sem konan hans, leik- konan Nína Dögg Filippusdóttir, ól hon- um barn í þessari viku. Blaðamaður Morg- unblaðsins nýtti tækifærið til að spjalla við hann en viðtalið var tekið fyrir frumsýn- inguna. Hinn illi Hrói höttur Samkvæmt umfjöllun breskra blaða er hugmyndinni um Hróa hött snúið á hvolf í þessu verki og þessi þjóðsagnakennda persóna er engin hetja í meðförum Gísla Arnar og Davids Farr sem skrifaði verkið, en þeir hafa áður unnið saman að leik- verkinu Hamskiptin. Aðspurður hvort Gísli Örn sé ekkert stressaður yfir því hvernig það fari ofan í Englendingana að hann taki svo þekkta hetju og fari ómjúkum höndum um hana, segir hann svo ekki vera. „Það er búið að snúa þessari sögu í allar áttir í gegnum tíðina. Það er enginn ótti hjá neinum við það. Það er ekki eins og það sé verið að reyna að snúa þessu á haus bara til að gera það. Við þjón- um ákveðinni sögu sem við viljum segja. Öfugt við venjuna höfum við ekki fók- usinn á Hróa hetti. Aðalfókusinn er á Mar- ion, þetta er meira hetjusaga hennar en hans. Við fylgjumst með henni flýja inn í skóginn til að finna Hróa hött. Hún þarf að dulbúa sig sem strák, því það mega bara vera karlmenn í skóginum. Það eru svona Shakespeare-tök á þessu. Hann var gjarn- an með konur að dulbúa sig í karlmanns- fötum eins og í As you like it. Það er búið að segja margar karlhetjusögur í gegnum tíðina og núna einbeitum við okkur að kvenhetjusögu. Farr á dætur og ég á dótt- ur, það er gaman að búa til hetjusögur fyr- ir þær. Við Farr vorum ákveðnir eftir sam- starfið í Hamskiptunum að vinna aftur saman. Mig hafði líka langað að vinna í þessum sal, þetta er svo skemmtilegur salur í þessu leikhúsi. Áhorfendurnir sitja í hálfhring í kringum sviðið. Það er engin ein átt betri en önnur í leikrænum skiln- ingi. Það er búið að vera gaman að takast á við þetta svið í æfingaferlinu. Nálægðin er mjög mikil. Við vildum gera heim sem væri mjög realískur en samt ævintýra- legur. Með því að gera svona rennibraut fáum við mikið af náttúrulegu efni, því það er gras í rennibrautinni. Á sama tíma er þetta ævintýralegt því að leikararnir renna í brautinni inn á sviðið. Það er mikill húmor í þessu verki en það er líka ofbeldi, en samt er þetta eiginlega fjölskyldusýning. Fimleikastjarnan Ólafur Darri Ólafsson er með skemmtilegt hlut- verk í sýningunni. Hann er líklega sá lík- amlega reyndasti af þeim öllum. Búinn að vera í Rómeó og Júlíu og fleiri svona fim- leikasýningum þar sem hann hefur þurft að sýna ballett-taktana sína. Hann leikur aðstoðarmann Marion og hann misskilur svolítið hvernig hann eigi að koma sér í mjúkinn hjá stigamönnunum í skóginum og klæðir sig einmitt í hinn þjóðsagna- kennda búning Hróa hattar, grænar sokkabuxur með fjöður í hattinum. Þú getur ímyndað þér hvað Ólafur Darri er flottur í svona búningi.“ Fimleikastjarnan Darri Aðspurður hvort það sé ekki öðruvísi að leikstýra enskum leikurum en Íslend- ingum gefur hann ekki mikið út á það. „Það er alltaf öðruvísi að leikstýra á öðru tungumáli. En maður hefur unnið svo mikið úti að maður er orðinn vanur þessu. En það er kannski öðruvísi að vera í svona stóru leikhúsi og það er öðruvísi menning í kringum það. Þetta er rosaleg stofnun í þeim skilningi að það eru ofsa- lega margar deildir og allt er í föstum skorðum. En það er svo sem stór munur á aðferðunum, í grunninn er þetta bara fullt af fólki að stefna að sama markmiðinu. Í þessu tilviki er kannski bara fleira fólk en markmiðið er alltaf það sama. En það er aðeins öðruvísi þegar maður er að leika á ensku. Ólafur Darri er reyndar orðinn svo góður í ensku að það er enginn hreimur. Við erum búnir að leika á sviði í London svo margoft og það eru súpergóðir tal- þjálfarar þarna. En það merkilega er að enginn hefur nokkurn tímann sett neitt út á hreiminn. Leikararnir eru líka alls staðar að, menn heyra kannski einhvern hreim og spyrja: Já, ertu frá Írlandi?“ Vita hvert maður stefnir Aðspurður hvort hann sé ekki orðinn allt- of góðu vanur, með þessa góðu gagnrýni sem hann fær alltaf fyrir verk sín, segir hann það ekki vera alltaf á einn veg. „Gagnrýnin á Faust var reyndar mjög misjöfn. Það er alltaf þannig í þessum bransa, ef þú ert „hæpaður“ einn daginn þá hafa menn tilhneigingu til að rífa mann niður þann næsta. En ef maður veit hvert maður er að stefna á þetta að ganga hjá manni.“ Aðspurður hvort evrópsku verðlaunin hafi breytt einhverju fyrir þau segir hann að það hjálpi alltaf eitthvað. „Með svona verðlaunum myndast meiri athygli og þá verður meiri eftirspurn eftir sýningum og okkur sem einstaklingum. Við finnum al- veg fyrir því, það hefur vaxið töluvert.“ Aðspurður hvort hann hafi ekki eftir Prince of Persia farið að horfa meira til Hollywood og leita eftir tækifærum þar segist hann ekki hafa gert það. „Ég er með umboðsmann en maður þyrfti helst að búa þar til að eiga séns. En þetta er oft svo ferkantað að maður er ekkert endilega laus til að sinna tilboðum þegar þau koma þaðan. Margir Svíar og Danir hafa gert þetta með góðum árangri, bara flutt út og gera ekki neitt annað en að sinna kvik- myndaleik. Það væri ábyggilega ógeðslega gaman. En það er ekki á dagskrá hjá mér.“ Farinn til Noregs Aðspurður hvort hann ætli ekki að fara að skella sér á sviðið aftur í stað þess að vera alltaf að standa í því að leikstýra aftur seg- ir hann jú. „Ég er líka að detta úr formi líkamlega og þá hugsa ég alltaf til Ham- skiptanna því það er svo erfitt líkamlega að maður kemst í rosalega gott form. Við Ingvar erum einmitt að fara að sýna Ham- skiptin í þjóðleikhúsinu í Ósló, frá janúar og fram til apríl. Svo má segja frá því að Hlynur er að leikstýra Axlar-Birni í Þjóð- leikhúsinu, hann heldur íslensku deild Vesturportsins gangandi. En ég var reyndar mjög glaður með það að leikhúsið samþykkti að ég kæmi með helling af mínu fólki frá Íslandi. Það er stór þáttur í þessu að maður sé með sitt list- ræna teymi. Maður vill vera umkringdur því fólki sem maður vinnur best með, þannig gerast góðir hlutir. Það er ástæðan fyrir því að maður hefur yfirhöfuð áhuga á því að starfa erlendis og sækja á þessi mið,“ segir Gísli Örn. Vesturport sigrar London Ljósmynd/Eggert Jónsson Gísla Erni Garðarssyni var boðið að leik- stýra Hróa hetti í The Royal Shakespeare Company og hafa viðtökur gagnrýnenda verið mjög góðar. Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Ljósmynd/Eggert Jónsson 26 4. desember 2011 Í fimm stjörnu dómi What́s on stage segir að Royal Shakespeare Company hafi bætt við fjöður í hatt sinn. Berki Jónssyni er hrósað fyrir leikmyndina en gagnrýnandinn segir hana eina þá frumlegustu sem þar hefur sést og að Björn Helgason sé næmur ljósa- meistari. Hann segir það ljóst að Gísli Örn hafi ótrúlegt ímyndunarafl og góða tilfinningu fyrir húmor. Hann minnist sérstaklega á hvað honum þyki skemmtilegt hvernig Gísli Örn er að kallast á við ýmislegt í Shakespeare-verkunum. Guardian Gagnrýnandi Guardian segir verkið vera skemmtilegt sambland af Shake- speare-minnum og íslenskum fimleikum. Hann segir að verkið sé vel skrifað en það sem virkilega gerir þetta að góðri skemmtun er samstarf Gísla Arnar og Barkar, hvernig þeir ná að gera verkið líkamlegt, einsog er stíll hins íslenska leikhóps, Vesturports. Gagnrýnandinn á varla orð yfir það hversu góður leikurinn er á meðan staðið er í þess- um fimleikum. Hann hrósar sérstaklega Ólafi Darra fyrir leik sinn og segir hann fyndna útgáfu af Touchstone. Hann segir sviðsetninguna vera svo kjarkaða að það sé ómögu- legt annað en að gefa sig henni á vald. The Telegraph Gagnrýnandi The Telegraph segir sýninguna vera góða fjölskyldu- skemmtun og gefur henni fjórar stjörnur af fimm mögulegum. Gagnrýnandinn segist hafa farið á sýninguna hikandi þar sem hann hafi heyrt að það ætti að breyta æskuhetj- unni hans í einhvern eigingjarnan stigamann. En sýningin hafi verið svo skemmtileg að það hafi ekki truflað hann neitt. Hann segir brandarana mýmarga og góða og hrósar fimleikum leikaranna. Dómar í breskum blöðum

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.