SunnudagsMogginn - 04.12.2011, Blaðsíða 18

SunnudagsMogginn - 04.12.2011, Blaðsíða 18
18 4. desember 2011 Núna í október skilaði rann-sóknarnefnd skýrslu um störfsiðanefndar Háskóla Íslands(HÍ) sem að flestra mati var áfellisdómur yfir henni og stjórnsýslu HÍ vegna meðferðar kæru samtaka sem nefnast Vantrú á hendur Bjarna Randveri Sigurvinssyni, stundakennara í guð- fræði- og trúarbragðafræðideild HÍ. Kæran er áhugaverð í ljósi nýliðinna at- burða þegar þingmaður Framsókn- arflokksins krafðist þess að Eiríkur Bergmann prófessor yrði rekinn sem kennari í Háskólanum á Bifröst fyrir blaðagrein sem birtist í Fréttatímanum þar sem hann hafði tengt Framsókn- arflokkinn við þjóðernisstefnu öfga- flokka. En í kæru Vantrúar var gengið miklu lengra þar sem þar voru kærðar glærur sem aðeins eru notaðar við kennslu í há- skólanum og engum öðrum opinberar og í ofanálag var aðalefni kærunnar að í glærunum væri vísað beint í skrif fé- lagsmanna Vantrúar af opinberum vett- vangi og ómögulegt að álykta nokkuð um afstöðu Bjarna til þeirra. Jón Ólafs- son, prófessor hjá Háskólanum á Bifröst, bendir á það í greinargerð sinni um mál- ið að um alvarlegan misskilning van- trúarfélaga á eðli háskólanáms sé að ræða. „Misskilningurinn er sá að kær- endur virðast halda að umfjöllun um fé- lagið í kennslustund í háskóla sé „kynn- ing“ á því. Það er eðlilegt að gera ráð fyrir því í námskeiði um nýtrúarhreyf- ingar að slíkar hreyfingar séu teknar til gagnrýninnar og fræðilegrar skoðunar. Slík skoðun er ekki kynning heldur þjálfun nemenda í fræðilegri greiningu viðfangsefnisins. Á þessu er grundvall- armunur.“ En þótt halda megi fram að kæran hafi verið byggð á misskilningi náði málið að vinda upp á sig. Eineltið hefst Upphaf málsins er það að í september árið 2009 sótti nemandi úr annarri deild tíma hjá Bjarna í nýtrúarhreyfingum. Hann er hvattur til þess að sækja tímana af þáverandi formanni Vantrúar, Óla Gneista Sóleyjarsyni, sem tilkynnir öðr- um félögum í Vantrú á innri vef félags- ins: „Mig grunar að þetta verði gull- náma.“ Í einhverskonar netspjalli gefur nemandinn Óla Gneista stutta og óná- kvæma lýsingu á því hvað sé kennt og tekur á endanum glærur sem notaðar eru í námskeiðinu og kemur þeim til Óla Gneista. Á grundvelli þessarar stuttu og óná- kvæmu lýsingar og þessara glæra leggur Vantrú fram kæru á hendur Bjarna til HÍ. Enginn þeirra sem leggja fram kæruna sat námskeiðið og kæran er meðal ann- ars byggð á getgátum um að Bjarni hafi lagt út af glærunum með móðgandi hætti fyrir félagsmenn Vantrúar. En í samtali við eina fimm nemendur sem sóttu námskeiðið ber öllum saman um að svo hafi ekki verið og að Bjarni hafi þvert á móti kynnt trúar- og trúleysishreyfingar af hlutlægni og ef hann hafi verið gagn- rýninn á einhverja hreyfinguna hafi það helst verið á þjóðkirkjuna. Á innri vef Vantrúar eru menn herskáir og hvetja hver annan áfram. Reynir Harðarson sálfræðingur sem er þá tekinn við formennsku í félaginu skrifar á innri vef félagsins hinn 12. febr- úar 2010: „Kæru félagar. Klukkan 15.00 í dag lýstum við yfir heilögu stríði á hendur Bjarna Randveri og guðfræði í Háskóla Íslands.“ Næstu mánuðina taka margir félagsmenn þátt í þessari herferð og eru ótal athugasemdir skrifaðar gegn Bjarna og á hann bornar rangar sakir og höfð um hann óviðurkvæmileg orð. DV greinir frá málinu, í þætti hjá RÚV er tekið viðtal við félagsmann í Vantrú um málið, sömuleiðis á útvarpsstöðinni X- inu, Smugan birtir grein byggða á fram- burði vantrúarfélaga og Eyjan.is linkar á fréttina. Meðhöndlun siðanefndar Kæran er margslungin og í raun leggur Reynir Harðarson, sálfræðingur og for- maður Vantrúar, fram þrjár harðorðar kærur í formi greinargerðar og bréfa til rektors, siðanefndar og guðfræði- og trúarbragðafræðideildar hinn 4. febrúar 2010. Kærurnar eru ekki samhljóma og í einn og hálfan mánuð vita hvorki Bjarni né deildin um kærurnar til rektors og nefndarinnar en Bjarni ákveður að svara kærunni til deildarinnar með ítarlegri greinargerð. Hvernig siðanefnd HÍ tekur aftur á móti á kærunni sem þeim barst er að mati rannsóknarnefndarinnar ekki til eftirbreytni. Eða eins og Ragnar Að- alsteinsson hæstaréttarlögmaður ku hafa orðað það eftir fund með siðanefndinni árið 2011: „Á 47 ára ferli mínum í lög- fræði hef ég aldrei séð svona illa haldið á málum eins og í þessu tilviki.“ Þegar siðanefnd HÍ fær kæruna hefur hún ekk- ert samband við Bjarna Randver. Í siða- nefndinni voru Þórður Harðarson, for- maður og prófessor í læknisfræði, Sigríður Þorgeirsdóttir, prófessor í heimspeki, og Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor í vísindasögu og eðlisfræði. Nefndin samþykkir samstundis að hafa samband við kæranda en ekki hinn kærða. Þórður Harðarson býður formanni Vantrúar, Reyni Harðarsyni, til fundar við sig á heimili sínu hinn 7. apríl 2010. Heilagt stríð Vantrúar Hinn 4. febrúar árið 2010 lagði Vantrú fram kæru á hendur stundakennara í Háskóla Íslands. Mál- ið sem virtist smámál í byrjun náði að vinda upp á sig með þeim hætti að ekki sér enn fyrir endann á því. Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is ’ Ekki er hægt að áfrýja úrskurði siðanefnda háskóla og því geta úrskurðir þeirra gert út af við frama fræðimanna með mjög skjótum hætti.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.