SunnudagsMogginn - 04.12.2011, Blaðsíða 4

SunnudagsMogginn - 04.12.2011, Blaðsíða 4
4 4. desember 2011 Það virðist blasa við að vilji Stein- gríms J. Sigfússonar, fjár- málaráðherra og formanns Vinstri grænna, standi til þess að bola Jóni Bjarnasyni landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra úr rík- isstjórn. Hefur það verið rakið til þess hvernig staðið hefur verið að til- lögum um breytingar á fisk- veiðistjórnunarkerfinu, en þó telja kunnugir að andstaða hans við að greiða fyrir aðildarumsókninni að Evrópusambandinu vegi þyngra. En þetta er viðkvæmt mál innan Vinstri grænna. Ögmundur Jón- asson innanríkisráðherra og þing- maðurinn Guðfríður Lilja Grétarsdóttir hafa ekki farið dult með að þau muni standa með Jóni í þing- flokknum, enda sé andstaða hans við ESB í sam- ræmi við stefnu flokksins. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þau rísa upp gegn formanni flokksins, en það gerðist sem kunnugt er einnig í Icesave-málinu. Spurningin sem liggur í loftinu er sú, hvort Stein- grími takist að halda meirihluta í þinginu ef hann ákveður engu að síður að víkja Jóni úr ríkisstjórn. Er þess skemmst að minnast, að einungis 32 þing- menn greiddu atkvæði með fjárlögum næsta árs og 31 þingmaður sat hjá. Deilt um Jón Jón Bjarnason, Steingrímur J. Sigfússon og Ögmundur Jónasson eiga þó eitt sameiginlegt áhugamál – íslenska hestinn. Morgunblaðið/Ómar Það hefur ekki farið framhjá neinum aðhugur forystumanna ríkisstjórn-arinnar stendur til að stokka upp íráðherraliðinu. En það snýr ekki að- eins að Jóni Bjarnasyni, heldur er einnig horft til þess að hliðra til stólum hjá Samfylkingunni. Árna Páli vikið til hliðar? Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra lýsti því yfir á mánudag að til stæði að fara í heildar- uppstokkun á ríkisstjórninni. Samkvæmt heimildum eru þær hugmyndir á borðinu að leggja niður efnahags- og viðskiptaráðuneytið, sem þó var stofnað til í fyrra. Í því felst að Árni Páll Árnason myndi víkja úr ríkisstjórn og valdsviðið yrði fært undir Steingrím J. Sigfús- son fjármálaráðherra. Eins og nærri má geta er mikil ólga innan Samfylkingarinnar af þessum völdum. Ástæð- urnar eru margþættar. Í fyrsta lagi þykir „al- gjörlega með ólíkindum“ að Samfylkingin ætli að láta efnahagsmálin algjörlega til Vinstri grænna, en Jóhanna hafði áður skorið burt for- ræði yfir efnahagsmálum úr forsætisráðuneyt- inu. Í öðru lagi er á það minnt að kveðið sé á um stofnun efnahags- og viðskiptaráðuneytis í stjórnarsáttmálanum, en þar stendur: „Til að tryggja markvissa framkvæmd efnahags- aðgerða stjórnvalda og endurnýja traust á fjár- málakerfi landsins mun ríkisstjórnin ráðast í skipulagsbreytingar í stjórnkerfinu, m.a. með stofnun sérstaks efnhags- og viðskiptaráðu- neytis.“ Skortur á stefnufestu Er talað um að það sé óskynsamlegt, á sama tíma og Evrópa rambar á barmi alvarlegustu fjármálakreppu frá því fyrir seinna stríð, að vera sífellt að stokka upp í ráðuneytum Stjórn- arráðsins og færa fólk til í starfi „sem ber á öxl- unum þjóðarhagsmuni sem aldrei fyrr“. Í því kristallist skortur á stefnufestu ríkisstjórn- arinnar, sem megi rekja til þess að Jóhanna Sig- urðardóttir hugsi meira um að halda rík- isstjórninni saman og bjarga málum Vinstri grænna en Samfylkingarinnar. „Það er óþolandi að ráðherrum sé skákað til bara vegna þess að veikur flokksformaður í klofnum stjórnmálaflokki vill fá meiri völd, þannig að enginn geti truflað hann eða skyggt á hann í næstu kosningabaráttu,“ sagði heimild- armaður innan Samfylkingarinnar. En það er fleira sem hangir á spýtunni. Þegar forræði á Icesave-málinu færðist frá fjár- málaráðuneytinu yfir til efnahags- og við- skiptaráðuneytisins staðhæfa heimildarmenn innan Samfylkingar að nálgun stjórnvalda hafi gjörbreyst. Í fyrsta skipti hafi Íslendingar tekið til varna, til að mynda hafi verið fundað með fulltrúum Advice-hópsins og In Defence og þá hafi Reimar Pétursson lögfræðingur tekið þátt í að leggja upp vörnina í málinu, sem barðist hvað harðast gegn þriðja samningnum um Ice- save. „Þetta er í fyrsta skipti sem samstaða hef- ur verið um þennan málarekstur í þinginu og það er átakanlegt að upplifa hversu fjár- málaráðherra er ofboðslega viðkvæmur fyrir því að hagsmunamál þjóðarinnar sé rekið með þessum hætti.“ Rofnar samstaðan á þingi? Er því jafnvel haldið fram að fjármálaráðherra vilji síst af öllu að botn fáist í málið fyrir næstu kosningar og því til stuðnings er meðal annars vísað í ítarlega umfjöllun um Icesave í fjárlaga- frumvarpinu, sem mörgum hafi misboðið, en þar stendur meðal annars: „Samningsbrotamál á hendur íslenskum stjórnvöldum fyrir EFTA- dómstólnum virðist því óumflýjanlegt.“ Svo rammt kveður að andstöðu fjár- málaráðherra að heimildarmaður innan Stjórn- arráðsins gengur svo langt að segja: „Hann er brjálaður. Hann er trylltur.“ Þá kemur fram að Steingrímur hafi reynt að hafa áhrif á farveg málsins en það hafi ekki tekist. Loks er á það bent að samstaðan í þinginu gæti rofnað ef Icesave yrði aftur undir forræði fjármálaráðherra vegna þess hvernig hann hafi haldið á málinu hingað til – ólíklegt sé að stjórnarandstaðan taki honum fagnandi. „Þetta er ekki hefðbundið stjórnarmál lengur, heldur þingsins alls að leysa úr.“ Efna- hagsmál- in Vinstri græn? Tekist á bak við tjöldin innan stjórnarflokka Steingrímur J. Sigfússon, Árni Páll Árnason og Jóhanna Sigurðardóttir verma öll ráðherrastóla. Er slagur í uppsiglingu? Morgunblaðið/ÓmarVikuspegill Pétur Blöndal pebl@mbl.is Lengst af kjörtíma- bilinu var talið að átök væru framundan um hver myndi leiða Sam- fylkinguna inn í næstu kosningar. Nú er hins- vegar talað um það innan flokksins að Jó- hanna Sigurðardóttir hyggist gefa aftur kost á sér. En vaxandi ókyrrð er í hægri armi flokksins m.a. vegna aðgerðaleysis í at- vinnumálum. Jóhanna áfram formaður? Lambalæri, ferskt 1498kr.kg FRÁBÆRTVERÐ! – fyrst o g fremst ódýr!

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.