SunnudagsMogginn - 04.12.2011, Blaðsíða 10
10 4. desember 2011
Glæst fyr-
irsæta í enn
glæsilegri
klæðnaði.
06.15 Vakna við símtal frá klæðskeranum mínum
sem er fyrir utan heimilið mitt með síðustu flíkurnar
sem þurftu að klárast fyrir herrafatasýninguna um
kvöldið. Sofna aftur friðsæll.
08.30 Vakna aftur og fæ mér að borða, baða og
allt það. Kveð son minn og konu og næ í Guðbrand
kaupmann, verslunarstjóra Herrafataverzlunar Kor-
máks & Skjaldar. Við báðir óvenju rólegir fyrir sýn-
inguna þar sem allt er að smella.
09.30 Hitti Kidda dísel til að fara yfir prentmál
fyrir nýju fatalínuna. Kiddi dísel reddar öllu. Kiddi
dísel fékk viðurnefni sitt eftir að hafa ítrekað
dælt díseli í stað bensíns á bíl stjórnar-
formannsins. Hann fær eitthvað út úr því.
10.30 Við Ragnar Ísleifur Bragason mætum
í Virka morgna á Rás 2, viðtal varðandi herra-
fatasýninguna hjá Andra Frey og Gunnu Dís.
Notalegt.
12.00 Greiðsla hjá Stjúra rakara fyrir átök
dagsins, lífið fellur í réttar skorður eftir þrjár
mínútur hjá honum.
14.00 Viðtal við Monitor og myndataka
vegna herrafatasýningar.
15.00 Skiptist á mjög skrítnum sms-um
við Baldur Kristjáns ljósmyndara. Hann var að
redda okkur ljósmyndara fyrir kvöldið til að
ná öllu á filmu.
16.00 Adidas-kjólfötin sem Sigga
Mæja var að útbúa fyrir sýninguna fóru
að taka á sig mynd. Árni Sveins mátaði
og aldrei hef ég séð neitt fyndnara.
Einfaldur.
19.00 Allt klárt í búðinni, öll föt og
allt props á sviðið. Enginn kassabíll laus
á Reykjavíkursvæðinu til að flytja allt dótið
niður í Þjóðleikhús. Gott að eiga Land Ro-
ver. Fylltum bílana af fötum og propsi.
20.30 Öll módel gerð klár fyrir sýninguna
sem hefst kl. 21.
21.00 Sýningin fór vel af stað þar sem salurinn
var stútfullur.
23.00 Nýja línan sýnd og Jakob Frímann
endar sýninguna á Hraustir menn við hóp-
söng allra í sal.
00.30 Kominn heim eftir frábært kvöld.
Sæll en mjög þreyttur.
Dagur í lífi Guðmundar Jörundssonar fatahönnuðar
Fatahönnuðinum Guðmundi Jörundssyni var vel fagnað að sýningunni lokinni.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Gott að eiga
Land Rover
M
or
gu
nb
la
ði
ð/
Ár
ni
S
æ
be
rg
Skar og skarkali | 17