SunnudagsMogginn - 04.12.2011, Blaðsíða 22

SunnudagsMogginn - 04.12.2011, Blaðsíða 22
22 4. desember 2011 Það er svo ótrúlega stutt síðan ráðmennríkja í Evrópusambandinu fögnuðu 10 áraafmæli myntsamstarfsins. Þeir sögðu ær-ið tilefni til að gleðjast. Myntin hefði vax- ið að virðingu með hverju ári sínu. Ríki sem tóku hana upp væru hvert af öðru að ná nýjum efna- hagslegum hæðum. Írar voru efst á listanum. „Í því landi var fólk áður helsta útflutningsvaran,“ sögðu leiðtogarnir, en „nú streymir fólk til landsins. Fjárfestingar útlendra á Írlandi eru í upphæðum í tveimur merkingum orðsins. Byggingarkranar eru fleiri en olíuturnar voru í Texas, þegar mest gekk á þar og seigfljótandi svarta gullið var sótt.“ Og hver var galdurinn? Formúlan var ekki flókin. Írland fékk að búa við þýskt traust og þýska vexti í írsku umhverfi. „Gullgerðarmenn“ hafa öldum saman reynt að finna lausnina svo þeir megi framleiða eð- almálminn sinn í vél og verða ofsaríkir upp frá því. (Gleyma raunar í draumförum sínum að fágæti gulls er ríkur þáttur í verði þess). En þrátt fyrir aldalangar tilraunir tókst það ekki. En svo kom evran. Sigurgleði á sælustund Uppfinningamenn evrunnar sögðust hróðugir hafa náð á innan við áratug að sanna kenningar sínar um að ólíkar þjóðir, enn að verulegu leyti fjárhags- lega sjálfstæðar, gætu haft eina og sömu mynt. Og það var einmitt hitt helsta gleðiefnið í stórbrotnum kampavínsveislunum á tíu ára afmælinu: Efa- semdamennirnir um evruna höfðu orðið heima- skítsmát í aðeins 10 leikjum, sem leiknir voru einn á ári. Milton Friedman og þeir fáu úr hópi hag- spekinga sem ekki hoppuðu galvaskir og gagnrýn- islausir um borð í „Evrópuhraðlestina“ höfðu með dómi reynslunnar ekki reynst „efasemdamenn,“ heldur blindir bölsýnismenn og áttu heima í hópi þeirra sem enn trúðu því að jörðin væri flöt. En í ljós kom að skákinni hafði ekki verið lokið. Hún hrökk í bið um það bil sem fylgjendur evrunnar voru að falla á tíma. Flestum, sem horfðu á stöð- una, bar saman um að hún væri að óbreyttu töpuð. En þó ekki alveg allir. Þrír hagvísindamenn úr efstu hillu, sem sænska nóbelsnefndin hefur þó enn þá horft framhjá í verðlaunaveitingum sínum, þótt það verði sífellt erfiðara, Össur Skarphéð- insson, Sigríður Ingadóttir og Björgvin G. Sigurðs- son, hafa hvað eftir annað bent á að ekkert sé að evrunni. Mánuðum saman fréttu þau ekki einu sinni að neitt væri að, enda nokkuð langt frá vett- vangi. En þegar gjálmið lenti óvart á hlustunum eins og hver annar goluþytur, eða blíðviðri í te- bolla, stóð ekki á huggunarríkum niðurstöðum: Þetta er ekkert. Það er jafnvel minna en ekkert að evrunni, sögðu þessir góðkunnu hagvísindamenn. Í versta falli aðeins „dynamik“ og „vaxtarverkir,“ bættu þau við. Öfundarmenn þeirra þriggja í heimi helstu hagfræðinga, hópar sem stóðu andspænis fyrir 13 árum, láta sér samt ekki segjast. Nú hafa þeir sameinast í einn hóp sem bendir á, að lúti evr- an ekki lögmálum eins ríkis í fjármálalegum og efnahagslegum efnum, þá sé hún dauðdæmd. Öss- uri, Sigríði og Björgvini er sennilega ekki síður skemmt en Gísla, Eiríki og Helga var þegar efa- semdamenn höfðu ekki fulla trú á aðferð þeirra við að bera birtu inn í Bakkabæinn forðum. Sjálfsákvörðunarréttur þjóða helsta vandamálið Þegar leiðtogar ESB fögnuðu sögulegum sigri á 10 ára afmælinu var auðvitað helsta þakkarefnið, hve myntin hefði verið gjöful þeim þjóðum sem höfðu gert hana að sinni. Þá var það því enn viðurkennt sem augljóst er að mynt er ekki hjartað eða sálin í þjóðunum. Myntin er til fyrir þjóðina sem í hlut á en ekki öfugt. Hún er miðlun og mælitæki í senn. Hún lagar sig að þjóðarlíkamanum og sveiflast með honum. En nú er látið eins og myntin, jafnvel fjöl- þjóðamynt, sé aðalatriðið og þjóðir séu til fyrir hana og þær verði því að færa fórnir svo hún megi lifa. „Þetta er náttúrlega bilun“ hefði Magnús bóndi sagt við Ladda af slíku tilefni. Þegar mynt hefur verið aftengd þjóðarlíkamanum getur illa farið eins og EMU-tenging Breta og Svía er svo dýrkeypt dæmi um. Tengingin var pólitísk í eðli sínu og henni fylgdu pólitískar heitstrengingar. Þegar þær lágu fyrir var Soros sósíalista og spá- kaupmanni (við eigum slíka gjaldkera hér heima) leikurinn auðveldur, sérstaklega ef rétt er, sem getgátur voru uppi um, að hann hafi haft innri upplýsingar úr þýska stjórnkerfinu áður en hann lagði til atlögu. Tap þjóðanna tveggja, Svía og Breta, á EMU-ævintýrinu varð ógurlegt. Þrátt fyrir þær ógöngur héldu menn ótrauðir áfram að þenja út evrusvæðið. Sagt var að allt öðru máli gilti um EMU en evruna. Hún væri svo stór og sterk og með svo öflugt bakland að áhættufíklar, jafnvel ríkari en Soros, væru eins og maurar hjá fíl bornir saman við evruna. En evrutilraunin er þegar orðin marg- falt dýrkeyptari en EMU-ævintýrið. En dýrust alls verður hún þó, ef tekst að nota ógöngur hennar til að svipta fjölmargar Evrópuþjóðir fullveldi sínu. Þjóðarmynt, sem einvörðungu er tengd hennar hagsmunum, er öðuvísi tæki. En hún er samt ekki neitt galdrameðal eða allra meina bót. Íslenska krónan, „örmyntin,“ eins og minnimáttarmenn kalla hana, hefur ekki ráðið því að Íslandi hefur fleygt fram efnahagslega frá miðri síðustu öld og gert miklu betur á þeim tíma en flestar þjóðir heims. En hún hefur heldur ekki leitt til þess að sá árangur náðist ekki, eins og hlyti að vera ef eitt- hvað væri að marka einfeldningslegt niðurrifstalið gagnvart krónunni. Um sjálfstæða mynt sjálfstæðs ríkis má segja hið sama og sagt hefur verið um lýð- ræðið: Hvort tveggja er fjarri því að teljast full- komið, en hvort tveggja er það skásta sem þekkist til síns brúks. Hitt er hins vegar rétt að þeir sem svífast einskis við að vinna að því að svipta eigin þjóð sem mestu af fullveldi hennar geta án sam- viskubits barist ákaft fyrir upptöku evrunnar. Því fari svo að Ísland glati sjálfstæði sínu til búrókrata í Brussel þarf landið ekki lengur á eigin mynt að halda. Atburðirnir heima Áhættusæknir íslenskir bankamenn komust yfir ódýrt og yfirgengilegt lánsfé af því að þeir hittu á þá „óskastund“ að stærstu seðlabankar heims, sá bandaríski og evrópski, höfðu ákveðið að peningar skyldu um nokkurra ára skeið vera á eins konar útsölu. Hagfræðingahjörð heimsins átti ekki orð yfir snilldinni og kallaði seðlabankastjóra Banda- ríkjanna þess vegna aldrei annað en „meistarann“ og laut honum lotningarfull. Hún er nýlega hætt því. Þessu til viðbótar voru svo viðurkenndir snúningar eins og undirmálslánin í Bandaríkj- unum, sem flæddu vítt um veröld og þóttu dásam- legt undur. Með þeim og öðru þvílíku var til við- bótar tryggt að lánin endalausu, sem voru í umferð í heiminum, væru ekki aðeins á útsölu, í boði seðlabankanna, heldur mættu tryggingar á bak við lánin vera eins og götóttir garmar. Íslensku banka- mennirnir óðu í alsælu út um allar trissur, sem kannski var von. Hitt var verra að þeir virtust trúa því með eigendum sínum, útrásarvíkingunum, sem mest var hampað hér, að aðstæður þær sem að framan var lýst ættu allt aðra rót. Sem sagt þá, að í ljós hefði komið að þeir sjálfir hefðu haft dulda snilligáfu að geyma, sem losnað hefði úr læðingi, og byggju að auki yfir skilningi á „hinu nýja efna- hagslífi,“ sem gamlir fauskar og afturhaldssamir væru ekki í neinum takti við. Og allur fjöldinn trúði þessu og sló taktinn í dansinum. Peningar flæddu til landsins í stríðum straumum og bættust við þá spennu sem fyrir var, sem hefði ein verið sæmilega viðráðanleg. Myntin, mælitækið, hreyfð- ist eins og vænta mátti, (falskur) kaupmáttur fór vaxandi með viðeigandi viðskiptahalla og þar fram eftir götunum. Fasteignaverð og hlutabréf óðu upp Reykjavíkurbréf 02.12.11 „Þetta er náttúrlega bilun,“ sagði Ma

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.