SunnudagsMogginn - 04.12.2011, Blaðsíða 23
4. desember 2011 23
Enn á ný ratar Icesave í þjóðmálaumræðuna. Að þessu sinni vegna hugmyndasem eru á borðinu um að leggja niður efnahags- og viðskiptaráðuneytið ogfæra verkefnin undir Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra, en skýrt erfrá þeim ráðagerðum í fréttaskýringu Péturs Blöndals í Sunnudagsmogg-
anum.
Engan þarf að undra að almenningur kveinki sér undan slíkum fregnum, enda hefur
þrisvar verið samið um Icesave í stuttri ráðherratíð Steingríms og í þau tvö skipti sem
þingið gaf eftir og féllst á gjörning ríkisstjórnarinnar var hann felldur af þjóðinni. En
það má nú gefa Steingrími, að hann gefst ekki upp. Nú virðist hann ætla að sölsa Ice-
save undir sig aftur.
En hvers vegna skyldi ríkisstjórnin vilja efna til ófriðar um Icesave í þetta skipti?
Það hefur gengið stórslysalaust að leggja drög að vörn Íslendinga í svari til ESA, ut-
anríkismálanefnd Alþingis hefur verið samstiga í því ferli, sem hlýtur að teljast til tíð-
inda þegar haft er í huga hvernig ríkisstjórnin hefur haldið á málum gagnvart þinginu
fram að þessu. Þá hefur efnahags- og viðskiptaráðuneytið kallað til sérfræðinga sem
hingað til hafa verið á öndverðum meiði við ríkisstjórnina, þar á meðal Reimar Pét-
ursson lögfræðing, sem var einn harðasti gagnrýnandi síðustu Icesave-samninga.
Hvað er það sem fer í taugarnar á Steingrími?
Brú til liðinna tíma
Hugmyndin um Hannesarholt sem hjónin Ragnheiður J. Jónsdóttir og Arnór Víkings-
son kynna í Sunnudagsmogganum í dag er forvitnileg. Þau hafa fest kaup á Grund-
arstíg 10 í Reykjavík, síðasta heimili Hannesar Hafstein, skálds og fyrsta ráðherra
þjóðarinnar, og í stað þess að flytja þangað inn sjálf hafa hjónin áform um að opna
húsið almenningi – setja þar á laggirnar menningarsetur í víðum skilningi. Húsið á
ekki að vera safn um Hannes Hafstein, enda þótt hann sé tilefnið, heldur einskonar
brú yfir til löngu liðinna tíma. „Það skiptir máli að tengjast fortíðinni, þannig skiljum
við betur að við erum heppnari en flestar þjóðir – í langflestu tilliti,“ segir Ragnheið-
ur. „Von okkar er sú að þetta hús komi til með að hýsa margvíslega starfsemi sem
hjálpar okkur að tengja við stöðu okkar í tíma og rúmi. Við Íslendingar höfum farið
heldur geyst inn í framtíðina og við þurfum tíma til að staldra við.“
Hannes Hafstein tók við ráðherraembætti 1904 og Ragnheiði og Arnóri þykir það
góður tímapunktur við að miða. „Árið 1904 var Ísland að breytast úr sveitasamfélagi í
borgarsamfélag, flestar stofnanir sem bera samfélagið uppi í dag urðu til um það leyti.
Okkur langar að beina sjónum að þessum tíma, ekki embættistökunni sem slíkri held-
ur inntakinu. Hvernig var andinn í samfélaginu við upphaf tuttugustu aldarinnar?“
Hjónin bíða eftir niðurstöðu úr nýju deiliskipulagi áður en þau fá rekstrarleyfi fyrir
Hannesarholt. Vonandi verður sú niðurstaða þeim hagstæð svo starfsemi geti hafist
sem allra fyrst í þessu glæsilega og sögufræga húsi. Þessir tímar tala ennþá til okkar –
alveg eins og skáldið.
Enn vandræði vegna Icesave
„Það er alveg ljóst að Ríkisútvarpið
heitir Ríkisútvarpið. Það heitir það í
lögum og fyrirtækjaskrá.“
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra þegar
hann svaraði fyrirspurn Marðar Árnasonar, þing-
manns Samfylkingarinnar, um heiti stofnunarinnar.
„Það nægir ekki að narta í bikarinn,
það þarf að ná honum öllum.“
Tryggvi Guðmundsson sem ætlar sér stóra hluti
með knattspyrnuliði ÍBV næsta sumar.
„Fyrst að apa, svo að skapa.“
Ólöf Arnalds söngkona sem er ófeimin við
að flytja tökulög.
„Ég vil bara halda upp á full-
veldisdaginn með öðrum og
meira viðeigandi hætti en að
þiggja heimboð frá Ólafi
Ragnari.“
Álfheiður Ingadóttir, þingmaður VG,
sem er ekki í hópi helstu aðdáenda
forsetans.
„Mér finnst ég að
verða dálítið gömul.“
Hólmfríður Stefánsdóttir á Ak-
ureyri sem varð 100 ára í vikunni.
„Ég er ennþá ráðherra.“
Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra en gustað hef-
ur um hann í vikunni.
„Þessir tilburðir hér í Reykjavík
minna óhugnanlega á Sovétið sál-
uga.“
Karl Sigurbjörnsson biskup um bann við bænahaldi
í skólastarfi leik- og grunnskólabarna.
„Ég bið stuðningsmenn okkar af-
sökunar.“
Sir Alex Ferguson eftir tap Manchester Unit-
ed gegn Crystal Palace í deildarbikarnum.
„Ég myndi skjóta þá alla“
Breski þáttastjórnandinn Jeremy Clark-
son um opinbera starfsmenn, sem
lögðu niður vinnu í Bretlandi í vik-
unni.
„Við erum með svona
hólf, þannig að þegar
einhver segir Kambódía
þá kemur Pol Pot, Rauðu
khmerarnir og helvíti
upp í huga manns.“
Jón Bjarki Magnússon, ljóðskáld og
blaðamaður.
Ummæli vikunnar
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Stofnað 1913
Útgefandi: Óskar Magnússon
Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal
og gáfu til kynna að allur fjöldinn væri miklu ríkari
en hann hugði og mörgum þótti því sjálfsagt að slá
lán og gera sér glaðan dag. Annað væri í rauninni
heimskulegt sögðu fjármálasérfræðingar og grein-
ingardeildir. Seðlabankinn reyndi að spyrna á móti
með sínu eina verkfæri, enda með lagaboð um að
halda aftur af verðbólgu, sem tókst raunar furðu
vel miðað við framangreindar forsendur. En í
frjálsu flæði fjármagns og þeirri vaxtalágsléttu sem
ákveðin hafði verið fyrir heiminn sem heild, bætt-
ist við aukið aðstreymi peninga til Íslands, þar sem
ávöxtun virtist góð, lands sem matsfyrirtæki mátu
að auki jafn örugga höfn fyrir lánsfé og Bandaríkin
og Þýskaland! Og það þrýsti auðvitað enn á krón-
una og þar fram eftir götunum. Og fáir vildu fara á
móti hringdansinum í Hruna og hve verstur var
þáverandi félagsmálaráðherra sem þumbaðist gegn
því að breyta um stefnu í húsnæðismálum, sem
sérhver alþjóðleg stofnun, ásamt seðlabönkum á
Norðurlöndum og nágrenni, gerðu ríka kröfu um
að gert yrði þegar í stað.
Eftir syndafallið
Og eftir syndafallið lagaði blessuð krónan sig auð-
vitað hratt að aðstæðum. Sú breyting varð örðug
fyrir marga sem kenndu gjaldmiðlinum um, þótt
hann væri í því tilviki aðeins birtingarmynd
vondra tíðinda. Margir vilja skiljanlega eiga hlut að
því að hafa hjálpað Íslandi yfir það áfall sem
bankabruninn varð. En ekkert eitt var þó jafn rík
forsenda fyrir því að fyrr fór að rætast úr en vænta
mátti og sú staðreynd að landið bjó við eigin mynt
sem hlustaði eftir efnahagslegum hjartslætti í land-
inu sjálfu en ekki eftir því hvernig hjartað sló í
Berlín, París eða Róm. Það næsta sem skipti sköp-
um var að sú lína var lögð í starfshópi innan ís-
lenska Seðlabankans strax á ögurstund við fall
Glitnis að íslenskur almenningur skyldi ekki látinn
taka á sig ábyrgð af áhættusömum lánveitingum
útlendinga til glórulausra viðtakenda þeirra hér á
landi, manna „sem gróðavonin virtist hafa lamað
ákveðnar heilastöðvar hjá,“ eins og Þráinn Egg-
ertsson hefur komist að orði. Sú niðurstaða varð
ofan á. Þessar tvær eru helstu forsendur þess að Ís-
land réttir sig fyrr af en ólánslöndin sem búa við
evruna. Hitt vegur á móti að pottaglamur, hávaði
og hótanir, sem ekki síst Ríkisútvarp landsins
kynti undir, skiluðu vanhæfustu ríkisstjórn sem
Ísland hefur þurft að þola í ráðherrastólum. Hún
hefur gert ómælda bölvun en ekkert gagn. Núorðið
hangir hún bara, en ólíkt jólasteikinni lagast hún
ekki við það. En það styttist sem betur fer í enda-
lokin.
Morgunblaðið/Kristinn
gnús bóndi
Vetur í Reykjavík