SunnudagsMogginn - 04.12.2011, Blaðsíða 7

SunnudagsMogginn - 04.12.2011, Blaðsíða 7
Íslensku þýðingaverðlaunin Tilnefningar 2011 Til hamingju, Jón og Pétur! ÍReisubók Gúllívers eftir Jonathan Swift segir af fjórum ævintýra- ferðum Gúllívers, til furðulandanna Lilliput og Brobdíngnagg, þar sem hann er ýmist risi eða dvergur, og líka til ævintýraeyjar sem svífur yfir jörðinni og til lands hinnar göfugu hestaþjóðar. Nú kemur Reisubókin út í fyrsta skipti í fullri lengd á íslensku, í glæsilegri þýðingu JÓNS ST. KRISTJÁNSSONAR, með fróðlegum inngangi um verkið og höfund- inn ásamt ítarlegum skýringum. Bókin er skreytt fallegum teikningum frá 19. öld. ÍRegnskógabeltinu raunamædda segir franski mannfræðingurinn Claude Lévi-Strauss frá leit sinni að rótum mannlegs samfélags sem leiddi hann í ferð um Amasón-svæðið og frumskóga Brasilíu – frumleg og heill- andi blanda af ferðasögu, ævisögu, mann- fræðirannsókn og heimspeki. Þetta sígilda öndvegisrit, sem opnar lesend- um nýjar víddir í skilningi á manninum, er nú loksins til í heild sinni á íslensku, í vandaðri þýðingu PÉTURS GUNNARS- SONAR rithöfundar. „… ekki bara læsilegt, heldur bráð- skemmtilegt. Ferðasaga, hugleiðingar, athuganir, allt í senn … kemur afar skemmtilega á óvart.“ ILLUGI JÖKULSSON / EYJAN.IS

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.