SunnudagsMogginn - 04.12.2011, Blaðsíða 17

SunnudagsMogginn - 04.12.2011, Blaðsíða 17
4. desember 2011 17 stað milli augnanna, á körlum heitir bletturinn tilak eða merki og er settur þar sem hin innri viska býr. Það þykir einnig lukkumerki að bera þetta tákn. Maðurinn við hlið konunnar er með bauk með litardufti í hendinni og þegar hann sér að ég hef ekkert tilak, þá stingur hann fingri í baukinn og ber hann upp að enni mér um leið og hann muldar bless- unarorð. „Namaste,“ segi ég, þakka fyr- ir, og hann brosir við mér. Þessi mennsku fljót flæða eftir götum sandeyranna og allir virða reglurnar, hér er vinstri umferð. Suðið magnast í lofti og leiðin liggur í átt að hinum raunveru- legu stórfljótum, hjá flotbrúnum við Sangam. Sums staðar hafa raðir betlara myndast við leið fólksins og það er sorg- leg sjón; fótalaust og handalaust fólk, af- skræmt á ýmsa vegu, og holdsveikir sem líkamshluta vantar á – sumir hylja andlit sitt til að vegfarendur sjái ekki lýtin. Margir þeirra rétta fram beiningabauka og fólk lætur hrísgrjón og smápeninga falla í þá. Þegar fólksstraumurinn stöðv- ast klifra ég upp á girðingu og sé að lög- reglumenn hafa stöðvað umferðina á meðan fjöldi hlaupandi kviknakinna sadú-naga fer hjá; sumir hafa rakað allt hár af sér en aðrir eru síðskeggjaðir og með enn síðara hár, hafa borið ösku á líkamann í tilefni dagsins og skreytt sig með blómakrönsum. Sumir skríkja, hrópa og hoppa en flestir eru alvarlegir á svip þar sem þeir ryðjast áfram á leið sinni niður að fljótinu þar sem baðið og bænagjörð bíða. Þarna sjáum við líka trúarleiðtoga ýmiss konar taka að aka hjá, þeir sitja á pallbílum og kerrum sem dráttarvélar draga og veifa lýðnum, og á eftir koma dyggir fylgdarmenn þeirra og aðdáendur. Af og til ryðjast fleiri sadú- nagar framhjá og með þeim varðmenn vopnaðir stórum sverðum sem þeir veifa í kringum sig. Og skrúðgöngurnar skríða áfram, með skreytta vagna leiðtoganna fremsta og fána sem segja hverjir þetta eru. Vagnarnir og traðkandi fæturnir þyrla upp fínlegu rykinu. Við stingum okkur inn í eina slíka göngu og er tekið fagnandi, boðið að ganga með. Þetta eru skrautklæddir prestar og pílagrímar frá Gujarat og þeir ráða sér ekki fyrir fögnuði, hoppa upp og niður, hrópa „Har har Ganga, har har Rama!“ – „Heil sértu Ganges, heill sértu Rama“ – og til beggja handa, hinum megin við stauragirðingarnar, horfir fólk á okkur, veifar og brosir. Margir með malpoka og brúsa í hendi, hann eiga þeir eftir að fylla af helgu vatni árinnar þegar þeir komast um síðir í baðið. Allt þetta fólk! Loks komum við að flotbrú sem lögð hefur verið yfir Jamuna og göngum yfir hana. Hafi mér sýnst fólkið margt áður, þá sé ég fyrst nú hvernig þetta er. Á hverjum fermetra á eyrunum, hvert sem litið er, þar er fólk. Fyrir framan okkur má sjá milljónir manna. Flestir standa og fylgjast með straumnum yfir allar þessar flotbrýr, fram og til baka, en allir stefna á einhvern furðulegan hátt á sama áfanga- stað: til Sangam. Nokkrir fylgdarmanna minna eru svo kátir þegar við náum hin- um bakkanum að þeir reyna að lyfta mér í loft upp, útlendum gesti sínum. Fána- berinn leiðir vini okkar frá Gujarat yfir sandhæð, beygir þar niður að vatninu og þar reka þeir allir upp siguróp. Karlarnir klæða sig síðan úr og vaða í nærklæðum einum fata út í iðandi mannþröngina í fljótinu. Það er komið að þessari lang- þráðu stund – kominn tími til að þvo af sér syndir, komast í beint samband við guðdóminn. Pílagrímarnir dýfa höndum í kalt vatnið og hella yfir sig lófafylli. Þá taka þeir fyrir nefið og dýfa sér á kaf í ána. Að því loknu leggja þeir lófana sam- an og snúa ásjónu sinni til himins í ró – þeir hafa gert skyldu sína og eru orðnir hreinni en áður, hreinni á sálinni … Það er einstakt að upplifa þessa sátt, þetta samlyndi sem þarna ríkir. Allir hafa sama markmið, sömu þrána, sömu löng- unina; draumar eru að rætast. Á þessum degi og á þessum stað sameinast ind- verska þjóðin á einstakan hátt. Þarna, og bara þarna, eru fjötrar stéttskipting- arinnar brotnir. Við Sangam geta bramíni og dalíti gengið hlið við hlið niður að vatninu og baðað sig við hlið hvor ann- ars. Annars staðar gengur það ekki. Samkvæmt fornum reglum þurfti maður af stétt prestanna, bramínanna, sem í raun bjuggu til þetta makalausa fyr- irkomulag, að ganga gegnum sjö böð ef skuggi af dalíta, einum hinna ósnert- anlegu stéttleysingja, féll á hann. Það segir sitt um mátt Kumbh Mela að slík inngreypt grimmd skuli fjarlægð á þess- um eina stað, þarna er allt gleymt, þarna eru allir sáttir og jafnir fyrir hinum mörgu guðum sínum. Svo er ekki verra að með því að baða sig í Sangam á þessum helga degi geta menn vænst þess að losna úr hjólfari endurfæðingarinnar – eftir þessa baðferð í morbrúnt vatnið liggur leiðin beint í gleðskap með guðunum, gleðskap eins og sýndur er í endalausum sjónvarps- þáttaröðunum sem landsmenn horfa op- inmynntir á. Allra best er að deyja á Kumbh Mela eftir baðið – þessi jarðvist skiptir þá marga engu máli lengur. Það er líka nóg að gera hjá líkbrennslumönnunum handan ár, það sést á sedrusviðar- reyknum sem stígur upp af bálköstum þeirra. Ragna Sara er löngu horfin eitthvað inn í mannfjöldann og ég ráfa um þessa tugmilljóna borg og horfi og mynda, fylgist með skrúðgöngunum og farveg- unum yfir brýrnar yfir straumi fljótsins, fólkinu í baði og fólkinu sem hefur baðað sig og uppfyllt þessa helgu þrá og skyldu pílagrímsins. Þetta er ótrúlegur dagur, ólíkur öllu sem ég hef upplifað, og skipu- lagið með ólíkindum; að láta þetta ganga svona hnökralítið upp. Aginn er svo mikill, í raun aðdáunarverður, allir glaðir en um leið þreyttir. Þetta er fjölmennasta partí allra tíma. Ljósmyndir/Einar Falur Ingólfsson Sadú-Nagarnir, sem kallaðir hafa verið stríðsmenn hindúismans, faru um hátíðarsvæðið í hópum, kviknaktir en vafðir blómakrönsum og smurðir ösku. Það kvöldar við hið helga ármót ánna þriggja, Jamuna, Gangesar og Saraswati, og konur þurrka saría sína eftir baðið. Heilög kýr liggur og jórtrar. mikli

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.