SunnudagsMogginn - 04.12.2011, Blaðsíða 39

SunnudagsMogginn - 04.12.2011, Blaðsíða 39
4. desember 2011 39 Oft gerði Jónas Jónasson sína eigin reynslu að útvarpsefni. Árið 1977 rædd hann við Frank Herzlin yfirlækni við Freeport-sjúkrahúsið í Bandaríkjunum sem á þeim árum var orðið „allvel þekkt hér á landi þar sem svo margir Íslendingar hafa leitað sér lækninga þar á und- anförnum misserum. Freeport-sjúkrahúsið fæst eingöngu við lækn- ingar alkóhólisma ... og fæstir þeirra sem þaðan hafa komið hafa fallið í gryfju ofdrykkjunnar aftur er heim var komið,“ sagði í Dagblaðinu. Sjálfsagt er þessi þáttur þorra fólks gleymdur utan hvað hann átti með öðru þátt í að auka skilning almennings á alkóhólisma sem raunveru- legum sjúkdómi sem halda mætti í skefjum. Fullyrða má þó að Kvöld- gestir Jónasar séu það efni hans sem flestir þekkja; en þættirnir voru á dagskrá á föstudagskvöldum, á hverju föstudagskvöldi í meira en þrjá- tíu ár. Páll Þorsteinsson, nú upplýsingafulltrúi Toyota, starfaði lengi hjá Útvarpinu þar sem hann hóf störf árið 1980. Var útvarpsþulur á Rás 1 sumarlangt og um hríð einn umsjónarmanna morgunþáttar. Var seinna einn af ármönnum Rásar 2 og Bylgjunnar. „Sú kynslóð útvarps- manna sem var að stíga sín fyrstu skref um 1980 leit mjög upp til stór- stirna þessa tíma; manna eins og Jóns Múla Árnasonar, Svavars Gests, Páls Heiðars Jónssonar og Jónasar Jónassonar en sá síðastnefndi var af- skaplega frjór og skapandi í allri sinni útvarpsvinnu og náði alltaf til hlustenda. Jónas átti jafnframt mjög auðvelt með að laða fólk til sam- starfs. Honum fylgdi líka einhver sérstök ára sem gerði hann að stjörnu. Hann var hár og reffilegur, alltaf vel til fara og fasið þannig að menn veittu Jónasi eftirtekt. Hann var stjarna til síðustu stundar.“ Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is ’ Afskaplega frjór og skap- andi í allri sinni útvarpsvinnu og náði alltaf til hlustenda. Páll Þorsteinsson. Finney og Ralph Fiennes með. Ekki er búið að segja mikið frá efni myndarinnar nema að „það reyni á hollustu Bond við M þegar fortíð hennar kemur í bakið á henni“. Whishaw er menntaður við Royal Academy of Dramatic Arts (RADA) í London. Hann varð fyrst þekktur í hlutverki Hamlets á sviði Old Vic í leik- stjórn Trevors Nunn árið 2004. Síðan þá hefur hann leikið í fjölmörgum kvikmyndum, þar á meðal aðalhlutverkið mynd- inni Ilmurinn: Saga af morð- ingja. Hann lék Keith Richards í kvikmyndinni Stoned en í henni er umfjöllunarefnið ævi Brians Jones. Hann þykir líkjast fleiri tónlistargoðum því hann var ein birtingarmynda Bobs Dylan í myndinni I’m Not There. Það verður gaman að sjá hvernig birtingarmynd af Q hann verður í Skyfall en eitt er víst að hróður hans á áreiðanlega eftir að aukast enn við að leika í mynd af þessari stærð- argráðu. Javier Bardem og Daniel Craig með Bond-gellurnar Bérénice Marlohe og Naomie Harris á milli sín. Reuters ’ Whishaw þykir líkjast ýmsum tónlistargoðum en hann hefur bæði leikið Keith Richards og Bob Dylan í kvikmyndum. Slökkvilið í bænum Lubbock í Tex- as í Bandaríkjunum þurfti að bjarga manni sem var fastur í reykháfnum í húsinu sínu. Hann var ekki að reyna að vera jólasveinn heldur var hreinlega læstur úti. Maðurinn, sem er 22 ára, vildi spara féð sem annars færi til lása- smiðs og ákvað að fara inn í gegn- um strompinn. Þegar þetta gerðist var klukkan að verða eitt um nótt og kona hans og barn fylgdust með honum, sem var eins gott því konan þurfti að hafa samband við neyð- arlínuna. Slökkviliðsmenn voru búnir að ná mann- inum um klukkustund síðar og sakaði hann ekki. Festist í strompi Jólasveinn í reykháfnum. Eldri maður hefur skilað peningum, með vöxtum, sem hann stal frá Se- ars í Seattle í Bandaríkjunum á fimmta áratugnum. Maður kom inn í verslunina með umslag sem á stóð Verslunarstjóri Sears. Í því var miði og hundrað bandaríkjadalir. Maðurinn stal á milli 20 og 30 döl- um úr kassanum fyrir mörgum ára- tugum og vildi skila fénu. Versl- unarstjórinn Gary Lorentson telur að samviska mannsins „hafi angrað hann síðustu sextíu ár“. Öryggismyndavélar náðu myndum af manninum en búðin veit ekki hver maðurinn er og ætlar ekki að leita að honum. Peningarnir renna til bágstaddra fjöl- skyldna fyrir jólin. Skilaði fénu Verslun Sears. Knattspyrnumenn eru liprari í sínu fagi en Jón og Gunna,en á öðrum sviðum eru þeir eins og annað fólk. Nemahvað? Sama er að segja um hitt fræga fólkið; lands- eðaheimskunnum íþróttakempum, leikurum, söngvurum, stjórnmálamönnunum, og þeim sem eru frægir fyrir að vera frægir, líður ekki alltaf vel. Brosið er ekki alltaf ekta. Hetjum getur liðið illa. Pabbar geta líka grátið. Hörmulegt andlát knattspyrnumannsins Gary Speed, landsliðs- þjálfara Wales, um síðustu helgi var gríðarlegt áfall á Bretlandseyjum. Þjóðin er harmi lostin en ekki síður undrandi. Þessi góðlegi maður lék á als oddi í sjónvarpsþætti BBC eftir hádegi á laugardag, þar sem rætt var um knattspyrnu. Að því loknu fór hann á heimavöll Manchester United, Old Trafford, steinsnar frá sjónvarpsverinu og horfði á leik gegn Newcastle með vini sínum og fyrrverandi starfs- bróður, Alan Shearer. Eftir leik ók hann heim og fannst látinn að morgni. Hafði tekið eigið líf. Vinir og fjölskylda hins látna spyrja sig: Hvers vegna? Þeir hafa lagt áherslu á það í vikunni að Speed hafi ekki verið þunglyndur; hann var ríkur og frægur og fallegur, átti yndislega eiginkonu og tvo unga syni sem honum þótti afar vænt um. Einmitt þess vegna er enn spurt og verður áfram: Hvers vegna? Svörin liggja ekki fyrir og munu líklega aldrei gera. En eins und- arlegt og það kann að hljóma, gætu þessi sorglegu endalok hugs- anlega bjargað einhverjum öðrum. Eftir að Speed kvaddi hafa nokkr- ir breskir knattspyrnumenn þegar hafa samband við forráðamenn samtaka leikmanna og óskað eftir aðstoð vegna þunglyndis. Fimm sneru sér til hjálparstofnunar sem Tony Adams, fyrrverandi fyrirliði Arsenal, kom á fót, þar sem íþróttamönnum er hjálpað vegna mis- notkunar áfengis og eiturlyfja, og geðrænna vandamála. Bill Shankly, þjálfarinn sem byggði Liverpool-stórveldið, var goð- sögn í lifanda lífi og frægur fyrir skemmtileg tilsvör. „Knattspyrna snýst ekki um líf og dauða. Hún er miklu mikilvægari,“ eru ein þau frægustu. Ódauðleg, ef svo má segja. En auðvitað tómt rugl. Það hef- ur margoft komið í ljós. Síðast daginn eftir andlát Garys Speed þegar landi hans, Craig Bellamy, var tekinn úr leikmannahópi Liverpool fyrir viðureign gegn Manchester City. Þeir Speed voru miklir mátar. „Það er mikilvægara að syrgja en spila fótboltaleik,“ sagði Kenny Dalglish, þjálfari Liverpool, á sunnudaginn og hitti naglann á höf- uðið. Haldi einhver að náðargáfa í knattfimi og leikskilningi geri það að verkum að menn séu betur undir lífið búnir en aðrir er það misskiln- ingur. Dæmin eru því mörg um hið gagnstæða og í sumum tilfellum má líkast til halda því fram að ungir, nýríkir menn séu einmitt í verri aðstöðu en „venjulegt“ fólk. Að frægð, skjótur frami og mikið ríki- dæmi blindi menn. Því er ekki að heilsa í tilfelli Gary Speed; hann átti glæsilegan feril að baki sem leikmaður, hafði tiltölulega nýtekið við þjálfun landsliðs Wales og þegar lyft grettistaki á þeim vettvangi. „Hvernig getur hann verið þunglyndur, hann er ríkur og frægur?“ spurði þjálfari knattspyrnumannsins Stan Collymore hjá Aston Villa fyrir rúmum áratug þegar leikmaðurinn lýsti því yfir að hann glímdi við geðræn vandamál. Sú fáfræði sem þjálfarinn varð uppvís að verð- ur sem betur fer óalgengari með hverju árinu. Vel má vera að ættingjar og vinir hins látna knattspyrnumanns hafi rétt fyrir sér að hann hafi ekki glímt við geðræn vandamál. Lík- lega getur þó enginn fullyrt það. Ástæða þess að hann ákvað að binda enda á líf sitt getur verið allt önnur. Allt um það; sumir sjúkdómar sjást ekki utan á fólki og eru þar af leiðandi erfiðari við að eiga en brot og skurðir. Ég þekki það. Hvað sem öðru líður spyrna menn áfram í knött, sem betur fer. Og upplýst umræða um ósýnilega sjúkdóma er góð og líklega þörf að eilífu, því miður. Gary Speed var atvinnumaður í 22 ár og nýorðinn landsliðsþjálfari Wales. Reuters Þörf umræða í kjölfar andláts Meira en bara leikur Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Q Desmond Llewelyn John Cleese

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.